Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 26.11.2016, Page 26

Fréttatíminn - 26.11.2016, Page 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Frá Raufarhöfn til Rússlands Pálína Árnadóttir tekur á móti okkur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Árum saman gengdi hún starfi forstöðukonu á ýmsum barna- heimilum Reykjavíkur. Það starf átti vafalaust vel við hana því hún er brosmild og kát og hefur gaman af því að rifja upp gamla tíma, þó að minnið svíki hana eilítið á stund- um. Pálína er fædd á Raufarhöfn árið 1924 og er því 92 ára gömul. Hún er ein sex systkina og á langri ævi hefur lífið lagt ýmislegt fyrir hana. Það brennur Aðfaranótt 20. september 1926 brann símstöðin á Raufarhöfn sem starfrækt var í húsi Árna Jónsson- ar sem var stöðvarstjóri og faðir Pálínu. Blöðin í Reykjavík greindu frá þessu nokkrum dögum síðar en fjölskyldan bjó í húsinu. Manntjón varð sem betur fer ekki en ekki náð- ist að bjarga eigum fjölskyldunnar. „Ég man sjálf auðvitað ekk- ert eftir þessu enda var ég bara tveggja ára,“ segir Pálína. „Síð- ar var mér sagt að ég hefði bjarg- að fjölskyldunni því ég fór að gráta og var samt víst ekki skælin sem barn. Bróðir minn var líklega kom- inn með einhverja reykeitrun því honum var farið að líða svo vel í svefni og varð hundfúll þegar ég vakti hann með grátinum. Síðan var okkur systkinunum, sem þá vorum fimm talsins, eiginlega bara hent út um glugga hverju á eftir öðru úr brennandi húsinu, í brjáluðu veðri.“ Eftir brunann fóru börnin í ýms- ar áttir, í fóstur til ættingja. „Við vorum heppin að fjölskyldan var stór. Langafi minn eignaðist tuttugu og eitt barn og því voru ættingjar úti um allt á þarna fyrir norðan. Eft- ir brunann fór ég á bæ í nágrenninu sem hét Höskuldarnes, til föður- systur minnar og ömmu. Það var í rauninni dálítið eins og elliheimili því þar var líka fólk sem átti ekki í önnur hús að venda.“ Síðar þegar Pálína var á ferm- Pálína Árnadóttir leit til með börnum Reykvíkinga í fjölmörg ár sem forstöðukona á ýmsum barnaheimilum bæjarins. Æskuheimili hennar brunnu tvisvar norður á Melrakkasléttu þegar hún var á barnsaldri og þegar hún sat í stóra salnum í Hörpu nú á dögunum og hlustaði á rússneska óperu rifjuðust upp þeir dagar þegar hún fór í Bolshoi leikhúsið á óperusýningar með fína fólkinu í Moskvu, laust eftir miðja síðustu öld. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Pálína Árnadótt- ir er ein úr sex systkina hópi. Í æsku hennar brann heimilið tvisvar ofan af fjölskyldunni norður á Mel- rakkasléttu. Mynd | Rut ingaraldri og fjölskyldan hafði sameinast á ný og tekið yfir Hösk- uldarnes, knúðu örlögin aftur dyra. Snemma í mars 1938 brann íbúðarhúsið þar einnig ofan af fjöl- skyldunni. Í þetta skiptið var greint frá því í blöðum að eitthvað af inn- anstokksmunum hefði bjargast en ekki matvæli sem geymd voru í kjallara. Fjölskyldan bjargaðist. „Þessa atburði man ég betur,“ segir Pálína. „Ég var í píanótíma hjá konu inn á Raufarhöfn þegar við sáum fólk hlaupa til úti fyrir og viss- um ekkert hvað var að gerast fyrr en komið með ömmu mína á sleða aftur til Raufarhafnar. Þá hafði brunnið aftur ofan af fjölskyldunni og því fór svo að við bjuggum í hlöðunni á Höskuldarnesi þegar ég fermdist, á meðan verið var að reisa nýtt íbúðarhús.“ Það var erfitt að koma stórum barnahópi til mennta. „Bræðurn- ir gengu fyrir,“ segir Pálína, „en ég var ákveðin í því sem krakki að ég ætlaði að sýna að ég gæti séð um mig algjörlega sjálf. Nítján ára fór ég í Húsmæðraskólann á Laugarvatni en langaði meira í Fóstruskólann sem þá var tekinn til starfa, en hafði hins vegar ekki próf sem til þurfti. Svo frétti ég af inntökuprófi og komst inn. Eftir námið vann ég síðan hjá bænum í rúmlega fjöru- tíu ár sem fóstra og hóf fyrst störf á barnaheimilinu Vesturborg.“ Til Moskvu í miðri þýðu Í miðju köldu stríði, árið 1956, bauðst Pálínu að fara til Moskvu og starfa sem fóstra fyrir Pétur Thor- steinsson sendiherra og Oddnýju Thorsteinsson, konu hans, í ís- lenska sendiráðinu þar í borg. Eftir dauða Jósefs Stalín, þremur árum áður, hafði Nikita Krústsjov náð að völdum í Kommúnistaflokknum og haldið fræga ræðu þar sem hann kom upp um hreinsanir einræðis- herrans og boðaði bæði tilslakanir og þýðu innanlands og í samskipt- um við Vesturveldin. „Pétur sendiherra kom til Íslands og var í vandræðum með að finna fóstru til að koma með þeim til Moskvu. Ég var þá að vinna á Vest- urborg og bauðst þetta fyrir kunn- ingsskap og eftir að nokkrar stúlk- ur höfðu afþakkað tækifærið. Þær voru flestar eitthvað smeykar, ekki síst við að fá á sig einhvern komm- únistastimpil. Þegar ég var spurð Húsakostur á Höskuldarnesi um 1930. Húsið brann árið 1938 þegar Pálína var á fermingaraldri. Mynd | raufarhofn.net. „Pétur sendiherra kom til Íslands og var í vand- ræðum með að finna fóstru til að koma með þeim til Moskvu. Ég var þá að vinna á Vesturborg og bauðst þetta fyrir kunningsskap og eftir að nokkrar stúlkur höfðu afþakkað tækifærið.“ SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM NÝ SENDING AF BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM Bali Nevada Torino Opið virka daga kl. 10-18 Opið laugardaga 11 - 15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.