Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Page 73
TMM 2007 · 1 73
Þetta er aldeilis ekki einfalt mál. Auðvitað varð að skipta í einhverja hluta
svo hægt væri að fá marga höfunda til verks. Auðvitað er það sjálfsögð nær-
gætni við lesendur. En bútarnir þeir arna gera manni líka gramt í geði stund-
um. Lakast er þetta:
1) Höfundar eru klofnir í parta langsum og þversum, ekki bara eftir því hvað
þeir hafa skrifað þennan eða hinn áratuginn heldur líka eftir bókmenntagrein-
um. Þetta síðastnefnda verður átakanlegt þegar í hlut eiga skáld eins og Stein-
unn Sigurðardóttir og Gyrðir Elíasson þar sem mörkin milli prósa og póesíu
eru svo óljós að erfitt er að fá tangarhald á. 2) Lesandinn fær tvístraða tilfinn-
ingu fyrir hvað var eiginlega að gerast á þessu eða hinu tímabilinu. Því nú
passar skipting skáldsagnaritunarinnar ekki við skiptingu leikritunarinnar,
ljóðlistarinnar né þjóðlega fróðleiksins.
Markhópur
Í formála fyrsta bindis ÍB segir:
Höfundar bókmenntasögunnar hafa kostað kapps um að færa sér sem best í nyt
rannsóknir og þekkingu fyrri og síðari tíma á viðfangsefnum og taka jafnframt tillit
til almennra fræðilegra viðhorfa í bókmenntafræði. Megináhersla er lögð á að lýsa
bókmenntunum og segja sögu þeirra með þeim hætti að skiljanlegt sé og örvandi
fyrir hvern sem áhuga hefur, án tillits til skólagöngu eða fræðilegrar þekkingar.
(I:5–6)
Þetta er skýrt, en þó verður því óljósara sem lengra líður hverjum þessi bók-
menntasaga er ætluð. Um fyrstu bindin blasir við að þau nýtast best háskóla-
stúdentum og fræðafólki. Samt er stundum skrifað þannig að hin heimsfræga
fróðleiksfúsa alþýða (sem líklega er komin í raunverulega eintölu núorðið)
getur haft gott gagn af. Það gildir einnig um ýmislegt í síðari bindum, t.d.
Viðar Hreinsson, Silju, Jón Yngva og Dagnýju, meira vafamál um greinar
Matthíasar og Árna, en allur slíkur samanburður er reyndar út í hött. Það
veltur eiginlega allt á því hvað vinur minn Ófróður Ófróðsson og systir hans
Ólesin Ófróðsdóttir hafa fengið í veganesti. Kannski eru þau að lesa um barna-
bækur og fá þá að vita að „Mói … minnir stundum á annan strákpjakk í
Smálöndunum í Svíþjóð“ (V:342). Þessi strákpjakkur, sem reyndar hét Emil í
Lönneberga á frummálinu, Kattholti á íslensku, er aldrei nefndur til bók-
menntasögunnar né heldur höfundur hans, Astrid Lindgren, í því bindinu,
þótt hún komi reyndar fyrir í næsta bindi á undan sem nafn, og má undarlegt
heita svo mikil áhrif sem sú skáldkona hafði á íslenskar bókmenntir að ekki
skuli meira um hana rætt. Og hafi nú þau systkinin ekki lesið um Kattholtsfólk
verður þessi samlíking aldeilis eins og Sfinxin hefði talað. – Eða kannski þau
séu að lesa um Þorstein frá Hamri og fái þá að vita að hann „hefur þessa sterku
þjóðlegu íslensku vitund sem er svo fjarri klassískum módernisma, að hún
skilar sér skýrt í ljóðum hans“ (V:124). Eitt er nú þessi þjóðlega vitund, annað
klassískur módernismi, og nú er ég hræddur um að fari um Gvend og meyna.
B ó k m e n n t i r