Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 23.09.2016, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 23.09.2016, Qupperneq 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Samkvæmt könnun, sem Rík-isútvarpið gerði á áhuga fólks á einstökum samfélagsmál-um fyrir komandi kosningar, hafa landsmenn fyrst og fremst áhuga á uppbyggingu velferðar- kerfisins. Ríkisútvarpið bauð fólki að velja á tólf málefni og flokka má fjögur þeirra sem velferðarmál; stöðu heilbrigðiskerfisins, mál- efni aldraðra og öryrkja, mennta- mál og stöðuna í húsnæðismálum. Þessi mál röðuðu sér í efstu sætin, í þessari röð. Önnur málefni, sem ekki er hægt að flokka sem vel- ferðarmál, lentu öll fyrir neðan þessi fjögur. Almenningur vill ræða velferð í aðdraganda komandi kosn- inga. Til að glöggva okkur betur á niðurstöðunni bjuggum við til einkunnargjöf þannig að mjög mik- ill áhugi gaf þrjú stig og fremur mik- ill áhugi eitt stig. Á móti drógust frá sambærileg mínusstig ef fólk taldi málefnin skipta fremur litlu eða afar litlu máli. Með þessu móti skora þau málefni hæst sem breiðasta sam- staðan er um. Þau málefni sem fáir telja mikilvæg en margir lítt áríð- andi lenda að sama skapi neðarlega á listanum. Sum mál eru þess eðlis að þrátt fyrir mikinn áhuga fárra er ekki grundvöllur til að ræða þau í stórum hópi. Þau fjögur mál sem lentu neðst á lista kjósenda samkvæmt þessari einkunnargjöf voru málefni inn- f lytjenda, f lóttamanna og hæl- isleitenda, endurskoðun stjórnar- skrárinnar, staðsetning flugvallar í Reykjavík og aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ef eitthvað af þessum málum verður heitt í kosn- ingabaráttunni er það í óþökk stórs meirihluta kjósenda sem vildi miklu fremur ræða önnur mál sem skipta fleiri meira máli. Málefnin sem lenda þarna á milli, mál sem ekki eru velferðarmál en sem njóta samt víðtæks stuðnings; eru nýting náttúruauðlinda og gjald- taka, skattabreytingar, umhverfis- mál og atvinnuuppbygging á lands- byggðinni. Þetta eru mál sem leggja mætti fram fyrir kosningar í þokka- legri sátt. Hvernig viljum við auka gjaldtöku af auðlindum þjóðarinn- ar? Hvernig viljum við breyta skatt- kerfinu? Hvernig viljum við vernda náttúruna og hvernig má efla sam- félögin á landsbyggðinni? En ef marka má þessa könnun ættum við helst af öllu að ræða saman um hvernig við getum sveigt velferðarkerfin svo þau þjóni betur fólkinu í landinu. Þau eru augljós- lega ekki nógu góð. Þetta hefur svo sem verið ljóst árum og áratugum saman. Hefð- in er hins vegar sú að stjórnmála- mennirnir vilja ræða eitthvað allt annað en fólk vill heyra. Því er iðulega haldið fram fyrir kosningar að við getum hugað að velferðarkerfunum þegar við erum búin að tryggja sérhagsmunaöflun- um það sem þau biðja um; skatta- lækkanir til fyrirtækja, aukna styrki til landbúnaðar eða fleiri samninga um orkusölu til iðnvera á kostnað- arverði. Því er haldið fram að fyrst þurfi sérhagsmunirnir að fá sitt áður en tími sé til að ræða umgerð um líf venjulegs fólks. Vonandi verður komandi kosn- ingabarátta öðruvísi. Vonandi mun samfélagsumræðan snúast um þá framtíð sem mikill meirihluti lands- manna vill stefna að. Vonandi auðn- ast okkur að tala um hvernig byggja má upp samfélag af vonum fólks og væntingum. Við höfum eytt of miklum tíma á umliðnum áratugum í umræður um hvernig byggja má upp sam- félag kringum ótta fólks og kvíða. Stjórnmálamenn hafa lofað okkur að vernda okkur fyrir hinu og þessu; atvinnuleysi, erlendum ítökum, hrægömmum. Það er hins vegar miklu fremur hlutverk stjórnmálanna að leiða uppbyggingu velferðarkerfisins en að forða okkur frá óáran. Vissulega geta stjórnmálamenn valdið efna- hagslegum skaða; ekki síst þegar þeir sveigja ríkið að þröngum sér- hagsmunahópum. En efnahags- og atvinnulífið sveiflast iðulega upp og niður eftir aðstæðum sem stjórn- málamenn hafa litla sem enga stjórn á. Aukinn hagvöxtur á Íslandi á undanförnum misserum kemur til dæmis af fjölgun ferðamanna, sem stjórnvöld eiga lítinn ef nokkurn þátt í að efla. Það mætti jafnvel frekar halda því fram að ferðamönn- um hafi fjölgað þrátt fyrir aðgerða- leysi stjórnvalda. Markmið stjórnvalda ætti að vera að vasast helst í því sem fólk vænt- ir af þeim; að byggja upp velferðar- kerfi sem skapar góða umgjörð utan um líf almennings og traust öryggis- net til að grípa þá sem þurfa á að- stoð að halda. Gunnar Smári BYGGJUM UPP SAMFÉLAG EINS OG FÓLKIÐ VILL Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is MIMOSA fylgir öllum aðalréttum í hádeginu á föstudögum. GASTROPUB ALLIR KOKTEILAR á hálfvirði á föstudagskvöldum frá kl. 23–24. HAPPY HOUR 15–18 ALLA DAGA Allir kokteilar, léttvín í glösum og bjór á krana á hálfvirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.