Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Síða 132
U m r æ ð u r
132 TMM 2007 · 1
þeirra mati ekki falla í kramið þar sem það lýsti henni sem of sjálfstæðri konu.
Og í kosningabaráttunni var hún stöðugt gagnrýnd fyrir útlitið, ekki síst hár-
greiðsluna. Í bókinni gerir hún grín að öllum hárgreiðslunum sínum á þessu
tímabili, en án efa hefur svo persónuleg gagnrýni verið henni erfið. Hún lét
undan þrýstingnum um tíma og hætti afskiptum af stjórnmálum og skrifaði
bækur fyrir börn. En það var ekki lengi. Stjórnmálin virðast henni í blóð borin.
Í dag er hún einn af öflugri öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna og
orðuð við forsetaframboð.
Þegar ég las þessa bók hugsaði ég með mér að þetta væru nú Bandaríkin.
Íbúar þess lands væru mun íhaldsamari en íbúar landanna hérna megin
Atlantshafsins. Í Evrópu væri unnið mun markvissar að því að tryggja jafna
stöðu kynjanna á öllum sviðum. En þá kom fram á sjónarsviðið Angela Merkel.
Hún var kanslaraefni þýskra hægrimanna í þingkosningunum þar í landi árið
2005 og gegnir í dag því embætti, fyrst kvenna. Í kosningabaráttunni kom
ítrekað fram sú gagnrýni að Angela Merkel væri ekki hæf til að gegna embætti
kanslara þar sem hún ætti engin börn og gæti því hvorki skilið þarfir kvenna
né fjölskyldna þar í landi. Þá var mikið rætt um reynsluleysi hennar á alþjóða-
vettvangi og skort á þekkingu á aðstæðum fólks í Vestur-Þýskalandi en hún
ólst upp og starfaði í Austur-Þýskalandi fram að sameiningu ríkjanna.
Ég spurði sjálfa mig hvort umfjöllunin hefði verið með öðrum hætti ef þetta
hefði verið karl frá fyrrum Austur-Þýskalandi, sá fyrsti þaðan með raunveru-
lega möguleika á að verða kanslari. Víst er að enginn velti vöngum yfir því
hvort kanslaraefni hins stóra stjórnmálaflokksins, Jafnaðarmannaflokksins,
ætti börn eða ekki eða hvort hann hefði nokkurn tíma sinnt þeim. Að þessu
leyti a.m.k. virtist enginn draga í efa hæfni Geralds Schröders. Það þarf þó ekki
að lesa margar ævisögur stjórnmálakarla til að sjá að barnaumönnun hafa þeir
almennt ekki sinnt. Að baki þeim hefur staðið góð kona og sinnt þeim verkum.
Sú staðreynd hefur mér vitanlega ekki háð körlum í stjórnmálum.
Áhugavert var einnig að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um Angelu Merkel
fyrstu mánuði hennar í embætti kanslara. Áherslan var á reynsluleysi hennar
bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Framtíðin var máluð svört þar sem
henni myndi hvorki takast að halda ríkisstjórn hægri manna og jafnaðar-
manna saman né gera sig gildandi á alþjóðavettvangi. Tveimur árum síðar
virðist ríkisstjórn Þýskalands lifa ágætu lífi. Angela Merkel er talin ein valda-
mesta kona heims og á hana er hlustað á alþjóðavettvangi.
Um þessar mundir fylgjumst við með forsetakosningunum í Frakklandi en
þar takast á Segoléne Royal, frambjóðandi franskra sósíalista og Nicolas Sar-
kozy frambjóðandi hægri manna. Af hálfu sósíalista voru ýmsir nefndir sem
kandídatar, m.a. sambýlismaður Royal og faðir barna hennar, Francois Hol-
lande, formaður flokksins. Einnig voru nefndir Laurent Fabius, fyrrum for-
sætisráðherra, og Dominique Strauss-Kahn, fyrrum fjármálaráðherra. Þeir
tveir síðarnefndu buðu sig fram á flokksþinginu en töpuðu fyrir Segoléne
Royal. Allt frá því að nafnið hennar fór að heyrast hefur hún mátt þola athuga-
semdir sem ólíklegt er að karl í hennar stöðu hefði fengið. Sem dæmi má nefna