SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 10

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 10
jurtaríkinu. Má þar nefna avocado, ananas, tómata, kiwi, kastaníuhnetur, banana, melónur og fleiri ávexti. Af þeirri ástæöu er ekki sjaldgæft að fólk meö latexofnæmi finni einnig fyrir ofnæmiseinkennum við neyslu þessara fæðutegunda, en að jafnaði eru þau einkenni vægari en af latex. En ekki koma sömu latexsameindirnar fyrir í öllum þessum fæðutegundum og auk þess er það sjaldgæft að sami einstaklingurinn myndi ofnæmi fyrir öllum latexsameindunum sem þekktar eru að því að valda ofnæmi. Þess vegna fær einn einstaklingur einkenni af að borða banana og kiwi og annar af að borða avocado o. s. frv. Bráðaofnæmi fyrir latex er mun alvarlegri sjúkdómur en snertiofnæmið sem minnst var á í sambandi viö gúmmíhanska, og þaö getur raunar verið lífshættulegt. A þeim 20 árum sem liðin eru síðan latexofnæminu var lýst öðru sinni virðist tíðni þess hafa aukist með ótrúlegum hraða. Fyrir því kunna að vera nokkrar orsakir. Notkun gúmmís hefur farið ört vaxandi, sérstaklega meðai heilbrigðis- stétta. Þær eru hvattar til að nota gúmmí- hanska af ótta við lifrarbólgur og eyðni. Sem dæmi um það má nefna, að í Bandaríkjunum voru notaðir 1,4 billjón hanskar 1986 en 8 billjón hanskar árið 1993. Af sömu ástæðu er lögð aukin áhersla á notkun smokksins við kynmök. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir gúmmíi er hugsanlegt að breyting hafi orðið á framleiðsluferli þess. Það gæti þýtt að meira sé af ofnæmissameindum í framleiðsluvörum úr gúmmíi en áður. Meðal efnameiri þjóða hefur orðið gífurleg aukning á tíðni bráðaofnæmis á síðustu áratugum sem enn þá þarfnast skýringar. Aukin þekking og betri rannsóknaraðferðir hafa leitt til auðveldari greiningar á latexofnæminu. Allt leggst þetta á sömu sveifina að magna þann vanda sem latexofnæmið er. Akveðnum hópum í samfélaginu hættir fremur til að fá latexofnæmi en öðrum. Einkum eru þrír hópar undir smásjánni. I fyrsta hópnum eru sjúklingar, sem á ungum aldri þurfa oft að gangast undir aðgerðir eða vera með umbúðir sem að einhverju eða mestu leyti innihalda latex. Þetta eru sérstak- lega börn sem eru fædd með klofin hrygg (spina bifida) eöa galla á þvagfærum. Latexofnæmi hefur fundist hjá 28-67% þessara barna samkvæmt nokkrum mismun- andi rannsóknum. í öðrum hópnum eru heilbrigðisstarfsmenn. 1 þeim hópi er starfsfólk á skurðstofum í mestri hættu. Orsakir þess eru öðru fremur mikil notkun latexhanska. Margir fá exem af hönskunum. Það, og mikill handþvottur, minnkar mótstöðu húðarinnar svo að ofnæmisvakar eiga auðveldari leið inn í ónæmiskerfið. I sumum rannsóknum hafa allt að 10% þessara starfsmanna haft latexofnæmi. í þriðja hópnum eru þeir sem vinna viö framleiðslu á vörum úr latex. Hér á landi mætti nefna starfsfólk á dekkjaverkstæðum. Líkurnar á aö fá latexofnæmi eru mestar ef fólk hefur bráðaofnæmi af öðrum toga og er í einhverjum þeirra áhættuhópa sem nefndir hafa verið. Þeim er sérstaklega hætt sem eru með barnaexem. Einkenni latexofnæmis eru háð því hversu sterkt ofnæmið er og frá hvaða líffæri einkennin eru. Algengust eru einkenni frá húð. Það er kláði, roði og bjúgur, sem koma við beina snertingu við hanska, plástra, gúmmiblöðrur, smokka o.s. frv. Hnerrar, nefrennsli, nefstíflur, eða kláði, roði og bjúgur í augum eru einnig algeng einkenni. Sjaldgæfari en þeim mun alvarlegri eru einkenni frá munni, endaþarmi, leggöngum, sem og astmi, ofsakláði, ofsabjúgur, uppköst, niðurgangur og ofnæmislost. Gúmmíhanskar eru húðaöir innan með kornsterkju til að auðveldara sé að komast í þá. Kornsterkjan dregur í sig ofnæmis- sameindir úr iatex. Oft orsakast einkenni frá nefi, augum og lungum af latexögnum, sem berast með kornsterkju úr hönskunum og dreifast út í loftið þegar farið er í þá. Ofnæmisviðbrögð af latex teljast með alvarlegustu ofnæmisviöbrögðum. Hvað það varðar er það í flokki meö vissu lyijaofnæmi, skordýraofnæmi og sumu fæðuofnæmi. Það hefur sérstöðu vegna mikillar notkunar á gúmmíi í tæknivæddri heilbrigðisþjónustunni. Þegar slys ber aö höndum getur ofnæmislost af duldu latexofnæmi bæst ofan á aðrar hættur sem sjúklingnum eru búnar. Líkurnar á hættulegum ofnæmisviðbrögðum eru mestar við aðgerðir þegar latex snertir slímhúðir i kviðarholi, brjóstholi, munni, kynfærum, endaþarmi og þvagfærum. Latexofnæmi á íslandi Af þeim sem greinst hafa með latexofnæmi á Islandi eru 80% konur. Um 70% þessara

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.