Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 64
Ve r k a m e n n s k r i fa K r i s t n i E . A n d r é s s y n i
64 TMM 2006 · 4
manna til sjávar og sveita. Verkamenn sæju hér heildaryfirlit yfir allt landið,
byggt á kaup- og atvinnuleysisskýrslum og nánari þekkingu og kynningu af
þeim málum. Frásögn öll þyrfti að vera vandvirk og traust. Þá yrði hér all-
verulegur vísir til verkalýðssögu er fram liðu stundir. Hér við mætti tengja
stuttum greinum og frásögnum verkamanna, æfisögum og minningum
með myndum sem annars sæjust hvergi og gleymdust.
B. Þingmálaflokkur. Ef til vill ætti að lýsa tveim-þrem merkustu málum
hvers þings (lögum og umræðum). Auk þess sögulegar greinar úr þing-
sögum (líka erlendar).
C. Sveita- og æskulýðs málefni (með ungmennafélög að marki) – svo sem
raforkumál og byggingu garðræktar og íþróttamál, skóla og fræðslumál.
Hér við mætti tengja kvenn-þjóðmálaefnisbálki, um þjóðarrétti og þjóða-
fæðu (vítamínsfræði). Menn veita slíku minni athygli en skyldi, en gleypa
um of við hinni mjög ruglandi makarínsmenningu hugsunarlaust.
D. Erlendar fréttir – ársyfirlit yfir það helsta sem gerðist í heimi verka-
lýðsins, eftir því sem hægt yrði við að koma (kaupgjalds- iðnaðar- félags- og
menningarmálum).
E. Landfræðilegar og þjóðhagsfræðilegar greinar sem gæfu okkur dálítið
innsæi í það sem er (status quo). Ættum við sennilega að hugsa aðeins um eitt
land í hverri grein um þau málefni. Efnið yrði annars alltof ónákvæmt og yfir-
gripsmikið og ættum við þá sjálfsagt að meta viðskiptalönd okkar fyrst í þeim
efnum. Höfum við hugsað að hér gætu fleiri menn starfað að sömu landslýs-
ingu t.d. að því náttúrufræðilega, þjóðfélagsfræðilega og hagfræði- og sögu-
lega. Ef vel tækist ætti þessi þáttur að geta orðið eftir nokkur ár verulegur
þekkingarauki almennings á nútíma landa- og félagsfræði. Því að þau fara að
gerast þyrkingsleg fræði þeirra Bjarna Sæm og Karls [Finnbogasonar - ath
ÁB.] í þeim efnum en þau eru víst enn í fullu gildi í skólum vorum.
En efling les- og fræðsluhringja og menning almennings ætti tímaritið
einkum að hafa að marki sínu og reyna að bæta þar úr að einhverju leyti þar
sem skólar og útvarp hafa vanrækt. Jafnvel þótt slíkt tímarit kæmi ekki út
nema um nokkurra ára skeið gæti það haft sína þýðingu. Vitanlega væri
afar mikið undir því komið að ná góðri samvinnu um starf. Höfum við þar
sérstaklega augastað á mörgum yngri menntamönnum vorum, sem vildu
gefa sig fram til styrktar þessara mála. Einnig þá líka sem eru í skóla eða eru
að ljúka skólanámi. Það er einmitt mikill ávinningur að fá þá í lið með sér
um slík efni auk þess sem það mundi beina huga þeirra að ákveðnari efnum
og þar með þroska rithæfni þeirra. Við nefnum hér aðeins örfá nöfn en það
verður að skoðast meir sem rabb en beinar uppástungur. Til dæmis Pálma
rektor og Jón Eyþórsson, Sig. Þórarinsson og Jón Magnússon, þeir sem
þýddu „Böðulinn“. Enn fremur til fræðslu- og skólamálastefnu Sigurð
Thorlacius, Eirík Magnússon kennara og Matthías Jónasson uppeldisfræð-