Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 62
62 TMM 2006 · 4
Verkamenn skrifa Kristni E. Andréssyni
Dálítið fullkomið en um leið ódýrt
Hér fer á eftir bréf sem fimm „verkamannakarlar“ á Akureyri sendu Kristni E.
Andréssyni vorið 1936 eða fyrir sjötíu árum. Í því beina þeir þeim tilmælum
til Kristins og Halldórs Laxness að þeir hafi forystu um að stofna tímarit fyrir
„verkalýð og allan almenning landsins“ og reifa hugmyndir sínar um það hvernig
að slíku riti skuli staðið. Bréfið geymir hluta skýringar á forsendum þess að þegar
Kristinn, sem þegar hafði tekið að sér útgáfu ársritsins Rauðir pennar (byrjaði að
koma úr 1935), hafði forgöngu um það árið 1937 að stofna Mál og menningu sem
bókaklúbb, sem gæfi út ódýrar bækur og um leið með ýmsum hætti nytsamar
alþýðu manna, þá fékk sá félagsskapur ótrúlega góðar viðtökur: félagsmenn voru
á skammri stund orðnir fimm eða sex þúsund. Bréfið minnir á það, að viðleitni
menntamanna sem vildu með útgáfustarfsemi efla verkalýð til dáða í pólitík og
kjarabaráttu hitti fyrir sannan áhuga þeirra fjölmörgu óskólagengnu manna sem
voru meira en fúsir til að styrkja sína sjálfsmenntun. Árni Bergmann bjó bréfið til
prentunar og ritaði þennan inngang og eftirmála.
Ránargötu 1 Akureyri 17. apríl 36
Hr. mag. art. Kristinn E. Andrésson.
Það hefur komið til tals meðal okkar, nokkurra verkamannakarla á Akur-
eyri að fara þess á flot við ykkur yngri rithöfunda að efla til tímarits, einkum
fyrir verkalýð og allan almenning landsins með allt landið að marki. Höfum
við sérstaklega yður og skáldið Halldór Laxness í huga til ritstjórnar og for-
göngu (ásamt fleiri góðum mönnum). En við álítum eftir ástæðum rétt að
heyra fyrst álit ykkar og undirtektir áður en við færum að leita frekari und-
irtekta um málið. Orsök þess og ástæður að við förum þessa á leit við ykkur
teljum við margar og það er ekki hægt að drepa á nema örfáar hér.
Við álítum, að það sé nauðsynlegt og heilbrigt að allur verkalýður og
almenningur standi saman um og efli sín fræðslu og menningarrit, sé vak-
andi um þau og veiti þeim starfsorku eftir megni. Þótt segja megi það ef til
vill, að molar hnjóti nú að á fræðsluborð almennings úr ýmsum áttum þá
eru þeir vart seðjandi og næsta haldlitlir og stefnulausir, auk þess sem þeir
eru dreifðir um fjölda bóka og tímarita sem enginn verkamaður hefur við-