Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016 GOTT UM HELGINA Diskó-Júlli í Hafnarfirði Eftir frægðar- för til Vest- mannaeyja um verslun- armanna- helgina snýr sjálfur Júlíus Diskótek, sól- brúnn og sæll, á sinn heimavöll í Hafnarfirði og í þetta skipti er þemað sól og sum- ar. Þeir fyrstu sem mæta milli kl. 23.00 og 00.00 fá ískaldan sum- ardrykk í boði Ölhússins á meðan birgðir endast. Hvar? Ölhúsið, Hafnarfirði Hvenær? 23.00 Vegan-hátíð í Hafnarfirði Hið árlega Vegan festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi verður haldið á Thorsplani í Hafnarfirði í dag. Vegan pylsur með öllu, Oumph! á teini, ís og nammi auk skemmtiatriða. Hvar? Thorsplani í Hafnarfirði Hvenær? 14.00 Beikon á Skóló Reykjavík Bacon Festival hefur stækkað ört ár frá ári. Í fyrra komu um 50 þúsund manns á hátíðina en hátíðin verður með örlítið breyttu sniði í ár þar sem fleiri taka þátt. Margir segja að um matarhátíð alþýðunnar sé að ræða. Hvar? Skólavörðustíg Hvenær? 14.00 FM Belfast í Havarí Hljómsveitin FM Belfast mun halda tónleika í Havarí á Karlsstöðum laugardagskvöldið 13. ágúst. Hljómsveitin, sem stofnuð var árið 2005, hefur vakið athygli heimsins fyrir líflega sviðsframkomu og ljúfa dans- tóna. Lög eins og Underwear, Par Avion, Tropical, og I Don’t Wan’t to go to Sleep Either hafa haldið þúsundum í góðu formi á dansgólfinu og nú er komið að íbúum Austurlands og þeirra gestum að hrista búkinn. Hvar? Karlsstöðum Djúpavogshreppi Hvenær? 22.00 Hvað kostar? 3000 kr. Flóamarkaður Óðinstorgi Haldinn verður flóamarkaður á Óðinstorgi í dag frá kl. 13-18. Öllum er frjálst að taka þátt án kostnaðar á meðan pláss leyfir. Þátttakend- ur eru beðnir um að koma sjálfir með borð, slár og fleira sem nýtist markaðinn. Kjörið tækifæri til að gera góð kaup: Eins manns drasl er annars manns fjársjóður. Hvar? Óðinstorgi Hvenær? Í dag kl. 13 Þúsundþjalasmiðurinn Ólöf Arnalds Ólöf Arnalds, lagahöfundur, gítar- leikari og þúsundþjalasmiður býð- ur til ágústtónleika í Mengi. Með henni kemur fram Skúli Sverris- son, bassaleikari og tónskáld. Hvar? Mengi Hvenær? 21:00 Hvað kostar? 2000 kr. Dömukjólar á Loft Dömurnar úr Nobilikórnum selja af sér spjarirnar til að fjármagna kórferð til Mílanó, þar sem þær ætla að hlusta á kórsystur syngja í La Scala og syngja sjálfar. Skápar verða tæmdir, kjólar, skart, skór og fleira verður á boðstólum. Hvar? Loft Hostel Hvenær? 13.00 Lifandi laugardagur Í miðbæ Hafnarfjarðar er góð stemning og allt iðar af lífi. Götu- markaður verður í miðbænum auk þess sem komið er að útsölulok- um. Skottsala verður á bílaplaninu á milli Eymundsson og verslun- armiðstöðvarinnar Fjarðar frá hádegi. Hvar? Miðbæ Hafnarfjarðar Hvenær? Kl. 12 Íslensk/ástralska uppistandarahlað- varpið Icetral- ia með Hug- leiki Dagssyni og Jonathan Duffy tekur höndum saman við langspuna- hlaðvarpið Spinnipúkann í stjórn Steindórs Grétars Jónssonar á einu kolrugluðu kampakátu kvöldi á Húrra! Gestir fá að berja augum upptökur Alvarpsþátta sem tugir manns hlusta á úti um allan heim. Frítt inn. Hvar? Húrra Hvenær? Sunnudag kl. 20 Uppistand á Húrra KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS LYON f rá 7.999 kr.* MÍL ANÓ f rá 9.999 kr.* PARÍS f rá 7.999 kr.* RÓM f rá 9.999 kr.* WOW ALL A LEIÐ! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. ágúst - nóv. ágúst - nóv. ágúst - sept . ágúst - okt . NICE f rá 7.999 kr.* ágúst - sept .

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.