Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 NÚGETUR ÞÚ SPARAÐ ERLENDIS Kynntu þér málið betur á vib.is eða hjá VÍB ráðgjafa í síma 440 4900 VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka Sími 440 4900 | vib@vib.is | facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sjötugur Renault Juvaquatre, ár- gerð 1946, fer brátt aftur á götuna. Eigandi hans er Sigurjóna Guðna- dóttir í Garði. Hún vann bílinn í happdrætti SÍBS vorið 1948, þá þriggja ára gömul, og hefur átt hann síðan. Bíllinn var skráður á nafn föð- ur hennar, Guðna Ingimundarsonar, en nú er Sigurjóna skráður eigandi. Ásgeir M. Hjálmarsson, eigin- maður Sigurjónu, er búinn að gera bílinn upp og nú stendur hann glans- andi fínn suður í Garði. Keypti síðasta miðann „Ég var að vinna við að rífa fimm hermannabragga á Keflavíkur- flugvelli og þurfti að fá leyfi á vissri skrifstofu til að fara með efnið út af vellinum,“ sagði Guðni, faðir Sigur- jónu. Hann átti hertrukk með krana- bómu og loftpressu og gerði þessi tæki út í 50 ár. Þar sem hann beið af- greiðslu komu þrjár stúlkur inn á skrifstofuna. Þær voru að selja happdrættismiða fyrir SÍBS en ver- ið var að afla fjár til byggingar Reykjalundar. Ein spurði Guðna hvort hann vildi ekki kaupa miða? „Ég keypti af henni tvo miða, ann- an fyrir mig og hinn fyrir konuna, og setti þá í veskið. Ég fór út að bílnum og var að athuga hvort böndin sem héldu draslinu væru ekki vel strekkt. Þá kom stúlkan og sagði að hún ætti einn miða eftir í heftinu og spurði hvort ég vildi ekki kaupa hann, þótt ég væri búinn að kaupa tvo? Ég sagði henni að ég ætti svo mikið af miðum heima. Hún svaraði að það munaði ekkert um að bæta einum við. Þá datt mér í hug hvort ekki væri rétt að kaupa miða handa Sigurjónu dóttur minni, sem þá var þriggja ára, og keypti miðann.“ Guðni stakk miðanum í brjóstvas- ann og hugsaði ekki meira um hann. Dregið var í happdrættinu 15. maí 1948 og voru tíu bílar í vinning. Greint var frá vinningsnúmerunum í Morgunblaðinu og fleiri blöðum. „Systir konunnar var stödd hjá henni og þær voru að fara yfir núm- Varð bíleigandi þriggja ára  Sigurjóna Guðnadóttir í Garðinum vann Renault-bíl, árgerð 1946, í happdrætti vorið 1948  Bíll- inn var gerður upp árið sem hann varð 70 ára  Renaultinn hefur aldrei glansað jafn mikið og nú Morgunblaðið/RAX Feðginin Sigurjóna Guðnadóttir og Guðni Ingimundarson voru ánægð að geta aftur sest inn í 70 ára gamla Renault-bílinn sem Sigurjóna vann í happdrætti 1948. Renault Juvaquatre Verksmiðjurnar sendu 195 bíla til landsins á einu bretti en umboðið mátti flytja inn fjóra bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.