SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 18

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 18
SlBLS-hJaðið 32. þing SIBS 6.-7. oktober 2000 Þingið var haldið að Reykjalundi eins og jafnan áður. Þingið var fjölsótt og fór hið besta fram. Sú nýbreytni var höfð í frammi að ljúka þinginu á tveimur dögum í stað þess að áður var sunnudagurinn sem var þriðji þingdagurinn yfirleitt lokadagur. Þessi breyting mæltist vel íyrir hjá þingfulltrúum, einkum þeim sem lengst áttu að sækja. Akveðið var á þinginu að leggja niður lánasjóð SIBS og fela stjórn að ráðstafa inneign hans til verðugra verkefna. Tekjur sjóðsins eru einungis vextir og umsóknir engar borist um lán í nokkur ár. Tiilaga kom fram frá Inga Dóra Einarssyni að ráðstafa fénu til að útbúa aðstöðu eða herbergi á Reykjalundi til guðsþjónustu eða kyrrðarstunda. Henni var vísað til afgreiðslu stjórnarinnar. ítarlegar tillögur til lagabreytinga lágu íyrir þinginu og hlutu afgreiðslu þess. Meðal nýmæla er rýmkun á inntöku nýrra félaga, þannig að nú geta allir oröið félagar í SÍBS sem vilja styðja tilgang félagsins. Þá voru lögfestar tvær stjórnir íyrir Reykjalund, önnur Séð yfir fundarsalinn. í forgrunni má sjá þingritara, þau Auði Ólafsdóttur og Stefán Arngrímsson. fyrir endurhæfingarstöðina og hin fýrir plastiðnaðinn. Skulu sömu menn skipa báðar stjórnirnar, en áheyrnarfulltrúar eru ekki lögboðnir í stjórn Reykjalundar plastiðnaðar. Samþykkt var tillaga frá Þorsteini Sigurðssyni um að félagsdeildir og stjórn setji sér það markmið að afla 200 milljóna króna í byggingarsjóð þjálfunarhússins á Reykjalundi á næstu tveimur árum. Þingforsetar voru Vilhjálmur B. Vilhjálmsson og Brynja D. Runólfsdóttir og þingritarar Auður Ólafsdóttir og Stefán Arngrímsson. Ólafur Jóhannesson fyrrverandi framkvæmdastjóri Happdrættisins og Borghildur Kjartansdóttir kona hans. Formaður SÍBS, Haukur Þórðarson, leggur nýráðnum framkvæmdastjóra, Pétri Bjarnasyni Iffsreglurnar.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.