SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 12

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 12
Málþmg^ S±Jaðið Elísabet Arnardóttir, talmeinafræöingur: Biýnum raustina á Reykjalundi Raddþjálfun sem liður í hópmeðferð Parkinsonsjúklinga Á Reykjalundi hefur veriö boðiö upp á hópþjálf- un fyrir Parkinsonsjúklinga síðan snemma árs 1998. Frá upphafi hefur einn liður í þjálfuninni verið sérstök raddþjálfun. Mjög stór hluti þeirra sem eru með Parkinsonveiki fær einkenni í tal og má þar nefna óskýrmæli, hæsi og kraftlitla rödd (sjá mynd 1). „Hefðbundin" tal- þjálfun, t.d. að reyna að minnka óskýrmæli, hægja á tali o.þ.u.l. hefur ekki gefið nógu góða raun og erfitt hefur verið að sýna fram á langtíma- áhrif slíkrar meðferðar. Raddþjálfunin beinist hinsvegar íýrst og fremst að því að auka kraftinn í röddinni og vinna gegn rangri tilfinningu sjúklinga um eigin raddstyrk en þeir skynja illa hversu lágt þeir tala (skynrænt einkenni Parkinsonveiki). Raddþjálfun sú sem beitt er á Reykjalundi er að bandarískri fyrirmynd (Lee Silverman Voice Treatment). Sýnt hefur verið fram á að þegar Parkinsonsjúklingar Parkinsonveiki - helstu einkenni í tali og rödd / Minnkuð blæbrigði SÉt / Oskýr framburður / Hraðanir / Hökt - „stam“ / Hæsi eða ræma / Kraftminni rödd Aö auki: Minnkud svipbrigdi Mynd 1. Um 75% einstaklinga með Parkinsonveiki finna fyrir einhverjum vandamálum í tengslum við tal og rödd. Þegar vöðvar í andliti stirðna dregur úr svipbrigðum og við það minnka einnig tjáningarmöguleikar viðkomandi. hækka róminn þá um leiö tala þeir hægar og skýrar. Þvi má segja að með því að tala hœrra slái menn tvær flugur í einu höggi. Hvernig er röddin þjálfuð? Umrædd raddþjálfun fer fram 3-5 sinnum í viku, hálftima í senn en hóparnir eru á Reykjalundi um fimm vikna skeið. Þátttakendur fá einnig æfingar sem þeir iðka fýrir utan þjálfunartímana (radd- og andlitsæfingar) og stundum eru raddæfingar fléttaðar inn í vatnsleikfimina sem boðið er upp á þrisvar í viku. Að auki fá þátttakendur fræðslu um tal og rödd og þá kyngingartregðu sem fýlgt getur Parkinsonveiki. Raddþjálfuninni má lýsa þannig í stórum dráttum að byrjað er á sérhljóðum, síðan orðum, setningum og í lok jíjálfunartimabils eiga þátttakendur að geta haldið uppi samræðum með kraftmeiri rödd. í hverjum tíma er mældur raddstyrkur á löngu /a/ hljóði (með desibelamæli) og einnig er mælt hversu lengi fólk getur haldið röddun á sama hljóði. Lykilatriðið með þessum mælingum er að sýna fólki svart á hvitu raddstyrkinn, því oft eiga þessir einstaklingar mjög erfitt með að trúa því þegar maður bendir þeim á að þeir tali lágt. Þá er gott að geta bent á mælinn sem sýnir óumdeilanlega raunverulegan raddstyrk. Hver einstaklingur setur sér í byrjun markmið um raddstyrk og úthald og keppir að því með æfingum að ná sínum markmiðum. Ber þjálfunin árangur? Próf eru lögð fýrir sjúklinga fýrir þjálfun, við útskrift og 3 mánuðum eftir útskrift (eftirfýlgd). Samantekt á þessum árangursmælingum hingað til sýnir svo ekki verður um villst að þátttak- endur í prógramminu ná kraftmeiri rödd og eftirfýlgdarmælingar gefa ástæðu til að ætla að meðferðarformið hafi langtímaáhrif (mynd 2). Reynsla undirritaðrar sýnir að besta möguleika Raddstyrkur - fyrir og eftir þjálfun Langt/a/ Tal Mynd 2. Bláu stöplarnir sýna raddstyrk fyrir þjálfun og þeir vínrauðu eftir þjálfun. Um er að ræða samantekt mælinga fyrir 34 einstaklinga sem tekið hafa þátt í hóp' þjálfun á Reykjalundi. Fyrra stöplaparið sýnir raddstyrk á löngu /al hljóði og það síðara í eðlilegu tali. Mun- urinn fyrir og eftir þjálfun er marktækur (p<0,0001). á árangri eiga þeir sem eru með sjúkdóminn á fýrri stigum (Hoehn og Yahr 1-3) og geta til- einkað sér nýja þekkingu. I því felst skýr ábending til lækna um að vísa Parkinsonsjúkl- ingum í talþjálfun sem fýrst eftir greiningu, áður en einkenni í tali og rödd eru orðin of alvarleg til að sporna við fótum með æfingum. Heimildir: Ramig, L.O.; Countryman, S.; O'Brien, C.; Hoehn, M. Thompson, L. Intensive speecli treatment for patients with Parkinson’s disease. Neurology. Des. 1996. Ramig, L.O. Speech Therapy for patients with Parkinson’s disease. Úr Koller, W. Et Paulson, G. (ritstj.) Tlierapy and Parkinson’s disease. 1993. Elísabet Arnardóttir

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.