Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Side 49
TMM 2008 · 4 49
Kolbeinn Soffíuson
Ljóð sem neysluvara
Um Bónusljóð eftir Andra Snæ Magnason
Bónusljóð eftir Andra Snæ Magnason komu fyrst út árið 1996. Árið
2003 gaf Andri Snær síðan út aukna og endurbætta útgáfu, Bónusljóð
33% meira, og er vísað til þeirrar útgáfu í þessari grein. Hugmyndin að
baki Bónusljóða er mjög sniðug, um er að ræða ljóðabálk sem lýsir á
yfirborðinu innkaupaferð í Bónusverslun og þannig fjalla ljóðin um
samtímann og lýsa reynslu sem allir þekkja. Yrkisefnið vekur strax
athygli og einnig það að kápa ljóðabókarinnar er skærgul með bleiku
svíni, alþekktu lógói íslensku Bónusverslananna. Þá var ljóðabókin
gefin út af Bónus og höfð til sölu í verslunum þeirra.
En Bónusljóðin eru ekki bara ljóð um íslenskan nútíma heldur vísa
ljóðin í heild til Hins guðdómlega gleðileiks eftir ítalska skáldið Dante
Alighieri sem var uppi á þrettándu öld. Gleðileikurinn er í þremur hlut-
um, „Inferno“, „Purgatorio“ og „Paradiso“, og þar lýsir Dante ímyndaðri
ferð sinni gegnum Helvíti, Hreinsunareldinn og til Paradísar. Andri
Snær skiptir Bónusljóðum einnig í þrjá hluta sem heita „Aldingarð-
urinn“, „Niflheimur niður“ og „Hreinsunareldurinn“, og á skemmtileg-
an hátt lýsir hann hvernig ferð í gegnum Bónus getur samsvarað ferð í
gegnum aldingarð, hreinsunareld og helvíti/niflheima. Ferðin í gegnum
Bónus byrjar þó í aldingarðinum ólíkt ferð Dantes sem byrjar í Hel-
víti.1
Bónusljóðin vísa sem sagt til tveggja heima. Í fyrsta lagi í bókmennta-
hefðina, þ.e. til Hins guðdómlega gleðileiks og reyndar fleiri þekktra
verka eins og sýnt verður fram á hér á eftir. Í öðru lagi vísa ljóðin til
íslenska neyslusamfélagsins. Í grein á Bókmenntavef Borgarbókasafns-
ins bendir Úlfhildur Dagsdóttir á að Andri Snær noti markvisst vísanir
í flestum sínum bókum: „Umræðan um bókmenntir birtist ekki aðeins
í umfjöllunarefni Andra Snæs heldur einnig í markvissri notkun tilvitn-
ana og vísana í bókmenntir, ævintýri og goðsögur sem byggja texta
hans“.2 Úlfhildur segir að barnabókin Sagan af bláa hnettinum eftir