Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 32
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ragna Ingólfsdóttir, fyrr-verandi atvinnukona í badminton og tvöfald-ur ólympíufari, varð meirihluta ferils síns að hafa sig alla við til að hafa efni á að vera afrekskona í íþróttum – eins fáránlega og það kann að hljóma. En harkið var allt þess virði. „Ég æfði í 21 ár og var í 11 ár sem atvinnumaður, eins langt og það nær á Íslandi. Ég vissi alveg þegar ég ákvað að þetta yrði mitt líf að ég væri aldrei að fara að græða pen- inga á þessu. Það var aldrei inni í myndinni, þó auðvitað hefði verið fínt að geta staðið uppi skuldlaus eft- ir ferilinn og með einhver réttindi. Það var til dæmis erfitt fyrir mig að fá fæðingarorlof,“ segir Ragna sem vill einmitt berjast fyrir auknum réttindum íþróttafólks í þessum efnum. Blaðamaður hittir Rögnu á skrif- stofu ÍSÍ þar sem hún starfar sem verkefnastjóri og fær hana til að segja sér aðeins frá þessum tíma. Þegar lífið snérist um badminton. Hún er eiginlega ennþá í fæðingar- orlofi, með eina sjö mánaða heima sem er enn á brjósti, en það er brjálað að gera í tengslum við ólympíuleikana, svo hún er mætt í vinnu, allavega hluta úr degi. Námslánin héldu henni uppi „Í fyrstu bjó ég í foreldrahúsum en eftir að ég flutti að heiman fór ég í nám í HÍ og gat verið á námslán- um til að halda mér uppi. Ég valdi mér heimspeki, af því að ekki var skyldumæting í tíma, svo ég gæti verið að æfa og keppa eins mikið og ég vildi. Ég gat þá lesið á meðan ég var úti. En eftir ferilinn skulda ég tvær milljónir í námslán.“ Fram til ársins 2002 hafði Ragna aðeins verið að fá lága styrki frá bönkunum og ýmis konar vöru- úttektir frá fyrirtækjum. En það ár, þegar hún var 19 ára, fékk hún í fyrsta skipti afreksstyrk frá ÍSÍ og á sama tíma styrk frá Alþjóða ólympíunefndinni. En þeir peningar dugðu henni til að greiða fyrir flug, mat og hótelgistingu. Um var ræða mánaðarlegar greiðslur í tvö ár fyrir ólympíuleika og um sömu upphæð var að ræða frá því Ragna fékk fyrst styrk og þangað til hún hætti, árið 2012. Hún tekur samt fram að hún sé mjög þakklát fyrir þessa styrki, enda komu þeir að góðum notum. Þá styrkti TBR hana líka með ýms- um hætti öll árin. Gekk á milli fyrirtækja Þegar Ragna var að reyna að komast á ólympíuleikana árið 2004 þurfti hún sjálf að sækja sér viðbótarstyrki frá fyrirtækjum. Hún gekk á milli, listaði upp markmið sín og bauð fyrirtækjum að taka þátt. „Þetta var mikil vinna og tók tíma. Það gekk ekki vel hjá mér fyrir 2004 leik- ana en ég held að ef ég hefði haft meiri peninga þá hefði ég komist á þá leika. Ef ég hefði getað valið betur mótin til keppa á og kom- ist í æfingabúðir. Það munaði bara tveimur sætum á að ég kæmist inn og það var hrikalega súrt, en fyrir vikið var ég enn ákveðnari að kom- ast á leikana 2008,“ segir Ragna, og það var nákvæmlega það sem hún gerði, þrátt fyrir að verða fyrir því óhappi að slíta krossband ári fyrir leikana. Henni gekk reyndar ekki nógu vel þegar á hólminn var kom- ið, en reynslan var mikilvæg fyrir framhaldið. Sprenging eftir status Í nóvember 2011, hálfu ári áður en síðasti heimslisti fyrir ólympíuleik- ana 2012 var birtur, var fjárhags- staða Rögnu alls ekki nógu góð. Hún var að spá alltof mikið í peninga eða peningaleysi og leið ekki vel yfir því. Hún ákvað að tjá sig aðeins um mál- ið á Facebook, en bjóst alls ekki við því að það myndi vekja jafn mikla athygli og raun bar vitni. „Þetta varð algjör sprengja og mikil umræða skapaðist. Ég fékk mjög góða styrki eftir það, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, þannig ég gat lifað ágætlega alveg út ólympíuleikana. Það borgaði sig klárlega að skrifa þennan status þó mér þætti vandræðalegt fyrst hvað þetta varð stórt. En þetta hafði ör- ugglega mjög góð áhrif.“ Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt á köflum að vera afrekskona í íþrótt- um, þá sér Ragna ekki eftir neinu. „Meðan á þessu stóð og eftir á að hyggja þá var þetta alltaf þess virði. En vinkonur mínar eru flestar 5 til 10 árum á undan mér í lífinu, hvað varðar íbúðakaup, vinnumarkað- inn og barneignir. Það er pirrandi stundum, en ég hefði ekki viljað gera neitt öðruvísi. Ég er búin að sjá og upplifa mjög margt. Ég hefði ekki viljað byrja á þessu lífi fyrr. Ég er mjög ánægð með að hafa náð svona langt í því sem ég var að gera.