Morgunblaðið - 24.12.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.12.2016, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2016 Hugmynd verður til allsfyrst og ekki er hægtað segja annað en aðMagnús Þór Helgason fari vel af stað með sinni fyrsti skáldsögu, spennusögunni Bráð. Sagan gerist að mestu í sveitinni við Skarðsheiðina, þar sem bústörf- in takast á við aukinn ferða- mannastraum. Sveinn, sem er af sænskum og íslenskum ættum, kemur til lands- ins til þess að stunda rannsóknir á Skarðsheiði að sumarlagi en bland- ast inn í sakamál og staða hans verður allt önnur en lagt var upp með. Sól og sæla verða að hreinni martröð. Útgangspunkt- urinn er skemmtileg pæl- ing. Annars veg- ar er um að ræða stritið í sveitinni og sæluna sem því fylgir og hins vegar baráttuna um landið og auðlindirnar. Á endanum er allt falt fyrir peninga, en það getur oft verið vandasamt að fara með þá svo vel fari. Höfundur hefur búið til áhuga- verðan heim og er með gott efni í höndunum. Hann nær að kalla fram nokkrar trúverðugar persónur en valdakonur fá á sig auman stimpil, sem virkar ekki vel. Sagan stendur vel undir nafni sem spennusaga en enginn verður óbar- inn biskup. Hnökrarnir eru nokkrir og með betri yfirlestri hefði mátt gera mun betur. Engu að síður er hugmyndin nýstárleg, vel er úr henni unnið að mörgu leyti og bók- in gefur góð fyrirheit um fram- haldið. Barátta góðs og ills Magnús Þór „Höfundur hefur búið til áhugaverðan heim og er með gott efni í höndunum,“ skrifar rýnir. Bækur Bráð bbbnn Eftir Magnús Þór Helgason. Óðinsauga 2016. 214 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Þar sem þú ræður för Þín eigin hrollvekja bbbmn Eftir Ævar Þór Benediktsson Mál og menning, 2016. 283 bls. „Það þýðir ekkert að hlaupa frá vandanum. Það er eitthvað undir rúmi og þú verður að komast að því hvað í ósköpunum það er. Raf- magnið hefur ekki enn látið sjá sig, þannig að þú verður að finna einhverja aða leið til að lýsa undir rúmið og sjá hvað er þar,“ segir í bókinni Þín eigin hrollvekja. Hér er ekki á ferðinni ein saga heldur margar. Þú ert aðalpersóna bókarinnar og ræður því hvað gerist næst. Sumar sögurnar enda vel, aðrar geta farið illa, enda vakna dauðir hlutir til lífs, draugar leynast í myrkrinu og skrímsli eru komin á kreik. Höfundur bókarinnar er Ævar Þór Bene- diktsson, eða Ævar vísindamaður eins og hann er kannski betur þekktur. Bókin er sett upp þannig að lesandinn er leiddur í gegnum sög- una en fær að velja hvað gerist næst. Þannig er bókin ekki lesin frá fyrstu síðu til hinnar síðustu heldur er flett fram og til baka. Viðeig- andi aldur lesenda er frá 10 ára og upp úr en það er ekki vitlaus hug- mynd að fullorðinn lesi bókina, þ.e. fari í hlut- verk sögumanns og leyfi börnunum eða ungling- um að lifa sig inn í hroll- vekjuna. Á meðan farið er í gegnum atburðarásina í eigin hrollvekju má finna fróðleiksmola hér og þar í formi orðskýringa. Ungir lesendur sem aldnir eru fræddir um hvers konar orða- sambönd á borð við „að vera ekki á þeim bux- unum“, „að eiga harma að hefna“ og „að reka í rogastans“. Sögurnar eru skemmtilegar en ekki óendanlegar og því gott að setja sér markmið að klára eina sögu í einu. Hver saga getur endað á mismunandi hátt og því er hægt að rekja sig til baka og prófa sig áfram og fara ólíkar leiðir. Alls ekki hefðbundin bók en það gerir hana einstaka. Lesandinn á greinilega að fá það á tilfinninguna að hann stjórni sögunni en þeg- ar „rangar“ ákvarðanir eru teknar getur sag- an endað skyndilega. Í máli og myndum Ormhildarsaga bbbbn Saga og myndir: Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir Salka, 2016. 