Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 98
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
98 TMM 2008 · 1
glæsilegur vefur. Þar mynda 816 náttúrumyndir saman vangamynd skáldsins,
og þegar smellt er á stakar myndir kemur í ljós bæði myndin sjálf, stærri, og
náttúruljóð eftir íslenskt skáld sem tengist myndefninu. Sé til dæmis smellt á
auga skáldsins opnast mynd af Hornströndum og ljóð Jakobínu Sigurðardótt-
ur, Hugsað til Hornstranda, birtist til hægri.
Á Degi bókarinnar, 23. apríl, stóð Rithöfundasamband Íslands fyrir
skemmtilegri uppákomu í Iðnó undir stjórn formannsins, Péturs Gunnarsson-
ar, þar sem nokkur skáld og rithöfundar völdu eftirlætisljóð sitt eftir Jónas,
lásu það og ræddu um það. 8. og 9. júní var haldið viðamikið málþing um Jónas
og verk hans í Háskóla Íslands og á Þingvöllum á vegum HÍ, KHÍ og Náttúru-
fræðistofnunar Íslands. Þar voru haldin fjölmörg erindi um ýmsar hliðar á
skáldi, fræðimanni og manneskju, bæði fyrir þingheim allan í hátíðasal HÍ og
í málstofum. 15. nóvember var opnuð sýningin Ferðalok í Þjóðmenningarhús-
inu, en hún var áður bæði í Amtsbókasafninu á Akureyri og á Norðurbryggju
í Kaupmannahöfn.
Á sjálfan afmælisdaginn efndu Háskóli Íslands, Rithöfundasamband Íslands
og afmælisnefnd Jónasar Hallgrímssonar til blysfarar frá aðalbyggingu Há-
skólans að styttu skáldsins í Hljómskálagarði. Hún var afhjúpuð á aldarafmæl-
inu 16. nóvember 1907. Við styttuna hélt Pétur Gunnarsson ávarp í minningu
skáldsins.
Í Þjóðleikhúsinu stjórnaði Sveinn Einarsson glæsilegri dagskrá, „Þar sem
háir hólar“, á stóra sviðinu að kvöldi afmælisdagsins. Þar afhenti Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Verðlaun á Degi íslenskrar tungu,
svo sem venja er á þessum degi, og hlaut þau herra Sigurbjörn Einarsson biskup
sem þakkaði fyrir sig með hressilegri ræðu. Síðan minntist Matthías Johann-
essen skáldsins og þar á eftir var ævi Jónasar rakin stuttlega en áhersla lögð á
verk hans, lesin, leikin og sungin. Fjölmargir leikarar hússins tóku þátt í dag-
skránni og söngvararnir Bergþór Pálsson og Gunnar Guðbjörnsson ásamt
Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Sérstakt yndi var að horfa og hlusta á tugi
ungmenna í Drengjakór Reykjavíkur, Kór Kársnesskóla og Kór Menntaskólans
við Hamrahlíð syngja lög Árna Thorsteinssonar, Atla Heimis, Inga T. Lárus-
sonar, Jóns Nordal og Páls Ísólfssonar við kvæði Jónasar. Dagskránni var sjón-
varpað beint á RÚV og mæltist afar vel fyrir
Á afmælisdaginn var líka opnuð minningarstofa um Jónas á fæðingarbæ
hans, Hrauni í Öxnadal. Þar verður til frambúðar sýning þar sem brugðið
verður upp svipmyndum úr ævi Jónasar, lýst ljóðmáli og myndlíkingum í
kvæðum hans og gerð grein fyrir nýyrðasmíð hans, bæði í ljóðum og fræðirit-
um. Menningarfélagið Hraun í Öxnadal á jörðina og rekur minningarstofuna;
Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari er formaður stjórnar þess.
Um jólin frumsýndi RÚV leikna heimildarmynd um Jónas eftir Valdimar
Leifsson, Hver var Jónas? Handritið vann Þorsteinn Marelsson rithöfundur
með Valdimar en lést því miður áður en myndin var frumsýnd. Steinn Ármann
Magnússon lék skáldið og passaði ágætlega í hlutverkið. Fífilbrekkuhópurinn
söng ný lög Atla Heimis Sveinssonar við kvæði Jónasar inn á geisladiskinn