Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016 Innflytjendur Ungmennaráð Breiðholts vill að nemendur í skólum borgarinnar verði hluti af stuðningsneti fyrir börn og unglinga af erlend- um uppruna sem koma til náms í skólum borgarinn- ar. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillöguna. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Tillagan gengur út á að reyna að koma í veg fyrir að nemendur sem eiga annað móðurmál en íslensku einangrist við komu í skóla borg- arinnar. Fulltrúar í ráðinu telja mikilvægt að hjálpa til svo að nýju nemendurnir tengist betur því frístunda starfi sem fer fram í hverf- unum. Snorri Freyr Vignisson, 16 ára nemi í MH, er einn af fulltrú- um í ungmennaráði Breiðholts. „Breiðholt er mikið fjölmenn- ingarhverfi og við í ráðinu erum að bregðast við mikilli og oft skæðri umræðu um þessi mál með því að leggja þetta til. Okkur finnst að það megi leysa þessa aðlögun nýrra nemenda betur og teljum að jafn- aldrar nemendanna geti bætt mót- töku þeirra mjög. Mér hefur þótt staðið nokkuð letilega að þessum málum hingað til,“ segir Snorri Freyr. Til stendur að skipa starfshóp með fulltrúum ungmennaráða í hverfum borgarinnar, grunn- skólanna, frístundamiðstöðva og starfsmanna skóla- og frístunda- sviðs. Starfshópnum verður ætlað að leita leiða til að bæta þjónustu við erlenda nýnema. Snorri Freyr segir að jafnaldr- ar ungmennanna geti dregið þau með sér í frístunda- og íþróttastarf. „Ég vona að ungmenni í sem flest- um hverfum borgarinnar taki þátt í þessu starfi,“ segir Snorri. „Þannig hjálpum við til við að koma jafn- öldrum okkar sem heilsteyptum einstaklingum út í samfélagið, í stað þess að þeir einangrist. Við viljum reyna að brjóta niður múrana sem oft vilja myndast í kringum nýja nemendur af erlendum uppruna.“ Krakkar í Breiðholti vilja hjálpa erlendum nemendum Snorri Freyr Vign- isson segir starfið í Ungmennaráði Breiðholts gefandi. Hann bindur vonir við tillögu um bætta móttöku nemenda af erlendum uppruna. Ungmennaráð Breiðholts segir mikilvægt að taka vel á móti nemendum af erlendum uppruna. Skólamál Tveir reykvískir nemendur hyggja á nám í íþrótta skólanum Framsýn í Hafnarfirði í haust, en meirihluti borgar stjórnar ákvað að setja kvóta á nem- endur sem borgin greiðir með í nám við skólann. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallarvinir gagnrýna þessa ákvörðun harðlega í bókun sinni í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir kvótann bæði furðu- legan og illskiljanlegan. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Við samþykktum þessar umsóknir, en til að gæta samræmis við samn- inga við sjálfstætt rekna skóla inn- an borgarmarkanna, samþykktum við ákvæði um hámarksfjölda fyrir þetta skólaár,“ útskýrir Skúli Helga- son, formaður skóla- og frístunda- ráðs en aðeins tveir Reykvíkingar fá að stunda nám í Framsýn í vet- ur. Skúli segir að borgin hafi fengið tvær umsóknir frá foreldrum nem- anda í Reykjavík sem óskuðu eftir því að börn þeirra fengju skólavist í Framsýn í Hafnarfirði, sem er nýr einkarekinn skóli þar í bæ, en um 60 unglingar hefja nám í skólanum í haust. „Það sem gerist er að borgin ber viðbótarkostnað af hverjum nem- anda sem flyst úr borgarreknum skóla yfir í sjálfstætt starfandi skóla. Viðbótarkostnaðurinn er rúmlega 600 þúsund krónur á hvern nem- anda og við teljum því eðlilegt að hafa mörk á fjöldanum við núver- andi aðstæður þegar við þurfum að sýna aðhald í rekstrinum,“ segir Skúli og bendir á að borgin sé sjálfri sér samkvæm þegar kemur að því að festa hámarksfjölda nemanda í skóla í einkarekstri. Skúli segist telja regluna sann- gjarna, en hún tekur mið af há- marksfjölda nemanda í skólunum undanfarin tíu ár að viðbættu tilteknu svig- rúmi. Stutt er síðan borgin gerði þjónustusamninga við einkarekna skóla í borginni, sem fela meðal annars í sér þessi viðmið um hámarks- fjölda. