SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 18

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 18
SÍBS hlaöiö E « C O Astmi og ofnæmi Neðanskráð er tekið af astma- og ofnæmisvef Glaxo Wellcome með góðfúslegu leyfi þeirra Astmi, ofnæmi og vinnustaðir Það eru einkura þrír þættir sem valda astma- veikum vandræðum á vinnustöðum þeirra. Slæm loftræsting eða loftmengun, efni sem unnið er með og reykingar annarra starfsmanna. Miklu skiptir að reyna að tryggja hreint loft og skilning vinnufélaga á viðkvæmni þess astmaveika fyrir allri loftmengun. Reykingar eru ein algengasta tegund loftmengunar á vinnustöðum en með nýlegum reglum um reykingar á almannafæri og leiðbeiningum um hvernig reykingum skuli háttað á vinnustöðum ætti að vera auðvelt fyrir astmaveika að ná rétti sínum um hreint og ómengað andrúmsloft á vinnustað. Mestu máli skiptir að sýna hreinskilni hvað sjúkdóm þinn varðar. Ekki leyna sjúkdómsástandi fýrir vinnufélögum eða vinnuveitanda og ekki fara í felur með það ef þú þarft að nota astmalyf á vinnutíma. Gerðu samstarfsfólki grein fyrir hvað í umhverfinu hefur áhrif á líðan þína og kenndu því hvernig bregðast skuli við einkennum. Ef þú ert hreinskilinn og ræðir opinskátt um ofnæmið eða astmann, sem þig hrjáir munt þú mæta betri skilningi og kannski munt þú komast að því að það er líka ýmislegt sem hrjáir aöra á vinnustaðnum. Astmi, ofnæmi og fríiö Fólk með ofnæmi og astma getur átt eins góð frí og allir aðrir, bæði hér á landi og erlendis. En það getur kallað á betri undirbúning séu þessir sjúkdómar til staðar. Sýna verður örlítið hyggjuvit viö val á ákvörðunarstað. Þú veist best hvað þú þolir og hvað er ekki heppilegt. Astmaveikt fólk með gróðurofnæmi ætti að forðast að vera á ferðinni á stöðum þegar ofnæmisvaldar eru í hámarki í andrúms- loftinu, fólk með ofnæmi fyrir dýrum ætti að tryggja að gæludýr séu ekki leyfð á hótelum sem valin eru o.s.frv. Fæðuofnæmi getur hugsanlega ráðið einhverju um val á stað sem ferðast er til. Nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga: • Mundu að hafa ávallt nægar birgðir lyfja með þér í friið. Stundum getur verið ráölegt að ráðfæra sig við lækni um hvort breyta þurfi lyfjameðferðinni eitthvað áður en haldið er af stað. • Hafðu með þér lista yfir lyfín þín á tungu- máli viðkomandi lands eða á ensku. Læknar og lyfjafræðingar í útlöndum ættu að geta hjálpað þér ef þeir vita nákvæm- lega hvaða lyf þú þarft. • Astmasjúklingar, sem þurfa að nota innúðavélar, ættu að gæta þess að þær séu gerðar fyrir þann rafstraum sem notaður er í því landi sem ferðast er til. • Þegar komið er á áfangastað er gott að gera sér strax grein fyrir hvar hægt sé að ná í lækni. Skrifaðu hjá þér nafn læknis og simanúmer og láttu fararstjóra og/eða ferðafélaga vita um sjúkdómsástand þitt, ef um hópferð er að ræða. • Kynntu þér neyðarnúmer viðkomandi lands ef þess kynni að verða þörf. Hvað er fæðuofnæmi og fæðuóþol? Þegar fólki verður illt af mat er það í fæstum tilfellum vegna fæðuofnæmis eða fæðuóþols. Það koma alltaf timabil þegar meltingarfærin eru viðkvæmari en ella fýrir efnainnihaldi fæðunnar. Viðbrögð líkamans verða þá oft þemba, ógleði eða niðurgangur, en sjaldnast er þetta vegna ofnæmisviðbragða. Hvað er fæðuofnæmi? Það kallast fæðuofnæmi þegar líkaminn hefur myndað mótefni gegn ákveðnum efnasam- böndum í fæðunni, s.s. gegn mjólkurprót- einum. Einkenni fæðuofnæmis geta komið í ljós allt frá nokkrum mínútum og allt að 2-3 klukkustundum eftir að fæðunnar er neytt. Greining fæðuofnæmis byggist fýrst og fremst á sögu um ofnæmisviðbrögð. Til eru próf til að kanna hvort um fæðuofnæmi er að ræða en þau eru flest óáreiðanleg. Meö blóðprófum eða svokölluðum “prick-test”- prófum er yfirleitt hægt að finna þau mótefni sem líkaminn hefur myndað og þannig finna þær fæðutegundir sem einstaklingurinn gæti haft ofnæmi fýrir. Til að vera fullviss um að fæðuofnæmi sé orsökin þarf þó oftast að gera tilraunir með mataræði eða prófa viðkomandi fæðutegund á sjúklingnum. Hvað er fæðuóþol? Fæðuóþol er samheiti yfir ofnæmislík einkenni sem ekki finnst orsök fýrir en talin eru tengjast fæðunni. Fólk með óþol hefur einkenni fæðuofnæmis en blóðpróf og önnur 18

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.