SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 20

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 20
Sj-BJS±d a ð i ð Sigurbjörg Sverrisdóttir verkfræöingur: Súrefnisnotkun og súrefnisbúnaður Þeim fjölgar sífellt sem eiga viö öndunarerfiöleika að etja og þurfa að nota súrefni. Hér fer á eftir nytsam- legur fróðleikur og leiðbeiningar um súrefnismeðferð og viðeigandi tœkja- búnað Öndunarerfiðleikar Flest okkar líta á það sem sjálfsagðan hlut aö geta dregið að sér andann án umhugsunar. Það er okkur eðlilegt og byggir á ósjálfráðum viöbrögðum. En fyrir þá sem eiga við öndunarerflðleika að stríða getur sérhver andardráttur verið átak í sjálfu sér. Þetta getur meöal annars átt við sjúklinga með króníska lungnasjúkdóma eins og astma og bronkítis en einnig þá sem hafa fengið hjartaáfall eða lent í slysum, íyrirbura og þá sem eru með lungnakrabbamein eða AIDS. Gildi súrefnis Það var ekki fyrr en seint á átjándu öld að menn gerðu sér grein fyrir því að súrefni, sem er um 21 % af andrúmsloftinu, þessu sem við öndum að okkur, væri sérstök lofttegund. Þrátt fyrir að mönnum hafi fljótlega veriö ljóst mikilvægi þessarar lofttegundar, til viðhalds lífs á jörðu, þá liðu um 150 ár þar til farið var að nota súrefni svo nokkurt gagn væri aö til lækninga. Fram að því var notkun súrefnis slitrótt og umdeild, einkenndist oft af fúski, var oft á tíðum hreint brosleg og aðeins af og til reyndist hún koma að nokkru gagni. Það var ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar að notkun súrefnis í lækningaskyni komst á einhvern skynsaman og vísindalegan grund- völl. Þannig hefur súrefni verið notað við meðhöndlun lungnasjúkdóma á sjúkrahúsum allt frá þvi um 1920. A þeim árum sem nú eru liðin hefur verið sýnt fram á að notkun súrefnis hefur veruleg áhrif á lengingu lífdaga og aukinna lífsgæða. Langtíma súrefnis- meöferð er nú almennt viðurkennd aðferö við meðhöndlun lungnasjúkdóma. Fyrir marga sem þjást af lungnasjúkdómum er súrefnismeðferð í heimahúsum lykill að betra lífi. Súrefnismeðferð Súrefnismeðferð hefst alla jafna á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu lækna og þar eru gefin nákvæm fyrirmæli um meðferðina þ.e. skammta eða flæði í lítrum á 20 mínútu. Aðrir þættir sem hafa ber í huga við ákvörðun um súrefnisgjöf eru hvenær og hve lengi skal nota súrefni og hvernig fylgjast skuli með því að notandinn noti súrefnisbúnaðinn rétt. Því er haldið fram að súrefnisgjöf verði að eiga sér stað samfellt í 16-19 klst. á hverjum sólarhring. Því lengri samfelld súrefnisgjöf á hverjum sólarhring þeim mun betri árangur. Fyrirmæli um súrefnisgjöf verður einnig aö tilgreina súrefnisflæði í hvíld, hreyfingu og svefni. Hæfileg súrefnisgjöf er metin með því að mæla súrefni í blóði notandans viö ofangreinda þætti. Hæfileg súrefnisgjöf viðheldur 90 °/o súrefnismettun. Að súrefnismeðferð koma ýmsir þverfaglegir aöilar. Fyrirmæli um meðferð og fyrstu skref meðferðar eru og veröa að vera í höndum læknislærðra. Afhending súrefnis ásamt viðeigandi búnaði og þjónustu er almennt í höndum sérhæfðra þjónustuaðila á því sviði. A öllum sviðum er þekking og virk skuld- binding nauðsynleg hvort sem um er að ræða þekkingu á sjúkdómum og viðeigandi með- ferð, upplýsingaflæði til notanda og aðstand- enda, umsjón og viðhald búnaðar sem og upplýsingar og samvinna á milli heilbrigðis- starfsfólks og sérhæfðra þjónustuaðila. Súrefnisbúnaður Súrefnismeðferð hefur orðið meira alhliða á siðustu árum í kjölfar þess að fjölbreytileiki súrefnisbúnaðar hefur aukist. Aukinn fjölbreytileiki hefur gert það auðveldara fyrir lækna að velja þá tegund búnaðar til súrefnismeðferðar, sem hentar lífsmáta hvers einstaks notanda. Við langtíma súrefnismeðferð hefur lengst af verið notast við súrefnisþrýstihylki. í dag eru möguleikarnir hins vegar mun fjölbreyttari með tilkomu súrefnissía, notkun fljótandi súrefnis og léttra þiýstihylkja. Súrefnissíurnar hafa verið á markaðnum í allmörg ár en notkun fljótandi súrefnis og létthylkja er mun nýrri. Algengast hér á landi er sambland af notkun súrefnissía og þrýstihylkja og þrýstihylkin þá oft búin svokölluðum spörurum. Fljótandi súrefni hefur ekki verið notað að neinu ráði hér á landi. Einfaldast er aö sjálfsögðu að velja búnað út frá kostnaði. Mikilvægt er þó að ætíð sé haft í huga hvaða búnaður hentar viðkomandi not-

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.