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segist ekki sammála því að hver nemandi í sjálfstætt reknum skóla sé 600 þúsund krónum dýrari fyrir Reykjavíkur- borg en aðrir nemendur. „Mér hef- ur að minnsta kosti ekki verið sýnt fram á það,“ bætir hann við. Í huga Kjartans er það valfrelsi Segir hámarks kvóta í einkaskóla furðulegan til náms sem skiptir mestu máli og hann segir kvótasetninguna furðulega. „Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins styðja fjölbreytileikann og telja æskilegt að fólk hafi sem mest val um skólagöngu barna sinna. Skólar eru mismunandi, sem betur fer, og það er ekkert að því að fólk fái að velja þann skóla sem það telur að henti sér best. Ef skóli fær viðurkenningu frá menntamálaráðherra og þar til bærum aðilum, þá eiga stjórnmálamenn ekki að vera að skammta kvóta sem eru auk þess mjög mis- munandi milli skóla,“ segir Kjartan sem er almennt and- vígur reglunni. Framsýn hefur verið um- deildur í hafnfirskum stjórn- málum. Áætlað var að skóla- gjöld á hvern nemanda yrðu 200 þúsund krónur á ári en nemend- ur munu hinsvegar fá sérstakan kynningarafslátt af verðinu fyrstu tvö árin. Óhapp Margir undruðust að heyra ekki rödd Fannars Sveinssonar í morgun- þættinum Góðan daginn á Rás 2 í gærmorgun, en Fannar varð fyrir því óhappi á Kalda bar á fimmtudags- kvöldið að detta út um glugga með þeim afleiðing- um að flytja þurfti hann á spítala með sjúkrabíl. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Fannar datt út um glugga á Kalda bar, lenti á glerborði og endaði fimmtudagskvöldið á spítala. Við félagarnir vorum á árlegri „bjór- göngu“, þar sem við heimsækjum 10 bari og fáum okkur einn bjór á hverjum bar. Það er snemma á þeirri göngu þegar við setjumst inn á Kalda bar og ég sest á bekk inni á staðnum sem er einskonar karmur við glugga á staðnum. Næst þegar ég veit af mér er ég bara kominn út á stéttina fyrir neðan,“ segir Fannar. Fallið er um 1,6 metra hátt. Fannar datt á borð þar sem tvær stúlkur sátu, og hringdi önnur þeirra strax á sjúkrabíl. Vinir Fannars héldu raunar að um grín væri að ræða, enda Fannar þekktur fyrir að vera snjall að gabba vini sína á þennan hátt. „Þetta er svolítill „Úlfur úlfur“. Þeir áttuðu sig fyrst á að um alvöru væri að ræða þegar ég var vaknaður úr rot- inu, helgrænn í framan. Þeir héldu ég hefði hent mér út um gluggann og jafnvel fengið þessar tvær stelp- ur með mér í grínið.“ Fannar var fluttur á bráðamót- töku eftir að gengið var úr skugga um að ekki hefði blætt inn á heila hans eða hann hálsbrotnað. Á spít- alanum voru saumuð nokkur spor í höfuð hans og honum gefin fyrir- mæli um að taka því rólega næstu daga. Myndband af Fannari má sjá á Fréttatíminn.is Fannar flaug út um glugga Nokkur styr hefur verið um stofnun Framsýnar sem tekur inn um 60 nema í haust. Skúli Helga- son er formað- ur skóla- og frístundaráðs. Esju-kláfur kynntur á Kjalarnesi Reykjavík Kynningarfundur verður haldinn á Kjalarnesi í haust um uppsetningu kláfs upp hlíðar Esjunnar. Þetta var samþykkt á fundi borg- arráðs síðasta fimmtudag. Það er fyrirtækið Esju ferja ehf. sem stend- ur á bak við framkvæmdina og er Arnþór Þórðarson verkfræðingur í forsvari fyrir félagið. Hugmyndin spratt fyrst fram upp úr 2010 og er áætlað að fram- kvæmdirnar muni kosta um 3 millj- arða króna. Áætlað er að ferjan geti flutt hundrað til hundrað og fimm- tíu þúsund ferðamenn árlega upp á Esjubrúnir. Gert er ráð fyrir að neðri stöð farþegaferjunnar verði í grennd við bílastæði við botn Kollafjarðar, miðjumastur hennar á Rauðhóli og endastöðin á Esjubrún. Ekki er búið að finna tímasetningu fyrir fundinn. | vg Samskonar kláfur og þessi mun fara upp og niður hlíðar Esjunnar, ef allt gengur eftir. Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta almennaleigufelagid.is KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.