“ Líkaminn var búinn Ragna var rétt tæplega þrítug þegar hún lagði spaðann á hilluna og til- kynnti það um leið og hún hafði lok- ið sínum síðasta leik á ólympíuleik- unum árið 2012. Hún segir marga hafa orðið hissa á þessari ákvörðun, þar sem hún var á hátindi ferils síns og hafði gengið mjög vel á leikunum. En þetta var rétti tíminn. Hún var orðin södd. „Í 11 ár var ég búin að æfa tvisvar til þrisvar á dag og ferð- ast að meðaltali tvisvar í mánuði, líkami minn var bara búinn. Ég Fínt að hætta á toppnum og fara að lifa venjulegu lífi Það voru margir hissa þegar Ragna lagði badmintonspaðann á hilluna eftir ólympíuleikana í London 2012, á hátindi ferilsins. En þannig vildi hún hafa það, hætta á toppnum. Hún hafði verið að pína sig áfram í fjögur ár. Hún var södd. Líkaminn var búinn Ragna segist hafa þurft að hugsa um framtíðina, enda þarf líkaminn að endast henni alla ævi. Mynd | Rut gat ekki meira. Líkamlega var ég í raun að pína mig í fjögur ár í viðbót eftir 2008 leikana. Fólki fannst ég vera að hætta snemma og spurði af hverju ég tæki ekki Ríó líka. En ég var búin að ákveða að fara á tvenna ólympíuleika og mig langaði að toppa þar. Í mínum huga hætti ég því ekki snemma. Það var mjög fínt að fara bara í venjulegt líf á þessum tíma og fara að eiga börn.“ Ragna bendir á að hún hafi þurft að hugsa út framtíðina, svona í ljósi þess að líkaminn þarf að endast henni út ævina. „Ég sleit kross- band árið 2007 og fór í aðgerð eftir ólympíuleikana 2008 en mér er ennþá illt í hnénu, þrátt fyrir að vera í búin að gera allt sem ég get gert til að laga það. Ég mun væntanlega alltaf finna fyrir þessu.“ Hún er því ekki viss um að líkaminn væri í góðu standi í dag ef hún haldið stífum æf- ingum áfram. Sérstakt í ólympíuþorpi Ragna segir það hafa verið magnaða upplifun að taka þátt í ólympíuleik- um í tvígang, en ekki síður að búa í sjálfu ólympíuþorpinu. „Það er geggjað að ná þessum árangri sem einstaklingsíþróttamaður,“ segir hún dreymin og hugurinn reikar til baka. „Maður lifir í hálfgerðri kúlu þennan tíma. Fer inn í þorp þar sem allir eru í þvílíku formi, fær rosalega fínan mat þegar maður vill og getur fylgst með öllum sem eru að keppa. Fær að sjá öll „idolin“ sín og jafnvel tala við þau. Inni í þessum heimi er allt rosalega gott, allir eru glaðir og manni líður þvílíkt vel. Ótrúlega sérstök upplifun.“ Ragna hlær þegar hún rifjar þetta upp. Upplifunin af leikunum í Peking 2008 og London 2012 var samt töluvert ólík. „Það var þvílíkt góð stemning í Kína þegar strákunum gekk vel í handboltan- um. Það var rosa gaman að fylgjast með þeim. En þeim gekk ekki nógu vel í London og þá var stemningin ekki alveg jafn góð. Þeir voru svo margir, þannig það hafði mikil áhrif á stemninguna innan hópsins,“ út- skýrir hún. Beint í barneignir eftir leika Ragna og kærastinn hennar, Steinn Baugur Gunnarsson, voru búin að ákveða að þegar ferli hennar lyki, þá ætluðu að snúa sér að barneign- um. Og þau voru ekkert að tvínóna við hlutina. „Það var grínast með að ég hefði bara þakkað fyrir síðasta leikinn, farið beint upp á hótelher- bergi og að níu mánuðum síðar hefði fæðst barn. Það var nánast þannig. Ég varð allavega ólétt mjög stuttu seinna,“ segir hún kímin. Og þá tók við lífið sem hún hafði sett á ís árin á undan. Lífið hætti að snúast um næsta mót. Síðan er hún búin að eignast annað barn og er því orðin tveggja barna móðir. „Ég er hætt að hugsa algjörlega um sjálfa mig og hvað mig langar að gera. Nú hugsa ég bara um alla hina. Það eru mikil viðbrigði. Að komast á ólympíuleika er „pís of keik“ mið- að við barnauppeldi,“ segir Ragna og hlær. „Mér finnst þetta taka vel á, allt öðruvísi en hitt. En magnað engu að síður, að fjölga sér og sjá tvær mismunandi formúlur koma úr sömu formúlunni. Ég var mjög tilbú- in í þetta á sínum tíma.“ …viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Nú hugsa ég bara um alla hina. Það eru mikil viðbrigði. Að komast á ólympíuleika er „pís of keik“ miðað við barnauppeldi.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.