SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 22

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 22
Lungnaendurhæfing Viðhaldsþjálfun Áhrif endurhæfingarinnar vara því miður ekki endalaust. Ef ekkert er þjálfað eftir endur- hæfinguna vara áhrifin í mesta lagi 18-24 mánuði. Hinsvegar vara áhrifin mun lengur ef þjálfað er áfram. Sú þjálfun getur verið í ýmsu formi og er mikilvægt að hver og einn velji sér þjálfunarform sem honum hentar. Nefna má sem dæmi göngur, hjólreiðar, golf, sund og skipulagða þjálfun t.d. á HL stöðinni. Hvernig er best að þjálfa? Þjálfunin þarf að vera skemmtileg og við hæfi hvers og eins. Þeir sem þurfa aðhald og hvatningu ættu að fara í skipulagða þjálfun. Uppbygging þjálfunarinnar ætti að vera þannig: - Róleg upphitun í 5-15 mínútur eftir getu. Mæði á að vera það lítil að hægt sé að halda uppi samræðum. = - Þjálfun í 15-40 mínútur eftir getu. Mæði má vera meiri en þó ekki það mikil að það þurfi að stoppa, best er að minnka álagið áður en til þess kemur. - Kæling, teygjur. Þeir sem hitna vel þurfa að hreyfa sig rólega í 2-5 mínútur eftir þjálfun °g teygja síðan. Hinir geta farið beint í vöðvateygjur íyrir fótleggi og handleggi. - Þjálfa 2-3 sinnum í viku en hreyfa sig í 20- 30 mínútur hina dagana. Lokaorð I lokin vil ég minna á að öll hreyfing skilar árangri til bættrar heilsu, minnkar áhættu sjúkdóma og hægir á þróun þeirra sem íyrir eru. Landlæknisembættið ráðleggur 20-30 mínútna hreyfingu á dag til heilsubótar. Höfundur er yfirsjúkraþjálfari á Endurhæfingu Landspítala Vífilsstöðum og hefur yfirumsjón meö þjálfun lungnasjúklinga á HL stöðinni í Reykjavík. Heimildir: 1. ACCP/AACVPR Pulmonary Rehabilitation Guidelines Panel. Chest 1997; 112:1363-96. 2. Pulmonary rehabilitation for C0PD. A practical approach for improving ventilatiory conditioning. Celli B. Postgraduate Medicine vol 103, no. 4 april 1998. 3. Chronic Obstructive Pulmonary Disease, Celli, Benditt, Albert, from Comprehensive Respiratory Medicine. 4. Which pulmonary rehabilitation program is best for your patient? Rochester C. The Journal of Respiratory Diseases; vol 21, no. 9, september 2000. Afkomendur frumbyggja keykjalundar gefa til staðarins Ármey Björnsdóttir og Sigurjón Sigurjónsson voru meðal fyrstu vistmanna á Reykjalundi 1945. Sigrún K. Árnadóttir og Sveinn Indriðason voru vistmenn á árunum 1948-1954. Afkomendur þeirra, tengdafólk og börn þurftu að selja innbú úr sumarhúsi. Þau ákváðu að láta andvirðið ganga til Reykjalundar og auglýstu það. Þetta gekk vel og meira að segja yngstu börnin seldu dótið sitt íyrir nokkrar þúsundir. Eftirtekjan varð kr. 102.700.- og hefur það verið afhent Reykjalundi. Þetta er höfðingleg gjöf og góð til eftirbreytni.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.