SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 5

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 5
SjJELSLhJ a ð i ð Hjördís Jónsdóttir, lækningaforstjóri: A/lálþing um endurhæfingu Endurhæfing á Reykjalundi í nútíð og framtíð 32. þing SÍBS var haldiö á Reykja- lundi 6.-7. október. Ákveðiö var að halda málþing um starfsemi Reykjalundar endurhœfingar- miöstöövar í tengslum við þingið. Það var haldið á Hótel Sögu kl. 14-17 þann 6. október. Málþingið var vel sótt. Yfir 100 manns mættu, festir annað hvort fulltrúar á þingi SÍBS eða fagfólk sem vinnur við endurhœfingu. rómur var gerður að efni málþings- væri vel hugsandi að gera slík mál- ð fóstum lið í upphafi þinga SÍBS. Endurhæfmgin á Reykjalundi hefur tekið niiklum stakkaskiptum í gegnum árin þótt grunnhugsunin sé alltaf sú sama, að styöja sjúka til sjálfsbjargar. Fyrstu fimmtán árin voru eingöngu berklasjúklingar í endurhæfingu á Vinnuheimili SÍBS að Reykjalundi. í dag koma á Reykjalund endurhæfingarmiðstöð SIBS sjúklingar sem þarfnast endurhæfingar vegna mjög margbreytilegra sjúkdóma. Starfsemi Reykjalundar skiptist í 9 meðferðarsvið Með aukinni þekkingu hefur þróunin orðið í átt til sérhæfingar í endurhæfmgu hinna ýmsu sjúkdóma. Til að mæta því hefur starfsemi Reykjalundar um nokkura ára skeið verið sviðaskipt. Þau eru í dag níu: hjartasvið, lungnasvið, svið atvinnulegrar endurhæfingar, næringarsvið, hæfingarsvið, miötaugakerfis- svið, geðsvið, verkjasvið og gigtarsvið. RúmaQöldi fyrir endurhæfingarstarfsemina er í dag 166. Hér starfa allar þær fagstéttir sem eru góðu endurhæfingarstarfi nauðsynlegar en fjárframlög ríkisins hafa ekki leyft okkur að hafa þann fjölda fagmanna innan hvers faghóps sem við hefðum kosið. Starfsmanna- fjöldi á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð er um 240 manns í 180 stöðugildum. Læknisfræðileg endurhæfing byggir á heildrænni sýn á heilbrigði Læknisfræðileg endurhæfmg byggir á heild- rænni sýn á heilbrigði. I því felst öll íhlutun sem miðar aö því að draga úr skeröingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma eða slysa. Hún felur í sér læknisfræðilegar, félagslegar, sál- fræðilegar og tæknilegar lausnir. Markmið hennar er að skjólstæðingurinn nái mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhaldi þeim. Teymisvinna eða þverfagleg samvinna margra heilbrigðisstétta er undirstaða góðrar endurhæfmgar. Forsenda góðs árangurs er að skjólstæðingurinn og eftir atvikum hans nánustu séu virkir þátttakendur í öllu endurhæfingarferlinu. Á Reykjalundi fer fram viðamikil endurhæf- ingarstarfsemi. Innan hvers sviðs býr mikil sérþekking. Skjólstæðingar fá einstaklings- meðferð eða eru í hópum allt eftir þörfum. Rík áhersla er lögð á fræðslustarfsemi ýmiskonar. Pallborðsumræður voru í lok málþingsins. Kennd er streitustjórnun og likamsvitund. Boðið er upp á viðtæka aðstoð ef fólk vill hætta reykingum á meðan á endurhæfmgar- dvöl stendur, bak- og verkjaskóli er í gangi svo og Qölþætt meðferðar- og fræðsludagskrá fyrir Parkinsonsjúklinga. Lengi mætt áfram telja. Spennandi tímar eru framundan í endurhæfingarstarfsemi Reykjalundar Við sem vinnum á Reykjalundi sjáum fram á spennandi tíma. Bygging stórs þjálfunarhúss með íþróttasölum og sundlaugum er hafin. Þjónustusamningur við Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið er í augsýn en hann gefur okkur möguleika á að hefja göngudeildar- og dagdeildarstarfsemi ásamt því að vera áfram með starfsemi á legudeildum. Auk þess hafa Landspítali Háskólasjúkrahús, Heilsustofnun NLFI og Reykjalundur gert með sér sam- starfssamning um endurhæfingu sem ætlað er að efla og samhæfa starfsemi þessara stofnana. Rannsóknarvinna í endurhæfingu hefur ekki verið sem skildi á Islandi. Hana viljum við efla

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.