SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 36

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 36
S í B S.±J a ð i ð Örn Svavarsson: Fæöuofnæmi Fæðuofnæmi lýsir sér í óeðlilegum við- brögðum við fæðu og fæðuíblöndunarefnum sem flest fólk þolir ágætlega. Sumir eru það illa haldnir að þeir fá slæm ofnæmisviðbrögð við afar litlu magni þeirra efna sem þeir ekki þola og jafnvel lykt af ákveðinni fæðu getur valdið ofnæmisviðbrögðum. Algengara er þó að fæðuofnæmissjúklingar þoli ofnæmisvaldana að vissu marki, sem aftur á móti veldur því að erfiðara getur verið að fínna út hvað veldur ofnæminu. Fæðuofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni og varað til lífstíðar. Einnig getur það komið fram á yngri árum en horfið í timans rás. Þol viö ofnæmisvöldum ræðst m.a. af almennu heilsufari viökomandi. Sé hann veikur íyrir, t.d. með flensu eða undir miklu álagi, eykst hættan á ofnæminu. Sumar fæöutegundir eru gjarnari á að valda ofnæmi en aörar, t.d. eru sítrusávextir líklegri til að orsaka ofnæmi en epli, baunir líklegri en gulrætur, kúamjólk líklegri en sojamjólk. Einnig hefur magn að sjálfsögðu áhrif. Þannig getur ofnæmissjúklingur hugsanlega þolað mjólk í kaffið vandræðalaust, þótt hann fengi alvarleg viðbrögð ef hann þambaði glas af kaldri mjólk. Eðlilega felst lækning fyrst og fremst í því að forðast ofnæmisvaldana. Nokkur bætiefni eru ráðlögð í óhefðbundnum lækningum. Má þar nefna bíoflavóníð, lýsi, náttljósarolíu, kalk, spirulina, vítamín B-12, C-vítamín, hveitikím og sink. Einnig er mælt sérstaklega með jurt sem heitir mjólkurþistill. Algengir fæðuofnæmisvaldar eru m.a. mjólk, egg, hveiti, sykur, maís, sítrusávextir, súkkulaði, kaffi, rotvarnarefni og litarefni. Raunar eru nokkur efni í matvælum sem valda fæðuóþoli sem er tæknilega annars eðlis en ofnæmi, en vert er að minnast á þau líka. Eru það sérstaklega gluten, laktósi og MSG sem er betur þekkt sem þriðja kryddið. MSG er mikið notað í kryddblöndur, súputeninga og annan kraft í matargerð og sérstaklega algengt í kínamat. Ofnæmisfríar uppskriftir Krispý kjúklingur 1 kjúklingur 72 bolli spelt V< tsk salt 'I, tsk pipar 3 msk olía Skerið kjúklinginn í bita. Nuddið bitunum í olíuna. Blandið saman spelt mjöli og kryddi í plastpoka. Hristið kjúklingabitana einn í einu í blöndunni. Steikið í ofni við 175°C í l'/2 til 2 tíma. Spelt brauð 3'/2 bolli spelt mjöl 1 tsk salt 1 '/4 bolli vatn '/2 bolli ólífuolía 2 tsk lyftiduft Hrærið saman 3 bollum af spelt mjöli og saltinu. Bætið vatni í og hrærið á miðlungshraöa í 3 mínútur. Hrærið olíunni saman viö. Blandið saman þeim '/2 bolla sem eftir er af hveitinu og lyftiduftinu og hrærið eða hnoðiö saman við deigið. Hrærið á miðlungshraða í '/2 mínútu í viðbót. Setjið í smurt form og bakið við 175°C í 50-60 mínútur eða þar til það hefur fengið brúnan lit. Takið strax úr forminu. Möndlusmákökur 2 bollar fínmalaðar möndlur '/2 bolli hunang 'Ia bolli vatn 3 msk karob duft 72 tsk salt Ef möndlurnar eru malaöar heima, t.d. í mixer, gætið þess að láta hann ekki ganga of lengi. Blandið öllu saman. Setjið í teskeiðavís á smurða bökunarplötu með hæfilegu millibili. Bakið við 175°C í 10-12 mín. 36

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.