SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 22

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 22
Ef notaðir eru 2 1/mín af súrefni endist 31 lítra tankur með fljótandi súrefni í 213 klukku- stundir eða tæpa 11 daga miðað við 20 klukkustunda notkun á dag. Þetta samsvarar 27000 lítrum af loftkenndu súrefni. 31 lítra tankur vegur tæp 55 kg. Hægt er að tengja allt að 15 m slöngur á tankana. Búnaðurinn er algjörlega hljóðlaus og óháður rafmagni. Töskurnar eru notaðar til að öðlast meira frjálsræði og hreyfanleika innanhúss og þegar farið er út af heimilunum. A mjög einfaldan hátt er fyllt á töskurnar beint af tankinum. Við áfyllingar verður að hafa í huga hversu kaldur vökvinn er. Töskur eru fáanlegar í tveimur Súrefnistankur og taska. stærðum annars vegar 0,6 lítra og hins vegar 1,2 lítra. Við 2 1/min endist sú minni í rúmar 4 klst. og sú stærri í rúmar 8 klst. Ef notað er súrefni beint af tankinum má setja á hann sparara og eins á töskurnar. Töskur með spar- ara endast tvöfalt lengur en án þeirra. Þegar ekki er tekið út af tankinum verður nokkur uppgufun þ.e. vökvatap u.þ.b. 2 °/o á dag. Uppgufun í töskunum er mun meiri en á móti kemur að þær eru tæmdar á mun styttri tíma. Eins og áður segir hefur notkun fljótandi súrefnis í för með sér rnesta hreyfimöguleika fyrir notendur, en það er jafnframt dýrasti kosturinn og stendur ekki öllum til boða. Þar er einna helst afgerandi flutningsþátturinn, þ.e. Qarlægð á milli áfyllingastaða og notkunarstaða. Því er algengt að notendum í strjálbýli standi þessi valkostur ekki til boða. Létthylki Hefðbundin þrýstihylki eru gerð úr stáli. Á síðustu árum hafa komið fram á markaðnum þrýstihylki úr mun léttari efnum, annars vegar úr áli og hins vegar úr koltreijaefni. Álhylkin eru léttari en stálhylki og koltreQahylkin eru léttari en álhylkin. Þyngd þrýsti- hylkjanna sjálfra er afger- andi íyrir heildarþyngdina þar sem innihald stálhylkja er ekki nema um 20 °/o af heildarþyngdinni. Enn- fremur eru nú nýlega komin á markaðinn létt- hylki með lokum sem hafa innbyggðan þrýstijafnara en það einfaldar til muna alla meðhöndlun við hylk- in. Þrýstijafnararnir eru stilltir á fastan þrýsting 3.5 bör. Við þennan búnað má svo tengja flæðistilla annað hvort með stillanlegu eða föstu flæði. Létthylkin eru framleidd í stærðunum 1.1 lítri og 2.0 lítrar. Þessi hylki hafa þó enn ekki verið tekin í notkun á Islandi. Súref nisspararar Við allan súrefnisbirgðabúnaö má bæta súrefnisspörurum. Algeng gerð er þannig uppbyggð að hún opnar íyrir súrefnisflæði við innöndun en lokar fyrir flæðið þegar andað er frá sér. Algengt er að reiknað sé með að þetta spari allt aö 50-60 °/o súrefnisins. Súrefnissparari Þegar andað er að sér súrefni með svokölluðum súrefnisgleraugum þá er stöðugt streymi fram í gleraugun og töluvert súrefni fer forgörðum og nýtist ekki til innöndunar. Sökum þessa hafa verið hannaðir svokallaðir súrefnisspararar. Þeim er ætlað að spara súrefnisbirgðir þ.a. aðeins sé af þeim tekið það sem nýtist til innöndunar. Súrefnis- spararar eru aðallega af þremur gerðum. Algengasta gerðin (demand flow devices) byggir á því að hún nemur innöndun þ.e. Létthylki

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.