Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 57
S a m v i s k a n
TMM 2006 · 4 57
inu og gefið honum að borða það sem hann biður um.“ Sagði hún
það ekki í gærkvöldi? Ég heyrði það mjög greinilega … Eða sér hún
nú eftir því?
Mariana ætlaði að segja eitthvað en rödd hennar brast. Gamli
maðurinn hafði ekki af henni svört stingandi augun. Óróleg sneri
hún sér undan og gekk út um eldhúsdyrnar í áttina að jurtagarð-
inum.
Morgunninn var grár en það hafði stytt upp. Mariana skalf af
kulda. Grasið var rennblautt og í fjarska mátti sjá hvernig þjóðveg-
urinn máðist út í fínni þokunni. Að baki sér heyrði hún rödd
gamla mannsins og ósjálfrátt neri hún saman höndum.
– Það er nokkuð sem ég vildi segja við yður, frú mín … Ekkert
markvert að vísu.
Mariana stóð kyrr og horfði í áttina að veginum.
– Ég er gamall flækingur … en stundum vita flækingar ýmis-
legt. Ég var nefnilega þar. Ég sá það, frú mín. Ég sá það með eigin
augum …
Mariana opnaði munninn en hún kom ekki upp orði.
– Um hvað ertu að tala, óhræsið þitt? spurði hún. – Ég vara þig
við, maðurinn minn kemur með vagninum klukkan tíu og þolir
engar dylgjur hér.
– Ég held ég viti það, þolir engar dylgjur! sagði flækingurinn.
– Það er einmitt þess vegna sem þér viljið ekki að hann viti neitt
… ekki það sem ég sá daginn þann. Eða hvað?
Mariana sneri sér snöggt við. Reiðin var horfin. Hjarta hennar
sló ört. Hvað var hann að segja? Hvað vissi hann …? Hvað sá
hann? Hún þagði, horfði aðeins á hann óttaslegin og hatursfull.
Gamli maðurinn brosti svo skein í skítugan og tannlausan góm-
inn.
– Ég verð hér um tíma, væna mín, já, um tíma til að safna kröft-
um þar til sólin hækkar á lofti. Ég er orðinn gamall og fæturnir
lúnir, ósköp lúnir …
Mariana tók til fótanna. Blærinn lék um andlit hennar. Þegar
hún kom að brunninum nam hún staðar. Hjartað í henni ætlaði að
springa.
Þannig var fyrsti dagurinn. Þá kom Antonio heim með vagn-
inum. Hann sótti vikulega vörur til Palomar. Auk gistihússins