Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016 Í fullum herklæðum Hoplitodromos voru hlaup sem komu til sögunnar um hálfu árþús- undi fyrir Krist. 25 keppendur hlupu allir í hnapp einn eða tvo hringi um völlinn í fullum herklæðum með skildi sína, vopn og hjálma. Það hlaut að verið hressandi í hitan- um suður í Grikklandi. Ef einhver datt þá var bara hlaupið yfir hann. Hvernig ætli Gunnar á Hlíðarenda hefði staðið sig? Fornu ólympíuleikarnir í Grikklandi voru fyrst formlega haldnir 776 árum fyrir Krist og lifðu í rúmar sex aldir, lengur en nokkur íþróttakeppni manna. Þar kepptu mikl- ir kappar í nokkrum greinum og heiðruðu þannig guðinn Seif. Leikarnir voru haldnir á völlunum í Ólympíu, nærri bænum Elis, á fjögurra ára fresti en biðin eftir næstu leik- um varð viðmið í tímatali í gríska heiminum, talað var um olympiad. Vegna leikanna voru stríð milli borgríkja lögð niður svo að keppendur kæmust heilir á leikana. Naktir og sveittir í Ólympíu Konur fyrst, karlar svo Þó að spengilegir karlar hafi átt sviðið á fornu leikunum voru það samt konur sem fyrstar reyndu sig. Herea leikarnir svoköll- uðu höfðu líklega farið fram um nokkra hríð áður en ólympíuleikarnir komu til sögunn- ar. Þar kepptu konur í hlaupi og verðlaun- in voru hofgyðjuembætti í hofi til heiðurs gyðjunni Heru. Hlaupin elst Svo tóku karlarnir yfir og kepptu í fyrstu í kapphlaupi, stadion hlaupi svokölluðu, sem var líklega um 190 metra langt, nokkurn veginn jafn langt keppnisvellinum sem álitinn var á stærð við fótspor hetjunn- ar Herkúlesar. Síðar fóru menn að hlaupa í hringi á vellinum, eitthvað í líkingu við 400 metra hlaup dagsins í dag. Fleiri og lengri hlaupalengdir fylgdu í kjölfarið. Kínverjar leggja mikið á íþróttafólk sitt og í mörgum greinum er krafa um sigur nánast ófrávíkjanleg. Það á við um dýfingar þar sem kín- verskir íþróttamenn eru í sérflokki. Hin fimmtán ára Ren Qian er meðal helstu vonarstjarna Kínverja. Hún keppir í dýfingum af 10 metra palli og náði öðru sæti á heimsmeist- aramótinu í fyrra. Eins og á við um annað afreksfólk í þessari grein frá Kína var Qian sigtuð út til frama ung að aldri. Ekki er óalgengt að æfingar hefjist þegar börnin eru fjögurra ára. Frá 12 ára aldri flytj- ast þau síðan í skólann og alvaran tekur við. Æfingarnar vara yfirleitt 7 tíma á dag, alla daga vikunnar. Þjálfararnir hrista hausinn yfir öllu nema fullkomnum æfingum og ná- kvæmni er æðst dyggða. Það er ekki sjálfgefið að komast á ólympíuleikanna því að ríkisrekn- ir íþróttaskólar skipta þúsundum í Kína og í mörgum þeirra eru stórir hópar keppinauta að læra dýfingar. Eins og aðrir topp íþróttamenn Kínverja er Ren Qian frekar þögul um persónulega hagi sína. Hún hugsar alltaf um næsta stökk og næstu keppni en ólympíuleikarnir eru auðvitað það sem mestu máli skiptir. Mikið hefur verið fjallað um lið flóttamanna á ólympíuleikunum í Brasilíu sem nú koma saman til keppni í fyrsta sinn. Í liðinu er að finna Paulo Amotun Lokoro sem er fæddur árið 1991 eða 1992 í Suð- ur-Súdan, einu mesta ófriðarlandi veraldar. Árið 2006 flúði Pau- lo átök í heimalandinu og er nú flóttamaður í Kenía þar sem hefðin er rík þegar kemur að langhlaup- um. Hann keppir í 1500 metra hlaupi en áður en hann lagði á flótta gætti hann bú smala fjöl- skyldunnar í heimalandinu. Þegar átök blossuðu upp lagði hann á Ólympíuleikarnir í Ríó snúast um afrek og sögur og það mikla erfiði sem keppendurnir leggja á sig til að skara fram úr í sinni grein. Á meðan sumir hafa gert fátt annað í lífinu en að leggja stund á keppnisgreinina sína, eiga aðrir sér flóknari bakgrunn og sögu. Hér eru nokkrir keppendanna á leikunum og sögur þeirra. