Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 45
Ég er alltaf svolítið eftir á þegar kemur að sjónvarps- þáttum. Var að klára Luther og finn hvað ég hef saknað breskra sakamálaþátta. Var alinn upp við Taggart, Morse og Wexford, sem voru allir gamlir og klókir karlar, en Luther er yngri, myndarlegri og meira ólíkinda- tól. Var hrifnastur af seríu 2 – þar sem byrjað var að dreifa hverju sakamáli yfir tvo þætti. Það leyfði þessu að anda betur og byggja upp meiri spennu. Svo reyni ég auðvitað að maula eitthvað með þessu. Gráfíkjurnar eru að koma sterkar inn, enda geng- ur ekkert að moka í sig eðlu og öðru ungmennanasli yfir breskum sakamála- þáttum. Er eðlan kannski löngu orðin lummó? Hvað með það að nota orðið lummó? Er það ekki lengur móðins? Allavega, þá mæli ég með Luther. Ég mæli samt alls ekki með því að fokka í Luther. Sófakartaflan Haukur Viðar Alfreðsson, textasmiður með meiru. Gráfíkjurnar sterkar með breskum sakamálaþáttum Bourne mættur aftur Sambíóin Jason Bourne Nokkur ár eru liðin frá því Jason Bourne lét sig hverfa eftir at- burðina sem sagði frá í myndinni The Bourne Ultimatum. Tímann hefur hann notað til að fá minni sitt aftur og nú er komið að því að hann vill fá lokasvör frá þeim sem þekkja fortíð hans betur. Ver Valur titilinn? Stöð 2 Sport laugardagur klukkan 15.30 Valur – ÍBV Úrslitaleikurinn í Borgunarbik- ar karla í knattspyrnu. Valsmenn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja bikarmeist- aratitilinn en Eyjamenn mæta hungraðir til leiks. Eyjamenn hafa slegið út stór lið á borð við FH og Breiðablik, auk ÍA, en Valsarar hafa farið þægilegri leið í úrslitin, nú síðast gegn Selfyssingum í undanúrslitum. Leikurinn hefst klukkan 16 en útsending Stöðvar 2 Sport hálftíma fyrr ef fólk ætlar ekki að mæta á völlinn. Eldfjallið hans Rúnars RÚV sunnudag klukkan 21.40 Eldfjall Verðlaunamynd Rúnars Rúnars- sonar með Theodór Júlíussyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur í aðalhlutverkum. Eftirlaunamað- urinn Hannes hjúkrar Önnu konu sinni eftir að hún fær heilablóð- fall. Um leið fær hann sjálfur nægan tíma til að skoða sjálfan sig og eigið líf og kemst að því að það er aldrei of seint að taka út þroska og laga það sem aflaga hefur farið. Myndin var framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna og hefur unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim. Lokahnykkurinn í frábærum spennu- þáttum RÚV mánudag klukkan 22.20 Aðferð Lokaþáttur- inn í sænsku spennuþátta- röðinni Modus sem byggð á bókinni Frukta inte eftir Anne Holt um geðlækninn og afbrota- fræðinginn Inger Johanne. Inger, ásamt ein- hverfri dóttur sinni, dregst inn í rannsókn á röð óhugnanlegra morða. Hef saknað breskra þátta Haukur Viðar Alfreðsson ólst upp við Taggart og Morse en horfir nú á Luther. Mynd | Rut Hvað með það að nota orðið lummó? Er það ekki lengur móðins? Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringar- ríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eld- húsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Nú eru komnir tveir nýir réttir frá okkur, Grænmetispottréttur með viðbættu Omega-3 og Fiskibollur með viðbættu Omega-3. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi. …sjónvarp17 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.