Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 62
6 | helgin. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2016fjörið. Uppskrift að trölladeigi 300 gr fínt borðsalt 300 gr hveiti 1 msk. matarolía matarlitur Hrærið saman salti, hveiti og matarolíu í skál. Hrærið vatninu saman við í smá skömmtum þar til deigið er orðið að stórri kúlu. Hnoðið deigið upp með höndunum þar til það er orðið mjúkt og teygjan- legt. Ekki er nauðsynlegt að setja mat- arlit út í deigið frekar en fólk vill. Það er líka hægt að mála og lakka trölladeigið eftir að það hefur ver- ið bakað. Hægt er að geyma deigið í plast- poka í um viku og helst það þá mjúkt eins og hver annar leir. Deigið er bakað við 175°c í 1 ½ klukkutíma. Stundum þarf lengri tíma, það fer eftir þykkt hlutarins sem verið er að baka. Jólagjafir úr trölladeigi Það er gaman að föndra persónulegar jólagjafir. Trölladeig er frekar auðvelt að búa til og gaman að föndra úr. Það má jafnvel útbúa fallegar jólagjafir úr deiginu, enda alltaf langskemmtilegast að gefa persónulegar gjafir. Þá er gam- an að leyfa litlum fingrum að spreyta sig og gefa hugmynda- fluginu lausan tauminn. Laxinn sem slapp kveikti veiðiglampann í augum Daggar Hjaltalín, athafna-konu og bókaútgefanda, sem segir að nú verði ekki aftur snúið. Veiðina hefur hún stundað í nokkur ár en það er fyrst og fremst félagsskapurinn og útiver- an sem togar í hana og næsta sumar skipuleggur hún árlegt kvennaholl þar sem færri komast að en vilja. Við árbakkann slakar hún á og þar hefur hún fengið hugmyndir að veiðibókum sem hún lofar að muni líta dagsins ljós einn daginn. Hún gæti hugsað sér fallega netta vöðlu- skó í jólagjöf og fullt box af rauðum Frances-flugum. „Ég prófaði fyrst laxveiði í flugu- veiðiskóla sem maðurinn minn var með en hann er forfallinn veiðimað- ur. Ég kveikti strax á félagsskapnum og útiverunni en veiðin sjálf hefur verið aukaatriði þangað til í fyrra- sumar þegar ég lenti í því að missa mjög stóran fisk og það verður víst ekki aftur snúið þegar veiðiglamp- inn er kominn i augun. Ég prófaði að veiða á þessum stað þar sem ég missti laxinn aftur og aftur í sumar en hann sýndi sig ekki aftur en ég veit að ég á eftir að ná honum einn góðan veðurdag,“ segir Dögg. Þrátt fyrir að þetta hafi loksins kveikt á veiðidellunni þá er það ennþá fé- lagsskapurinn sem togar í hana. „Í veiðinni eru nokkur holl sem hafa fest sig í sessi. Ég fer í tveggja daga veiði með hinu vel skipaða veiðifélagi Börmunum þar sem færri komast að en vilja. Svo erum við með árlegt hjónaholl í Langá og Dögg vill fá fullt box af rauðum Frances-flug- um í jólagjöf. Mynd | Hari ÓSKALISTI VEIÐIMANNSINS Svartir nettir vöðluskór Sá nefnilega í fyrsta sinn flotta vöðluskó við veiðar í Norðurá í fyrrasumar og get ekki hætt að hugsa um þá. Nestiskarfa Ég fékk gefins hina fullkomnu nestiskörfu fyrir veiðina sem er græjuð með kampavínsglösum, diskum og hnífapörum þannig að það er hægt að halda klassanum þrátt fyrir að vera á árbakkan- um. Varð að leyfa þessu að fylgja með því þetta væri algjörlega efst á óskalistnum mínum ef ég ætti þetta ekki. Flugubox fullt af rauðum Frances því ég hef bara veitt á þá flugu og þá er best að halda sig við hana. Veiðivesti Ég nota alltaf veiðivesti sem dóttir mín fékk gefins þegar hún var 10 ára en ég hef ekki tímt að kaupa slíkt fyrir mig. Það er nefni- lega algjör mýta að það þurfi að eiga einhverjar dýrar græjur til að geta farið í veiði, bæði er hægt að leigja og svo dugar oft að nota eitthvað sem til er á heimilinu. Þolinmæðin stærsta áskorunin Dögg Hjaltalín bókaútgefandi er smám saman að verða forfallinn veiðimaður og sá áhugi skilar sér í jólapakkana í ár, fái hún einhverju um það ráðið. einnig erum við leigutakar á Efri Haukadalsá þannig að það verður farið þangað og veitt vel.“ Skotveiðin næst á dagskrá „Mér finnst frábært að veiða því þá skipti ég algjörlega um gír og fer í burtu frá öllum daglegum verkefn- um og það er ótrúlegt hvað nátt- úran og árbakkinn ná að tæma hugann. Í veiði reynir mest á þol- inmæðina og það er kannski mesta áskorunin.“ Aðspurð segist hún ekki vera mikill græjunörd í veiði- nni en sé samt búin að átta sig á hvaða græjur hún vill nota og hvaða flugur virka best. „Næsta skref er að fara í skot- veiðina og þá vantar mig nánast allt. Ég er byrjuð að lesa fyrir skot- vopnaleyfið en ég hef ekki enn fundið tíma til að sækja sjálft nám- skeiðið. Þá verður sko eldað upp úr Stóru bókinni um villibráð.“ Hugmyndir að veiðibókum „Í fyrstu veiðiferðinni minni komu upp tvær hugmyndir að veiðibók- um sem enn hafa ekki verið gefnar út þannig að kannski verður af því núna þegar ég er alkomin í bóka- útgáfu. Við hjónin erum svo með enn fleiri veiðibækur á hugmynda- stigi þannig að ég lofa blómlegri út- gáfu veiðibóka á næstu misserum. Mér finnst veiði og bókaútgáfa fara vel saman því að árbakkanum gefst góður tími til að velta hugmynd- um fyrir sér og útfæra þær og svo vill svo skemmtilega til að vertíðin í bókaútgáfunni hittir ekki á veiði- tímabil.“ LAUGAVEGI | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJAN STAÐ Á LAUGAVEGI. KÍKTU VIÐ Í ÓMÓTSTÆÐILEGAN DJÚS, SAMLOKU OG SHAKE. ER LOKSINS MÆTTUR NIÐUR Í BÆ! Joe P.S. VIÐ GERUM FÁRÁNLEGA GOTT KAFFI LÍKA! Sjáumst á JOE & THE JUICE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.