Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Side 24
E g g e r t Á s g e i r s s o n
24 TMM 2007 · 1
Veit eg áður hér áði
einkavinurinn minn,
aldrei ríður hann oftar
upp í fjallhagann sinn.
En útgáfa Fjölnis var verkurinn. Það var ekki gott að koma sér saman
við félagana í Höfn. Ekki fyrir þá heldur. Eins og allir vita nú eru
umræður og samráð forsenda framkvæmda, út- og innrása!
Kannski var hið umdeildasta í skrifum Fjölnis þegar þeir Jónas og
Konráð Gíslason, sem voru óvægnir í dómum og smámunasamir í rétt-
ritunarmálum, gengu milli bols og höfuðs á kveðskap Sigurðar Breið-
fjörð en tóku sjálfir illa dómum um Fjölni. Þeir ortu sig út úr bókmennta-
sögunni, segir ævisöguritari Jónasar, Páll Valsson. Eru það orð að sönnu.
Tómasi féll þetta ekki vel í geð. Samvinnan um útgáfu Fjölnis stóð í
fjögur ár og var Tómas lífið og sálin í starfinu. En því lauk með því að
Tómas gaf fjórða árganginn út einsamall árið 1839.1 Samstarfið fjaraði
þannig út. Hvernig mátti annað verða með samgöngum um úthaf, vor
og haust, og ekki rétt framkvæmdasama útgáfustjórn í Höfn, þar sem
voru fátækir menn með margt fleira að sýsla. Samt unnu Fjölnismenn
þrekvirki sem blés þjóðinni kjark í brjóst. Fjölnir og Fjölnismenn er enn
sæmdarheiti í hugskoti þjóðar þeirra.
Hörð orð fóru manna milli á þessum árum, en aldrei óvinátta. Ást og
virðing treystist, jafnvel af hálfu hins einstrengingslega Konráðs Gísla-
sonar.
Tómas sneri sér að öðru; ráðagerðum um útgáfu nýs rits á Íslandi og
undirbúningi ritunar sögu Íslands, sem honum entist ekki aldur til,
ásamt öðrum áhugamálum í heimahéraði og prestskap. Viðfangsefni
hans voru ófá þrátt fyrir embættisannir því hann gekkst upp í hverju
starfi. Hann sat á Breiðabólsstað og gerðist skeleggur kennimaður, for-
ystumaður í sókn og héraði.
Samskiptin við Jón Sigurðsson eru rannsóknarefni. Þó virðast þau
hafa verið lítil, nema eftir krókaleiðum. Kannski var ritgerð Tómasar
um þjóðjarðirnar, í Kjöbenhavnsposten (Khöfn 10. maí 1840), á vissan
hátt öfundarefni Jóns. Kannski líka áskorun. Hann tók sama mál síðar
fyrir og gerði að uppistöðu stjórnmálabaráttu sinnar.
Tómas hélt Þingvelli fram sem stað fyrir alþingi á grundvelli kenn-
inga um þjóðríkið og þjóðarandann sem uppi voru og sögurannsóknir
hin síðari ár hafa fjallað um í vaxandi mæli. Hann vildi fjarlægja end-
urreist alþingi áhrifavaldi danskra yfirvalda og kaupmannastéttar. Jón
var hins vegar hagsýnn, slunginn pólitíkus. Hann náði sér á strik í
stjórnmálum er alþingi var endurreist. Hann svaraði Tómasi af hörku-