Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016 Íslenski djassinn streymir fram Nýr íslenskur djass kemur oftar en ekki út í kippum og á undanförnum árum hefur útgáfan oft viljað þéttast í kringum Jazzhátíð Reykjavíkur sem nú er í fullum gangi. Fréttatíminn skoðar fjórar glænýjar útgáfur. Svif Agnars Fimmta djassplata Agnars Más Magnússonar lítur nú dagsins ljós og heitir Svif. Nafnið kemur úr samræðu við áhorfendur. „Við vorum að prufukeyra efni plötunnar á tónleikum síðasta vetur og ég kallaði eftir hugmyndum áheyrenda. Síðan var það tengdapabbi sem kom með þetta nafn, eitthvert svif tengdist upplifun hans af tónlistinni. Það er gott að hafa gott svigrúm til að leika nýja tónlist á tónleikum, þá „sest hún“ og maður venst henni.“ Agnar Már lærði sinn djasspíanóleik bæði í Hollandi og Bandaríkjunum og segir það móta tónlist sína. „Það er fínt þegar maður býr og starfar hér mitt á milli.“ Á plötunni leikur Agnar ásamt Scott McLemore á trommur og Valdi- mar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa. Hann segir mikilvægt að vera ekki feiminn við þetta söguríka form, djass-píanótríóið. „Það þýðir ekkert að láta lifandi eða látna meistara þvælast fyrir sér, maður verður bara að vera trúr sínu. Möguleikar hljóðfæranna eru miklir. Það er í höndum þessara þriggja einstaklinga að skapa tónlistina.“ Fullur bjartsýni Þorgrímur Jónsson bassaleikari sendir nú frá sér sína fyrstu plötu undir eigin nafni og nefnir hana Constant Movement. „Maður gerir þetta náttúrulega bara í pípandi bjartsýnisk- asti,“ segir Þorgrímur hlæjandi þegar hann er spurður um afurðina. „Annars hefur það blundað í manni alveg frá útskrift að koma frá sér plötu og ekki gefist tími fyrr en nú. Tilfinn- ingin er bara ljúf, miðað við þær móttökur sem maður hefur fengið frá sínum nánustu.“ Með Þorgrími leika Ari Bragi Kárason á trompet, Ólafur Jónsson á tenórsaxófón, Kjartan Valdimarsson á píanó og hljómborð og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. „Þetta eru mennirnir sem lífga þetta við. Maður kemur með eitt A4 blað fyrir þá og tónlistin sprettur fram.“ Djasstónlist í dag er víðtækt hugtak sem hægt er að teygja í ýmsar áttir. „Djassinn getur í rauninni rúmað allt. Ætli mín tónlist sé ekki bara fjöl- breytt og lagræn og undir áhrifum jafnt frá Balkanskaganum, úr popp- og rokktónlist og frá hörðum og mjúkum djassi,“ segir Þorgrímur, sem slær botn í Jazzhátíð Reykjavíkur að þessu sinni með útgáfutónleikum í Hörpu klukkan 21 á sunnudag. Leynilegt swing Secret Swing Society á rætur að rekja til Amsterdam þar sem meðlimir sveitarinnar, þrír Íslendingar, Frakki og Lithái, voru í námi. Þrátt fyrir nafnið hefur sveitin ekki verið sérlega leynileg nema þá helst þegar æfingar hófust. Allir meðlimir sveitarinnar leika á hljóðfæri og syngja í rödd- um. Bassa leikarinn Andri Ólafsson talar fyrir hönd sveitarinn- ar: „Við byrjuðum að hittast þarna úti og leika gamla bandaríska swingtónlist. Við fórum með hana út á götur borgarinnar og fengum góðar viðtökur. Brátt fórum við að syngja líka og þá bara bötnuðu viðtökurnar.“ Swing var popptónlist síns tíma. „Það er gaman að leika þessa tónlist og gott að blanda þessu saman við annað sem maður er að vinna að. Margt af annarri tónlist sem ég leik kemur á einn eða annan hátt úr þessari átt,“ segir Andri sem er líka meðlimur í Moses Hightower. Á nýju plötunni, Keeping it Secret, eru 7 frumsamin lög og þekktir „standardar“. „Þetta er tilgerðarlaus, aðgengileg og strangheiðarleg tónlist,“ segir Andri. Ypsilon frá Andrési Þór Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari sendir frá sér nýja plötu sem hann kallar Ypsilon. Þetta er fimmta plata Andrésar undir eigin nafni. „Ég er því ágætlega sjóaður í að senda frá mér svona gripi,“ segir Andrés Þór. „Mér leið vel með þessa plötu, fannst hún vera alveg tilbúin.“ Áhrifin koma víða að, frá dægurtónlist og ferskum djassi beggja vegna Atlantshafsins þó að Andrés segi oft erfitt að átta sig á hvaðan innblásturinn kemur. Á plötunni leikur kvartett sem Andrés fékk til samstarfs við sig á Jazzhátíð árið 2014. Richard Anderson leikur á bassa, Ari Hoenig á trommur og Agnar Már Magnússon á píanó. Þeir Agnar og Andr- és eru samverkamenn í tónlistinni til marga ára en Agnar sendir líka frá sér nýja plötu í tenglsum við Jazzhátíð. „Við erum alls ekki í samkeppni,“ segir Andrés og hlær. „Djassinn á Íslandi er einn stór vináttuleikur. Það er gaman að heyra hvað félagarnir eru að gera og hjálpast að.“ Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Íþróttamenn eru ekki einir um að keppa á ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Brasilíski götulistamaðurinn Eduardo Kobra keppir einnig að ákveðnu marki: Hann ætlar að setja nýtt Guinnes-met með nýjustu vegg- mynd sinni. Verkið, sem ber yfirskriftina Etnias, þekur meira en 2.800 fermetra af yfirgefnu vöruhúsi í einu af nýuppgerðum hverfum Ríó. Veggur umlykur svæðið og á hann er teiknað. Með því að nota skæra liti og geómetrísk form eru teiknuð upp fimm and- lit frumbyggja frá fimm heims- álfum. Ólympíuhringirnir fimm eru innblástur að fjölda einstak- linga. Andlitsmyndirnar sýna andlit meðlima Mursi fólksins frá Eþíópíu; Kayin frá Tælandi; Supi frá Evrópu; Huli frá Papúa í Nýju Gíneu og Tapajos frá Ameríku. „Mig langaði að sýna að við erum öll eitt,“ segir Kobra og vill þannig gefa heilbrigð og jákvæð skilaboð á tímum glundroða og spennu í Ríó og víðar. Verkefnið er framhald af listaverki hans Friðarhorfum (e. Peace Outlooks) sem sýna myndir af fólki eins og Malölu, Martin Luther King og Nelson Mandela. | bg Ekki bara ólympíufarar sem keppa í Brasilíu Götulistamaðurinn Kobra ætlar að slá met Lest fer hjá nýjasta listaverki Kobra í Ríó. Konan á veggnum er úr Mursi ættflokknum í Eþíópíu. Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið. 568.320.- á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á. 0 4 - 1 9 O k t ó b e r 2 0 1 6 Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA MEXICO, BELIZE & GUATEMALA

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.