Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 95
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 4 95
þessa spaugara og snillings. Hún orðaði upphátt það sem margir fundarmenn
hafa hugsað með sér, hvernig Þórbergur hefði verið jaðraður sem höfundur,
falinn á bak við sérvitringstitilinn, kallaður „góður penni“ fremur en skáld
með frábæra stílgáfu. Sjálfur hjálpaði hann til við þessa jöðrun, endurtók í
ræðu og riti dóma annarra um sig. Hann sviðsetti sig hjá jaðarhópum, sagði
Þórunn Hrefna, en heimtaði að fá að tala samt!
Enn á eftir að nefna ekki ómerkan þátt Valdimars Örnólfssonar íþrótta-
kennara sem kenndi þingmönnum Müllersæfingar við mikinn fögnuð. Sagðist
Valdimar hafa farið að stunda þessar æfingar eftir að hann kynntist þeim og
þær svínvirkuðu á kroppinn, utan sem innan! Svo var farið í skoðunarferðir
um sveitina og sagðar örlagasögur af fyrri íbúum, Fjölnir vakti athygli á stór-
merkum fornleifafundi í Papbýli og benti á nýjar túlkanir á frumbyggjum
Íslands í ljósi þeirra munnmælasagna sem lengi hafa lifað fyrir austan, og ekki
má gleyma ungu mönnunum tveimur sem frumfluttu lög sín við vísur Þór-
bergs, meðal annars sósuvísurnar, á kvöldvökunni á föstudagskvöldið. Það var
mikil og góð skemmtun.
Fylgist með viðburðum á Þórbergssetri á http://www.thorbergur.is/.
Bókmenntirnar
Í haust komu út 4. og 5. bindi Íslenskrar bókmenntasögu sem byrjaði að koma
út 1992 (Mál og menning). Ritstjóri síðustu bindanna er Guðmundur Andri
Thorsson. Á þessum síðasta spretti er fjallað um tímabilið frá 1918 til 2000 sem
átti að komast fyrir í einu bindi en sprengdi það af sér. Samtals urðu þetta 1513
bls. en þó varð gagnrýnendum fyrst fyrir að nefna hvað vantaði. Einkum varð
þeim starsýnt á lítinn þátt þýðinga á þessari öld þýddra bókmennta. Aðstand-
endum verksins til varnar má þó segja að þýðingar og áhrif þeirra á bók-
menntasögu þjóða eru sérfræðiverkefni sem ekki er víst að sérfræðingar um
sjálfar þjóðarbókmenntirnar hafi vit á. Vonandi verður bætt úr þessu á kom-
andi árum. Fjallað verður um bókmenntasöguna alla, en einkum síðustu bind-
in, í 1. hefti TMM á næsta ári.
Bókmenntasöguleg er líka stór og mikil ævisaga Matthíasar Jochumssonar,
Upp á sigurhæðir eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur (JPV útgáfa) og vafamál
að hann fái aðra stærri eða betri. Einnig Íslandslag – Íslensk-kanadískar bók-
menntir frá 1870 til nútímans sem Garðar Baldvinsson ritstýrir (GB útgáfa).
Þar skrifar hann sjálfur ítarlegan bókmenntafræðilegan inngang og birtir svo
skáldskap, bundið mál og laust, eftir 19 höfunda auk kynningar á hverjum
fyrir sig. Margir þessir textar eru forvitnilegir og jafnvel spennandi; þeir elstu
birta okkur sýn inn í hugarheim og aðstæður íslenskra landnema í Vesturheimi
og eru sumir verulega áhrifamiklir. Má til dæmis nefna sögur Guðrúnar Helgu
Finnsdóttur, „Utangarðs“ og „Traustir máttarviðir“, og í sögunni „Fýkur í
sporin“ fjallar hún um fordómana sem fólk af íslenskum ættum gat mætt hjá
enskumælandi fólki – og fordóma Íslendinganna gagnvart öðrum þjóðarbrot-
um. Konurnar í sögum hennar eru sterkar og fylgnar sér þrátt fyrir bága stöðu