SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 11

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 11
Vinnuefling • Vinnuprófun • Sál/félagsleg ráðgjöf • Eftirfylgd Til að líkja eftir vinnu ákváðum við að að setja upp vinnustað, þar sem við tökum að okkur ákveðin verk, sem gera kröfur t.d. um skipulag, vinnuskil, en þá getur fólk ef þarf upplifað ákveðna spennu eða þrýsting. Þar eru líka ákveðnar vinnureglur um reykingar, mætingar, o.fl. Að lokum Við fórum af stað með loforð um ákveðið húsnæði, síðan þreyttist draumurinn í endurskipulagt og stækkað svæði, en það hefur ekki alveg gengið eftir. Svo við erum enn í bráðabirgðahúsnæði, sem er þröngt og takmarkar okkur að mörgu leyti. Við höfum nýlega teygt anga okkar aðeins inn á framtíðarhúsnæðið, þar sem við getum verið með grófari vinnu. Það krefst hugrekkis og áræðni að þora að prófa eitthvað nýtt, brjótast út úr gamla góða vananum. Þetta hugrekki er ekki alltaf til staðar eftir veikindi eða þegar hlutirnir hafa ekki gengið eins og ætlast var til. Einstaklingar eru líka studdir til að prófa nýja hluti við nýjar aðstæður, því hugrekki og áræðni þarf að æfa. Þetta er tilraunaverkefni, sem við renndum dálítið blint í sjóinn með, því við erum ekki með neina skýra fyrirmynd. Við erum öll enn að læra, skoða og meta það sem við erum að gera, en þetta er spennandi og kreQandi starf sem við hlökkum til að fást við og móta. PricéwaTerhouseQopers VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSIANDS HF - þar seitt tryggingar snúast um fólk AGA Healthcare OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK Davíð lnger Ólafur Utfararstj. Umsjón Útfararstj. LIKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR 1899

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.