Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Síða 82
G u n n þ ó r u n n G u ð m u n d s d ó t t i r
82 TMM 2008 · 4
burðurinn getur þá orðið hið mesta hnoð og klastur. Þessi tvö verk er
hins vegar gefandi að skoða í ljósi hvors annars, því hér er svo margt
sameiginlegt; íslensk ljóðskáld sem fara út í heim að mennta sig og reyna
að höndla skáldskapinn og sjálf sig um leið, en útkoman er þó ákaflega
ólík. Verkin bjóða upp á að lesandinn spyrji spurninga á borð við:
Hvernig nálgast höfundarnir sjálfa sig unga? Hvers konar sjálfsmynd er
byggð upp í textanum og hvaða tímabil er mikilvægast í verkunum?
Hvers vegna velur Sigurður Parísarárin? Hvernig sjálfsmynd mótast í
verki sem skipt er upp í marga söguþætti, frekar en atburðarás í tíma-
röð? Hvar staðsetja Ingibjörg og Sigurður sig í þeim pólitísku og hug-
myndafræðilegu hræringum sem marka samtíma þeirra og umhverfi?
Kaflarnir í verki Sigurðar eru fjölmargir og stuttir, sumir ekki nema
nokkrar síður að lengd, og nokkuð sjálfstæðir, þeir hefjast gjarnan á
minningarbroti eða mynd úr fortíð sem síðan er spunnið út frá og enda
oftar en ekki á hugleiðingum höfundarins um merkingu þessara atburða
í núinu. Línuleg frásögn liggur því ekki forminu til grundvallar – heldur
kannski einmitt tengingin við samtímann, við núið. Sigurður er augljós-
lega að máta sig við allt mögulegt sem ungur maður í útlöndum. Hann
mátar sig við borgina, við fræga liðið í borginni, við aðra Íslendinga og
með þessu fæst tilfinning fyrir leitandi, ómótuðu sjálfi sem er hálf við-
þolslaust af óþreyju eftir að verða að því sem því finnst það eigi að verða.
Og augljós skil eru milli þess sem skrifar og unga mannsins sem skrifað
er um og þau skil verða beinlínis að einu þema verksins. Sigurður segir
í viðtali að hann hafi stuðst að einhverju leyti við minnisbækur frá þess-
um árum, en „aðallega var minnið sett í bílstjórasætið. Minnið með
öllum sínum magðalenukökum. Minnið skapaði og endurskapaði atvik-
in, augnablikin og andrúmsloftið sem liggja til grundvallar sérhverjum
kafla í bókinni. Hver kafli er tiltölulega sjálfstæður en heildin er hugsuð
sem vefnaður, sbr. „textus“, texti. Þess vegna ganga sumir þræðir í gegn-
um marga kafla, missýnilegir“.1
Ingibjörg fjallar um marga ákaflega persónulega atburði um leið og
hún gefur einhvers konar aldarfarsmynd af umhverfi sínu og tíma. Hins
vegar er konan á tíma skrifanna frekar í aftursætinu og ekki áberandi í
textanum. Ingibjörg fer þá leið í sinni bók að styðjast töluvert við bréf
sem hún skrifaði heim – hún birtir hluta úr mörgum þeirra svo lesand-
inn fær beinan aðgang að rödd Ingibjargar þá. Og hún nefnir í viðtali að
bréfin séu ekki einungis ein af uppistöðunum í textanum, heldur bein-
línis kveikjan að verkinu.2 En í upphafskafla verksins er önnur upp-
runasaga, ef svo má segja, þótt þar sé ekki lýst tilfinningaþrunginni
magðalenustund í anda Prousts – heldur birtist henni kerling ein voða-