Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 80
G í s l i S i g u r ð s s o n
80 TMM 2006 · 4
þannig að í vissum skilningi er hið flókna beygingakerfi íslenskunnar
orðið að fornum menningararfi sem okkur finnst við þurfa að standa
vörð um eins og fornminjar. Við viljum ekki missa af því að geta sagt
köttur um kött frá ketti til kattar í stað þess að segja bara alltaf kat eins
og frændur okkar og frænkur annars staðar á Norðurlöndum. En ein-
földunartilhneigingin sækir á, þrátt fyrir öfluga mótspyrnu og almenn-
an áhuga okkar á að viðhalda beygingum í íslensku. Til huggunar getum
við því sæst á að eignarfallsflóttinn sé kannski ekki réttnefni heldur sé
hér um einfaldaða beygingu að ræða, þar sem einstæð eignarfallsmynd
tiltekinna orða hefur vikið fyrir algengari mynd úr öðrum aukaföllum.
Hikorð í mæltu máli eru mjög til lýta hjá fólki sem getur hæglega
skrifað fallegt og gott mál. Í stressi og hugsunarleysi venja mörg sig á að
hrúga upp merkingarlitlum orðum í tali sínu: „Það er hérna, sem sagt,
nefnilega ekki alltaf sko sem að, eh, fólk kemur sér beint að hérna hér
efninu í hvað heitir það nú aftur, útvarpsviðtölum.“ Þegar við hittum
vini og kunningja augliti til auglitis getur verið að þessi hikorð þvælist
ekki svo mjög fyrir okkur en þegar þau komast í útsendingu fjölmiðla
verður nánast óbærilegt að hlusta á fólk sem þannig talar. Jafnvel þótt
svo eigi að heita að viðtöl séu mælt af munni fram dylst engum að þegar
vel tekst til hafa viðmælendur jafnan undirbúið sig, ákveðið fyrirfram
hvað þeir hafa hugsað sér að segja og segja það síðan. Eitt mikilvægasta
atriðið í allri málvöndun er ekki að temja sér hástemmt orðfæri með fyr-
irmyndir í fornmálinu heldur að stefna að merkingar- og blæbrigðaríku
málfari, forðast uppskrúfaðar merkingarleysur og innihaldslitlar setn-
ingar en gæða mál sitt hugsun og hugmyndum sem skila sér til þeirra
sem talað er til. Gæti menn ekki að þessu er hætt við að framsetning á
málflutningi þeirra verði eitthvað á þessa leið, sem Baldur Hafstað mót-
aði í vísu:
Það er nú sko heyrðu ha
hérna þveist þú skilur
svona bara semsagt ja
svei mér kominn bylur.
Mörg þeirra sem hafa atvinnu af hagsmunabaráttu hafa komið sér upp
föstum orðaforða og yfirlýsingum sem eiga við á öllum tímum eftir því
hvort árar vel, illa eða sæmilega í þjóðarbúinu.
Hægt er að skilja vanda þess fólks sem þarf sífellt að vera með yfirlýs-
ingar um jafn loftkennd mál og efnahagsmál að það grípi alltaf til sömu
orðanna. Ekki verður þó vart við að fjölmiðlar bregðist mjög hart við
innihaldslausum yfirlýsingum af þessu tagi. Umræða um slíkt inni-