Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is Guðrún Ósk hefur spilað handbolta í fjölda ára en hún stendur í marki Fram ásamt því að spila með landsliðinu. Markmið hennar eru að verða besti markmaður deildar- innar í vetur og að verða fyrsti markvörður landsliðsins. Árni Björn, sambýlismaður hennar, æfir crossfit af miklum hug. Hann varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í fyrra og stefnir á að komast á heimsleik- ana í crossfit á næsta ári. „Við erum alveg háð hreyfingu og höfum alltaf verið í einhverj- um íþróttum. Þegar Halldóra Mar- ía dóttir okkar fæddist svona lasin þá hjálpaði það okkur mikið að geta æft og fengið útrás. Árni vann mikið og æfði á meðan ég var hjá henni á spítalanum og hann náði fyrst um sinn að halda geðheils- unni betur en ég. Hann var algjör- lega sterkari einstaklingurinn í að eiga við aðstæðurnar því hann náði alltaf að kúpla sig út inn á milli. Ég æfði líka mikið þegar ég var ólétt en þegar ég hætti því fór einhvern veginn allt í baklás. Ég fann að ég varð að byrja að æfa aftur þegar Halldóra María var orðin þriggja mánaða. Ef maður hættir að æfa verður allt erfiðara,“ segir Guðrún Ósk. Háleitar hugmyndir Halldóra María, sem nú er orðin þriggja og hálfs árs, fæddist með afar sjaldgæfan genasjúkdóm sem aðeins um 20 börn bera í heimin- um svo vitað sé. Hún er sú eina á Íslandi með sjúkdóminn og óljóst er hvernig hann þróast. Halldóra Afreksíþróttahjón hvött áfram af hreyfihamlaðri dóttur Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson lifa fyrir hreyfingu og keppni. Það var þeim mikið áfall að eignast hreyfihamlaða dóttur. Barnið er þeim hins vegar mikil hvatning og hefur kennt þeim að sjá hlutina í nýju ljósi. María fær reglulega flogaköst, hún er hreyfihömluð og á erfitt með að tjá sig. Guðrún Ósk og Árni Björn höfðu séð framtíðina fyrir sér á ákveðinn hátt, eins og langflestir eftirvæntingarfullir verðandi for- eldrar. „Þegar ég var ólétt ræddum við mikið um hvaða íþróttir okkur langaði að barnið stundaði. Hún átti fyrst að fara í fimleika og við ætluðum alltaf að vera úti að ganga og leika og svo yrði hún auðvitað framúrskarandi crossfittari,“ segir Guðrún Ósk og hlær við. „Já, við vorum eðlilega með háleitar hug- myndir um hvernig þetta ætti að vera,“ bætir Árni Björn við. „Þetta var svo mikið áfall. Mað- ur þurfti að ganga út frá einhverju allt öðru en hægt var að ímynda sér,“ segir Guðrún Ósk. „Ég held að hreyfigeta hennar sé samt það sem við höfum minnstar áhyggjur af. Það er frekar tjáningin sem veld- ur okkur áhyggjum. Okkur finnst eins og það að hún geti ekki talað, hamli henni meira. Því hún getur í raun hreyft sig mikið þó að hún geti ekki gengið,“ segir Árni Björn. Halldóra María er með stuðnings- aðila allan daginn á leikskólan- um og er byrjuð að nota tákn með tali og tjáskiptitöflur. Komið hef- ur í ljós að hún er ekki eins mikið eftir á í þroska og haldið var. „Við erum enn með stórar hugmyndir um framtíð Halldóru Maríu, bara öðruvísi hugmyndir en áður,“ segir Guðrún Ósk. Litla Halldóra María fylgist vel með og gerir tákn fyr- ir stuðningsaðilann sinn, hana Árdísi, sem er með freknur. Hall- dóra gerir freknur í andlitið með fingrinum og brosir. „Táknið fyrir mömmu, er svo bolti,“ segir Guð- rún Ósk og brosir stolt af dóttur- inni. Græðir á foreldrunum Foreldrar Halldóru Maríu eru sjald- an kyrrir og æfa margar klukku- stundir á viku. Árni segir umönnun dótturinnar enga hindrun í þeirra æfingum, þau séu með þétt net sem aðstoði þau og séu mjög skipulögð svo allt gangi upp. „Ég sé ekki fram á að við munum nokkru sinni hætta að hreyfa okkur. Ég velti stundum fyrir mér hvað maður ætti að gera við auka 25 klukkutíma á viku!“ „Það væri bara vandræðalegt,“ segir Guðrún Ósk og hlær. Halldóra er á fullu meðan á við- talinu stendur, veltir sér um í sóf- anum og reynir að hreyfa sig sem mest. Guðrún á fullt í fangi með að aðstoða hana og passa hana. „Við reynum alltaf að virkja hana eins og við getum. Eins og við ger- um við okkur sjálf. Við vitum hvað æfingar skipta miklu máli. Það þarf gríðarlegan tíma í æfingar til að mastera eitthvað vel, en Halldóra þarf helmingi meira en það til að ná sínum markmiðum. Ég held að hún græði heilmikið á því að eiga svona hreyfanlega foreldra. Krakk- ar með þennan sjúkdóm eru mjög misjafnir. Sumir ganga ekki, önnur borða ekki og tala ekki. En Halldóra María er mjög viljug að hreyfa sig og prófa nýja hluti, hún vill vinna og hlaupa um, hún reynir það. Hún reynir alltaf að vera á fullu,“ segir Guðrún Ósk sem efast ekki um að dóttirin muni ná langt þrátt fyrir sína fötlun. Árni segir Halldóru alltaf vera glaða. „Hún vill alltaf vera að gera eitthvað og þá er hún glöð.“ „Við byrjuðum snemma að tala um ólympíuleika fatlaðra,“ segir Guðrún Ósk hlæjandi en samt full alvöru. „Að hún ætti í raun meiri möguleika en aðrir á að komast á ólympíuleika. Það er bara spurning í hverju!“ Halda áfram að vera þau sjálf Þegar veikindi Halldóru Maríu komu í ljós hittu Árni Björn og „Ég hugsa oft að úr því að Halldóra María getur verið svona glöð alla daga þá höfum við sko ekki efni á að kvarta,“ segir Árni Björn. Myndir | Rut „Þegar ég var ólétt rædd- um við mikið um hvaða íþróttir okkur langaði að barnið stundaði. Hún átti fyrst að fara í fimleika og við ætluðum alltaf að vera úti að ganga og leika og svo yrði hún auðvitað framúrskarandi crossfittari.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.