Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Page 134
U m r æ ð u r
134 TMM 2007 · 1
Er svar kvenna í stjórnmálum aldrei „rétta“ svarið? Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir var sem frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar spurð hvað hún
myndi gera ef hún næði ekki kjöri. Hún svaraði eitthvað á þá leið að hún hefði
alla tíð séð líf utan stjórnmálanna. Henni var borinn á brýn hroki og því að
hóta flokksmönnum sínum brotthvarfi ef hún næði ekki kjöri. Um svipað leyti
stóð einnig yfir kosning formanns danskra jafnaðarmanna. Valið þar stóð
einnig milli konu og karls. Kvenframbjóðandinn Helle Thorning Schmidt fékk
svipaða spurningu og stallsystir hennar á Íslandi en hennar svar var þveröfugt.
Hún sagðist hafa unnið lengi fyrir danska jafnaðarmannaflokkinn og myndi
að sjálfsögðu halda því áfram. Hún var gagnrýnd fyrir metnaðarleysi. Mark-
mið hennar virtist vera að hanga í stjórnmálum.
Er brugðist mismunandi við orðum kvenna í stjórnmálum en karla? Eða er
jafnvel síður brugðist við orðum kvenna í stjórnmálum? Það er staðreynd að
mun sjaldnar er talað við stjórnmálakonur en karla í fjölmiðlum. Er jafnvel
mismunandi hvernig fjölmiðlar fjalla um stjórnmálakonur og stjórnmála-
karla?
Það eitt að umræðan um bága stöðu kvenna í stjórnmálum kemst á dagskrá
á fjögurra ára fresti á Íslandi er vissulega árangur út af fyrir sig. Ætli það sé
nema fyrir kosningarnar 2003 og 1999 sem hún hefur verið svo almenn sem
hún er í dag? Í leiðara Morgunblaðsins þann 13. nóvember sl. er athygli vakin
á því hve rýr hlutur kvenna sé að afloknum prófkjörunum sem þá höfðu farið
fram. Tekið er fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hlutur kvenna í próf-
kjörum sé slakur en þegar það gerist aftur og aftur verði áleitin sú spurning
hvað valdi. Leiðarahöfundur spyr í þessu sambandi tveggja spurninga. Sú fyrri
er hvort konur kjósi ekki konur. Þessi spurning hefur oft heyrst áður, einnig
sem fullyrðing. Það sé vegna þess að konur kjósi ekki konur sem konum gangi
svo illa í stjórnmálum. Ábyrgðin sé kvenna. Mér vitanlega hefur engin rann-
sókn farið fram á því hvort satt sé. Mér finnst allt eins líklegt að ástæðuna megi
rekja til þess að karlar kjósi ekki konur. Konur kjósi jöfnuð á listum en karlar
kjósi karla og síðan eina konu í sæmilega öruggt sæti.
Þessari skoðun minni til stuðnings vil ég benda annars vegar á kynjaskipt-
ingu þingflokka og hins vegar á skiptingu fylgis flokka eftir kynjum. Ef ein-
ungis er litið til tveggja stærstu flokkanna þá eru konur 8 af 18 þingmönnum
Samfylkingarinnar. Þar hefur því jöfnuður náðst. Hjá Sjálfstæðisflokki eru þær
í dag 7 af 23 eða rétt rúm 30%, en voru í upphafi þessa þings aðeins 4 af 22 eða
innan við 20%. Samkvæmt skýrslu Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, sem unnin er úr íslenskum kosningarannsókn-
um um kjósendur og stjórnmálaflokka 1983–2003, kjósa um 28% kvenna
Sjálfstæðisflokkinn en 35% karla. Hjá Samfylkingunni er þessu öfugt farið.
Um 38% kvenna kjósa Samfylkinguna en um 25% karla. Við stöndum því
frammi fyrir eftirfarandi:
a) hægt hefur gengið hjá Sjálfstæðisflokknum að ná fram jöfnuði kynja
innan síns þingflokks,
b) karlar styðja Sjálfstæðisflokkinn í ríkara mæli en konur,