Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Jólahald Kúbverja var með talsvert öðrum og lágstemmdari blæ nú en mörg undanfarin ár. Bylting- arleiðtoginn Fidel Castro lést 25. nóvember og fyrstu níu dagana þar á eftir ríkti fyrirskipuð þjóðarsorg í landinu. Umferðin á götunum varð hægari, opinberum samkomustöðum var lok- að, hljóðfæraleikararnir á götum höfuðborgarinnar Havana héldu sig til hlés og á öldum ljósvakans á Kúbu, á sjónvarpsstöðvum ríkisins, var dagskráin helguð lífi og sögu Castro, sem ríkti sem valdamesti maður Kúbverja í áratugi. Þjóðlífið hefur raunar enn ekki náð sama krafti og var fyrir fráfall Castro, sem segir sitt um arfleiðina. Tefla, spila og dansa salsa „Að vera á Kúbu dagana í kring- um fráfall Castro var ansi merkileg reynsla. Þarna fann ég og sá nánast svart á hvítu þau sterku ítök sem þessi forystumaður hafði í þjóðlífinu. Hann naut virðingar enda komust mörg góð mál til framkvæmda á langri stjórnartíð. Á flestan hátt er þjóðfélagsgerðin á Kúbu vel heppn- uð, segir Björn Halldórsson. Hann er 32 ára og hefur frá árinu 2013 dvalist mikið í þessu eyríki Karab- íska hafsins, þar sem Castro komst til valda í byltingu árið 1959. Hann hélt völdum til ársins 2006 en sté þá til hliðar vegna veikinda og eftirlét Raul bróður sínum forystu- hlutverkið, sem hann heldur enn. „Ég kom þarna fyrst til þess að kynnast hinu margrómaða rommi, eðaldrykk Kúbverja. Svo vaknaði áhugi hjá mér á fleiru í landinu. Á Kúbu eru sterkar hefðir og fólkið skemmtilegt. Þarna kunna allir á hljóðfæri, að tefla, spila dómínó og dansa salsa. Í fyrstu heimsóknum mínum til Kúbu nálgaðist ég menn- inguna, staðina og fólkið eins og túr- isti. Eftir því sem ég kynntist að- stæðum og innfæddum betur breytt- ist þetta; mér þótti samfélagið þarna einkar áhugavert. Í Havana eru lög- reglumenn víða á götum úti og mað- ur skynjar sig strax öryggan,“ segir Björn sem telur þetta hluta af þeirri sterku félagslegu velferð sem til staðar sé á Kúbu. Í landinu er öllum tryggð lágmarksframfærsla, heil- brigðisþjónusta, grunnmenntun og annað slíkt í krafti hinnar sósíalísku stefnu sem fylgt hefur verið í land- inu nú í 57 ár. Þessir stjórnarhættir viðrast ekki á undanhaldi. Víða er Wi-Fi Á sinn hátt er táknrænt fyrir hægfara breytingar á Kúbu að flest- ir þar eru nú komnir með farsíma og Wi-Fi staðir víða um borgina. Þar hópast fólk hópast saman og fer á netið, mest til að tala við ættingja er- lendis og skoða samfélagsmiðla. Í Havana eru veitingastaðir og smá- verslanir nú gjarnan í fjölskyldu- rekstri en fram á allra síðustu ár var ríkið allsráðandi á þessum markaði. „Samkeppnin hófst 2011 með stefnubreytingu Raul Castro. Það hefur hefur skilað að því að veitinga- húsin og matseðilinn þeirra verður betri með hverri ferð minni til Kúbu. Mér finnst samt sennilegt að breyt- ingar á Kúbu verði hægar. Kúbverj- ar sjá að hlutirnir eru að breytast, en það tekur tíma. Þetta er mjög nægjusamt fólk sem veit að grasið er ekki endilega grænna í öðru landi og landið er á réttri leið.“ Heilbrigðisþjónustan er örugg Björn Halldórsson og Yasney, kúbversk unnusta hans, eignuðust dóttur 15. september. Björn dvalist því á Kúbu í allt haust og var með þeim mæðgum í þriggja mánaða for- eldraorlofi. Eftirlit á meðgöngu var mjög mikið. Til dæmis fór móðirin þrisvar sinnum í alnæmipróf, sam- kvæmt hefðum þar í landinu, og að- búnaður á fæðingardeild var allur hinn besti. „Ég fann það ef til vill best þegar dóttir mín fæddist hve vel er búið að fólkinu. Heilbrigðisþjónustan er örugg, hlutfall ungbarnadauða með því lægsta sem þekkist og enginn þarf að líða skort. Í því efni má nefna Kúbverjar eru nægjusamir og  Heillaðist af fjarlægu ríki  Kúba í Karíbahafinu er land romms og vindla  Sósíalísk stefna hefur ríkt í 57 ár en samfélagið er nú að breytast  Sumir sakna Fidels Castro Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Tónlist Havana er skemmtileg borg og víða á fjölförnum stöðum eru hljóð- færaleikarar sem galdra fram skemmtilega tónlist sem hrífur alla. Líflegt Dæmigerð sjón á Kúbu þar sem tónlistarmenn eru á götuhornum og spila fyrir gangandi vegfarendur. All- staðar er lifandi tónlist. Sýn Fráneygður horfir til framtíðar undir fallbyssukjaftinum. Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári Bæjarlind 4 , 201 Kópavogur, 512 3600, tingholt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.