183 bls. Jöklar heimsins eru bráðnaðir og alls konar vættir hafa verið leystir úr læðingi. Breiðholtið er eyja, svokölluð Breiðholtseyja, og árið er 2043. Lífið eins og við þekkjum það í dag er svo gott sem horfið en ríkisstofnanir lifa þó enn góðu lífi og starfar söguhetjan, Ormhildur, hjá Kukl- og galdrarannsóknarsetri ríkisins. Ormhildarsaga er myndasaga og notar höf- undurinn myndir til að segja meira en mörg orð gætu lýst. Teikningarnar eru örlítið groddalegar en það virkar, gerir söguna sér- staka og rammar vel inn þennan einkennilega tíma. Þetta er íslensk fantasía sem segir frá baráttunni á milli þeirra sem vilja bjarga heim- inum, eða öllu heldur færa hann nær því sem við þekkjum í dag og þeim sem hafa hagsmuni af því að viðhalda ástand- inu sem komið er. Hver er raunverulegur vin- ur og hver er óvinur er kannski ekki alltaf ljóst en það er alveg víst að sagan er spennandi og mikið hefur verið í hana lagt enda tæplega 200 blaðsíður af teikningum, áhugaverðum sam- tölum og söguþræði. Texti og myndir eru eftir Þóreyju Mjallhvít H. Ómarsdóttur. Skrímsli og furðuverur Stutt samantekt á tveimur íslenskum skrímslasögum Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ævar Þór Benediktsson „Alls ekki hefð- bundin bók en það gerir hana einstaka.“ Þórey Mjallhvít „Sagan er spennandi og mik- ið hefur verið í hana lagt.“ Þó að kveikjan að þessaribók sé löngun ÁsdísarHöllu til að komast að fað-erni sínu þá kemst hún að svo mörgu um ævihlaup móður sinn- ar og ömmu að á endanum er verkið ein átakanlegasta ættarsaga sem undirritaður man eftir að hafa lesið. Þó að þær þrjár séu í forgrunni þá litast líf þeirra af litríkum persónu- leikum og hádramatískum atburð- um. Frásögnin flakkar milli þessara þriggja ættliða á þann hátt að les- andinn byggir smám saman heild- armyndin af orsök og afleiðingu sem skýrist eftir því sem líður á söguna. Fjöldamargar persónur koma fyrir og það hefði óneitanlega verið þægi- legra að hafa við höndina ættartré sem minnti á tengslin í stað þess að þurfa að hætta lestrinum og fletta upp í því sem þegar var komið þeg- ar fléttan verður of flókin og per- sónusafnið of viðamikið. Text- inn er mjög lip- urlega skrifaður og nær skáldævi- sögu en sagn- fræði í framsetn- ingu sem eykur áhrifamátt hans. Einn merkileg- asti punkturinn er þegar Ásdís Halla gerir sér og lesandanum grein fyrir að það sem sagt er hverju sinni sé sannleikur þeirrar persónu sem upplýsingarnar gefur byggður á minningum og viðhorfum hvers og eins. Þessi sannleikur getur stang- ast á við skjalfestar upplýsingar, en auðvitað eru slík skjöl byggð á við- horfi þeirra sem þau rita. Leit Ásdísar Höllu að blóðföður sínum verður á endanum til þess að hún öðlast betri skilning á sjálfri sér og sínum bakgrunni en umfram allt kynnist hún móður sinni upp á nýtt og leysir hana um leið úr viðjum þagnar og skammar sem hefur ein- kennt allt hennar líf. Sannleikur hvers og eins Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Höfundurinn „ … á endanum er verkið ein átakanlegasta ættarsaga sem undirritaður man eftir að hafa lesið,“ skrifar rýnir um sögu Ásdísar Höllu. Ævisaga Tvísaga: móðir– dóttir– feður bbbbn Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Veröld, 2016. Innbundin, 335 bls. SVEINN HARALDSSON BÆKUR Steven Tyler, söngvari bandarísku rokksveitar- innar Aero- smith, vill ekki fullyrða að fyrirhugaður heimstúr bandsins verði sá síðasti á löngum og farsælum ferli, en um það hefur verið orðrómur að undanförnu; ekki síst í ljósi þess að túrinn hefur hlotið hið ágæta nafn „Aero-Vederci Baby!“ Í samtali við tónlistartímaritið Billboard kveðst Tyler enn vera í fínu formi, eins Joe Perry gítarleik- ari. Nokkuð sem þeir félagar eigi raunar engan rétt á með hliðsjón af lífsstílnum gegnum árin. Er á með- an er og fyrir vikið vill Tyler ekki slá því föstu að túrinn, sem hefst í Evrópu á nýja árinu, verði sá allra síðasti hjá þessu geysivinsæla rokk- bandi. Hver fari þó að verða síð- astur að sjá Aerosmith á sviði. Ekki endilega loka- túr hjá Aerosmith Steven Tyler SÝND KL. 8, 10.50 SÝND KL. 2, 5 2D ÍSL TAL - SÝND KL. 1.45, 3.50, 6 2D ENS TAL - SÝND KL. 5, 8 SÝND KL. 2, 8.15, 10.25 TILBOÐ KL 1:45 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 ATH: LOKAÐ 24. OG 25. DESEMBER - TÍMAR OG TILBOÐ GILDA 26. DESEMBER GLEÐILEG JÓL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.