SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 12

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 12
S ÍBS hiaðið Kristín Magnúsdóttir skrifstofustjóri: E Kristín Magnúsdó Reyrisla mín af fæðuofnæmi Tvíburarnir mínir voru aðeins íjögra mánaða þegar þeir greindust með fæðuofnæmi, eggjaofnæmi. Ekki fengust neinar upplýsingar aðrar en að 18 mánaða sprautan innihéldi eggjahvítu, og nauðsynlegt væri að prófa þá að nýju áður en að því kæmi, ekki mætti gefa þeim fisk, egg, hnetur og baunir. Sjáumst að ári voru lokaorð læknisins. Heppni að þeir voru svo ungir því þá gafst mér tími til að „hugsa málið.“ Eg ákvað strax að líta á þetta sem verkefni til að leysa en ekki vandamál. Ég sá að engin matreiðslubók er til og ekki var neinn bæklingur sjáanlegur og varð ég því að leggja mikla vinnu í að finna uppskriftir og fleira án þessara efna. Ég las allar matreiðslubækur sem ég komst í svo og matreiðslublöð, innlent efni sem erlent og skráði hjá mér upplýsingar. Þetta tók auðvitað langan tíma. En útkoman varð góð. Ég prófaði allt sem mér datt í hug og verð að viðurkenna að fólkið í kringum mig rak oft ttir upp stór augu. Þeim fannst þetta ósköp vitlaust. En gott á bragðiö í lokin. Það hafa margir sagt að það sé ákveðin kúnst að lesa innihaldslýsingar og ég er þvi sammála. Egg eru ekki bara egg á umbúðunum og því nauðsynlegt að kynna sé þetta vel. Framleiðendur líta gjarnan á innihaldslýsingar sem hernarðarleyndarmál og skýla sé gjarnan bak við 25% regluna. Sum fýrirtæki hafa innihaldslýsingar með svo smáu letri að vart er hægt að lesa þær nema með stækkurnargleri. En sem betur fer þá fer þeim Qölgandi sem sjá að nauðsynlegt er að gefa almenningi sem besta lýsingu á innihaldi vörunnar. Þá er einnig misjafnt hversu almennilegir framleiðendur eru við að svara fýrirspurnum um innihald. Ég hringdi í Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna á Akureyri, talaði þar við framleiðslustjóra á báðum stöðunum. Hjá Frón fengust góðar upplýsingar og ábendingar en Kexsmiðjan á Akureyri hafði engan áhuga á að veita mér upplýsingar. Og vissulega hefur það áhrif á innkaup mín. Það er einmitt þetta sem framleiðendur verða að átta sig á. Við neytendur viljum og þurfum að fá upplýsingar um innihald vegna heilsufars okkar. Þegar röðin kom að þvi að finna dagmömmu var vissulega kvíöi í mér. En ég ákvað að búa til lista sem var tvískiptur. Öðrum megin á blaðinu var „Það sem er bannað" og hinum megin „þetta í staðinn." Mér fannst semsé ómögulegt að segja allt þetta er bannað og koma ekki með neinar ábendingar. Þetta reyndist dagmömmunni vel og í það eina ár sem þeir voru þar urðu aldrei nein vandamál. Þegar röðin kom að leikskólanum gerði ég það sama, einnig safnaði ég saman uppskriftum og punktum og þar hafa aldrei orðið nein vandræði. Þetta er því lykilmálið. Hvað má og hvað má ekki. Það auðveldar samskiptin og kemur í veg fyrir slys. Þá er einnig gott að hafa einhverja eina manneskju sem ber ábyrgð á því að barnið á leikskól- anum borði ekki það sem er bannað. Og ef það gerðist fyrir slysni þá láta vita af því strax. Erfiðast er að fá fólkið í kringum okkur til að skilja að drengirnir mega ekki fá allt. Einn nákominn ættingi sagði: Er það nú uppeldi! Hvers konar ónáttúra er þetta!. Eftir að ég hélt smá skammarræðu en hann hafði einmitt gefið stákunum marenskökur. Þetta er auðvitað fáfræði. Fæðuofnæmi er ekki eitthvað sem maður pantar og fær sent heim með bíl. Ef við mættum ráða væri fæðuofnæmi ekki til. Fólk tekur allt sem sjálfsagðan hlut, t.d fyrir jólin er verið að kynna vörur á öllum hornum i verslunum. Ég varð fyrir því að kona ein sem var að kynna smákökur (með eggjum) tróð uppí annan tvíburann meðan ég snéri mér við. Ég spurði hana af hverju hún hefði gert þetta. Henni fannst ég stórskrýtin að leyfa ekki barninu að fá að smakka og varð mjög fúl. En þegar ég útskýrði málið fýrir henni baðst hún afsökunar og sagöist skyldi vara sig á þessu næst. Ég er viss um að þetta gerir hún aldrei aftur. Það þyrfti auðvitað að kynna almenningi fæðuofnæmi og að það er ekki sjálfsagður hlutur að geta borðað hvað sem er. Þá væri það mjög gott ef Astma- og ofnæmisfélagið stofnaði stuðningshóp þar sem fólk gæti skipst á skoðunum og aðstoðað þá sem eru byrjendur i faginu. Einnig mætti gefa fólki bæklinga með uppskriftum og góðum ábendingum. Núna, þremur árum seinna hefur ofnæmiö gengið til baka. Nú mega þeir fá fisk, hnetur 12

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.