Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 78
G í s l i S i g u r ð s s o n
78 TMM 2006 · 4
breyttu tíma má varpa fram þeirri spurningu hvernig og hvort hægt sé
að bregðast við yfirvofandi röskun í sérhljóðakerfinu – miðað við ríkj-
andi kenningar um þróun þess.
Framburður á íslensku máli hefur breyst mikið frá landnámsöld til
vorra daga. Enda þótt við hreykjum okkur af því við Norðmenn að geta
nú ein lesið fornsögurnar hefur framburðurinn breyst það mikið að við
myndum eiga erfitt með að skilja upplestur Snorra Sturlusonar úr eigin
verkum. Og það sem meira er: Snorri myndi varla skilja mikið ef hann
og Ingólfur Arnarson gætu hist á hóteli í Aðalstrætinu. Þessara breyt-
inga gætir einkum í framburði sérhljóðanna og þær leynast því í ritmál-
inu.
Samkvæmt þeim kenningum sem allir íslenskunemar læra um þróun
íslenska sérhljóðakerfisins, og Hreinn Benediktsson er höfundur að,
hefur sérhljóðakerfið gengið í gegnum samfellda breytingu frá öndverðu
til vorra daga; breytingu þar sem framburður breytist og hljóð haldast
aðgreind samkvæmt ákveðnum reglum. Samkvæmt hugmyndum Hreins
um þessa tíu alda þróun íslenska sérhljóðakerfisins er nú svo komið að
þeir þættir í kerfinu sem halda i og e aðgreindum, og u og ö, standa hvað
veikustum fæti. Hafi sagan því nokkurt forspárgildi má vænta þess að
umrædd hljóð renni saman fyrr eða síðar. Þann samruna hafa menn
kallað flámæli og spornað mjög gegn honum. Samt er hann hin rökrétta
niðurstaða á þróun íslenska sérhljóðakerfisins í þúsund ár, eins og
Hreinn lýsir henni. Við megum því búast við að flámælið skjóti upp
kollinum aftur og þá verður spennandi að sjá hvernig móttökur það
fær.
„StjórnmálaMENNirnir hafa tekið verðbólguVANDann föstum tök-
um.“ Þessi tegund áherslu fer í taugarnar á mörgum enda eru reglur um
áherslu í íslensku frekar einfaldar: Aaðaláhersla fellur á fyrsta atkvæði,
en aukaáhersla er notuð aftar í orðum þegar þau eru samsett eða mjög
löng. Í dæminu í upphafi féll aðaláherslan á síðari samsetningarliðinn í
samsettu orðunum sem er mjög ankannalegt í mæltu máli og kemur
varla fyrir nema þegar fólk talar við óeðlilegar aðstæður, í opinberum
viðtölum eða hátíðarræðum, og er þá mjög mikið niðrifyrir um jafn
mikilsvert mál og verðbólguVANDann.
Áherslur í tungumálum skipta sköpum um skilning. Íslendingur sem
beitir frönskum reglum á íslensk orð myndi segja ebla-sa-fi og lau-gar-
da-gur, fyrir eplasafi og laugardagur, og má af þessum dæmum læra að
áherslan ræður úrslitum um hvort franska í munni Íslendings skilst
þegar á hólminn er komið í Frakklandi. Fleygt er dæmið úr Ríkisútvarp-
inu þegar þulur las um ístru-flanir á siglingaleið norður af Horni og