Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 12
erfið í borginni Flint þar sem hún fæddist og ólst upp. Faðir hennar fór í fangelsi þegar hún var tveggja ára og losnaði ekki þaðan fyrr en hún var níu ára. Móðir hennar misnotaði áfengi og safnaði röngu fólki í kringum fjöl- skylduna. Claressa þurfti því oft að vernda yngri systkini sín frá heimsins ósóma. Það var pabbi Claressu sem hafði ástríðu fyrir boxí- þróttinni en leist samt ekk- ert á að dóttir hans færi í hr- inginn. Í barna- skóla var hún farin að beita hnefan- um til að vernda sig frá einelti. „Ég vildi bara slást,“ sagði hún í viðtali við breska ríkisútvarpið nýlega. Þegar pabbi hennar hafði látið undan náði hún að stýra þeirri reiði í keppni í boxhringnum. Á leikunum í London fyrir fjórum árum báru þrotlaus- ar æfingar Claressu árangur þegar hún vann gull á leikunum. Um nóttina svaf hún með verð- launa- peninginn vafinn um höndina. 12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016 Kanadíski dýfingamaðurinn og módelið Maxim Bouchard keppir af hæsta palli, tíu metra háum. Fyrir sex árum hafði hann dregið sig úr keppni og flúið harða keppni ólympískra dýfinga til Filippseyja til að vinna við dýfingasýningar þar. Á æfingu fyrir eina sýninguna brotnaði stökkbretti undan hon- um og hann féll niður um tíu metra og lenti utan við laugina, á steinsteyptum bakkanum. Max- im brotnaði illa og missti mátt í annarri hendi og læknar sögðu ólíklegt að mátturinn kæmi aftur. Máttleysið varði í sex mánuði. Við þetta kviknaði þó óbilandi keppnisandinn í Maxim, sem stefndi strax að því að komast aftur til keppni og ná að keppa á ólympíuleikum. Fjórum árum síð- ar var hann kominn í þá stöðu að keppa um að komast í kanadíska liðið fyrir leikana í London, en hafði ekki erindi sem erfiði. Nú fer hann hins vegar á sína fyrstu leika í Ríó, 26 ára að aldri. Maxim segir að ekkert geti stöðvað mann þegar maður fylgir draumum sínum. Þetta viðhorf til lífsins einkennir marga þá sem taka þátt í leikunum. Sum nöfn eru einfaldlega stærri en önnur. Brasilíska bogaskyttan Marcus Vinicius D’Almeida ber eitt slíkt. Það fer vel á því að nafn hans hljómi eins og nafn rómversks hershöfðingja því að í raun er Marcus brasilískur hermaður. Fjöl- margir úr liði heimamannna eru nefnilega tæknilega séð hermenn. Þannig hafa íþróttamennirnir skráð sig í herinn til að njóta þar þjálfunar í íþrótt sinni. Brasilía er stórþjóð á íþróttasviðinu en nú er þess vænst að heimavöllurinn skili landinu fleiri verðlaunum en á undanförnum leikum. Því hafa þarlendir íþróttamenn lagt heilmikið á sig til að slá í gegn á leikunum. Með skráningu í herinn njóta íþrótta-hermennirnir, 145 af þeim 465 sem Brasilía sendir á leikana, sæmilegra launa og að- gengis að góðri aðstöðu og þjálfur- um. Þetta á jafnt við um leikmenn í strandblaki, meðlimi júdóliðsins og skyttuna Marcus Vinicius, sem er heimamaður í Ríó. Þar geng- ur hann undir nafninu Neymar bogfiminnar og er þannig tengdur knattspyrnugoðinu, landa sínum. Staða þeirra er þó gjörólík. Stjarn- an í Barselóna er með eitthvað um 34 miljónir í mánaðarlaun frá knattspyrnufélaginu á meðan Marcus þarf að skrá sig í herinn til að leggja stund á grein sína. Nafn sigurvegara Slasaðist illa en gafst ekki upp Dónó leikar Um fimmtíu árum eftir fyrstu leikana, um 720 fyrir Krist, hentu keppendur lendaskýlum sínum og mættu til leiks kviknaktir. Líkamar keppenda voru smurðir ólífuolíu og giftum konum var bannað að horfa á keppnina og varðaði brot á því dauða. Aðrir máttu glápa á keppendur eins og þeir vildu. Mikilvægari og stærri Með fleiri greinum stækkuðu leik- arnir og þeir fóru að lokum fram á fimm dögum, þar sem þrír dagar fóru í keppni en tveir í helgihald. Þátttakendur á leikunum komu úr yfirstéttum borgríkj- anna. Sigurvegar- ar voru skreyttir lárviðarsveigum en í heimabæjum sín- um var þeim sýndur ýmis heiður. Styttur voru gerðar af þeim og söngvar sungnir um hetju- dáðir, auk þess sem umtalsverðar upphæðir gátu beðið þeirra. Það var rómverski keisarinn Theodsius fyrsti sem lagði leikanna niður árið 393. Þessir fornu leikar, með rætur í heiðnum átrúnaði, þóttu þá flækjast fyrir kristinni guðrækni, en þeim hafði þá hnignað um árabil. Ólympíuleikar fóru ekki fram fyrr en árið 1896. Slagsmálaíþróttir komu til sögunnar, glíma og eitthvað í líkingu við box var ástundað með leður á hönd- um keppenda. Menn annað hvort gáfust upp eða létu lífið og töldust þá hafa sigrað í keppninni! Lýsingar á frægum bardögum eru svakalegar og flest var leyfilegt nema bit og að pota augun úr andstæðingnum. Einn daginn þótti rétt að fara að kasta einhverju og keppa í fimm- þraut, glímu, spretthlaupi, lang- stökki, spjót- og kringlukasti. Vöðvar mannslíkamans þóttu svo fallegir í síðastnefndu greininni að högg- myndir voru gerðar eftir réttu stellingunum. Hestum var beitt fyrir vagna og voru það eigendur vagnanna sem unnu eða töpuðu kappakstrinum, ekki þeir sem óku vögnunum. Síðar þótti flott að kasta spjótum í mark úr vögnunum á fullri ferð. Slagsmál, köst og vagnar Bandaríski boxarinn Claressa Shields keppir nú á sínum öðr- um ólympíuleikum. Hún gengur undir nafninu T-Rex því að hún þykir minna nokkuð á risaeðluna grimmu, er með stuttar hendur og verður alveg vitlaus þegar hún kemst inn í hringinn, hefur mikið keppnisskap. Æska Claressu var Risaeðlan í hringnum

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.