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Sigrar, sorgir og þrjóska í Ríó Sérvalin til árangurs Á hlaupum undan stríði Oksana Chusovitina frá Úsbekistan er óvenjulegur ólympíufari. Hún hefur nefnilega náð inn á sjö leika í röð, en á þá fyrstu mætti hún á árið 1992 í Barselóna og vann til gullverðlauna. Oksana, sem í dag er nýorðin 41 árs, hóf fimleikaferil- inn 13 ára undir merkjum Sovét- ríkjanna en hún hefur einnig keppt fyrir lið Þýskalands þar sem hún var búsett um tíma. Sérsvið Ok- sönu eru stökk yfir hestinn góða en hún keppir í úrslitum í greininni á sunnudag. Eftir undankeppnina er það bandaríska súperstjarnan Simone Biles sem leiðir keppnina en Oksana er í fimmta sæti. Biles fæddist árið 1997 þegar Oksana var 22 ára, en hún er aðeins ein örfárra kvenna sem snúið hafa aftur í fim- leika á alþjóðlega keppnissviðinu eftir barnsburð. Sonur hennar og glímukappans Bakhodir Kurbanovs fæddist árið 1999 og er því tveim- ur árum yngri en hin bandaríska Simone Biles. Gæti verið mamma keppinautanna flótta og hljóp yfir gresjurnar eins og fjölmargir drengir og stúlk- ur hafa gert á þessum slóðum í gegnum árin. Það var hættuför enda villidýr á ferð í svartamyrkri og vegalengdir miklar. Paulo þekkti lítið annað en stríðsástand í heimalandinu en dreymdi stóra drauma um heimsmeistaratitil í hlaupi, samt eignaðist hann ekki nothæfa hlaupaskó fyrr en hann var kominn í flóttamannabúð- irnar í Kenía þar sem hann hitti móður sína á ný. Í búðunum gekk skólagangan vel og vegna hæfileik- anna naut hann leiðsagnar þekkts kenísks hlaupara. Draumar Paulo, eins og svo margra íþróttamanna á leikunum, snúast um að setja met og vinna verðlaun, helst gull. Hafðu það gott í ferðalaginu ! Þrýstijöfnunar- svefnsett í ferðavagninn Svefnsett samanstendur af sæng og þrýsijöfnunaryfir- dýnu, fest saman á tvo vegu og hentar því sérstaklega vel í ferðavagninn . Enginn kuldi sleppur inn við úthliðina. Tilboð frá kr. 29.900,- Allar upplýsingar á duvalay.is eða í síma 824 8070 Frábært í tj ldvagna og fellihýsi Hafðu það gott í ferða aginu ! Þrýstijöfnun r- sve sett í ferða ag inn Svefnset amanstendur af sæng og rýsijöfnunaryfir- dýnu, fes saman á tvo vegu og henta því sérstaklega vel í ferðav in . Enginn kuldi sleppur i við úthliðina. Tilboð rá kr. 29.900,- Allar upplýsingar á duva ay.is eða í síma 824 8070 Frábært í tjaldvagna og fellihýsi Hafðu það gott í ferðalaginu ! Þrýstijöfnunar- svefnsett í ferðavagninn Svefnsett samanstendur af sæng og þrýsijöfnunaryfir- dýnu, fest saman á tvo vegu og hentar því sérstaklega vel í ferðavagninn . Enginn kuldi sleppur inn við úthliðina. Tilboð frá kr. 29.900,- Allar upplýsingar á duvalay.is eða í síma 824 8070 Frábært í tjaldvagna og fellihýsi

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.