Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 45
30.6. | Magnús Rannver Rafnsson Landsnet: Hver segir ósatt? Við þurfum svör Hvað ætli þátttakendum í hinni alþjóðlegu arkitekta- samkeppni Landsnets finnist um að dómnefndarformaður og ráðgjafi hafi sjálfir hreppt hnossið? 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 2.7. | Ísólfur Gylfi Pálmason Skógasafn – lifandi menningarstarfsemi Skógasafnið er dæmi um sjálf- bæra menningarstarfsemi sem hvílir á traustum grunni og fær það til sín vaxandi fjölda gest á hverju ári. 4.7. | Sigmundur Guðbjarnason Nýsköpunarhugmyndir fyrir sumarið Ýmis úrgangsefni falla til á landinu, t.d. við fiskvinnslu, sem hægt er að nýta í áhuga- verðar vörur. Mörg dæmi eru um að slíkt hafi tekist með góðum árangri. 5.7. | Melkorka Mjöll Kristinsdóttir Í tilefni nýrra laga um útlendinga „Alþjóðleg vernd snýst um ör- yggi fyrir fólk sem er að flýja ofsóknir eða sætir á annan hátt vanvirðandi meðferð.“ 7.7. | Helga Árnadóttir Það er 5 milljarða króna hola í veginum Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið svo allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. 9.7. | Jón Steinar Gunnlaugsson Bara á Íslandi Það hefur meðal annars vakið athygli að margir menn fagna þessum dómum. Þeir eiga ekkert betra skilið. Á bak við slíkar athugasemdir er greini- leg fáviska um þau skilyrði sem nauðsyn- legt er að uppfylla til þess að unnt sé að sakfella menn fyrir refsiverða háttsemi og dæma þá til fangelsisvistar. 11.7. | Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ungt fólk vill raunverulegt val Með afskiptum sínum kemur hið opinbera í veg fyrir að ein- staklingar hafi nokkurt valfrelsi í húsnæðismálum. Þannig er grafið undan möguleikum okk- ar á að verða fjárhagslega sjálfstæð. 12.7. | Birgir Loftsson Varnir Íslands enn í höndum Bandaríkjamanna Þetta segir að Íslendingar hafa ekkert að segja um varn- ir landsins á ófriðartímum, við verðum að treysta á að Bandaríkjamenn beri hag landsins fyrir brjósti sér. 14.7. | Ögmundur Jónasson Þörf á yfirvegaðri umræðu um flóttafólk Spurningin stendur: Ætlum við að veita öllum hælisleit- endum sem hingað koma landvist, óháð því hvort þeir njóta réttar til alþjóðlegrar verndar eða ekki? 16.7. | Óðinn Sigþórsson Afurð málamiðlunar Þessi afurð málamiðlunar til stjórnskipunarlaga, svo gölluð sem hún er, getur varla orðið óbreytt að stjórnlögum, enda er þá hvor tveggja misþyrmt, stjórnarskránni og íslensku máli. 19.7. | Sigríður Ásthildur Andersen og Haraldur Benediktsson Endurheimt votlendis Hér er tækifæri fyrir bændur og landeigendur því einstaklingar og fyrirtæki vilja í auknum mæli geta kynnt starfsemi sína sem kolefnishlutlausa. 21.7. | Guðríður Arnardóttir Ekki er allt sem sýnist Launahækkanir framhalds- skólakennara á síðustu miss- erum þarf að skoða í sam- hengi við launasetningu samanburðarhópa og lengra aftur en til ársins 2006. 22.7. | Hólmgeir Karlsson Landbúnaðurinn og matvæla- framleiðslan hagsmunir neytenda Hlaupum ekki nú eftir skamm- tímahagsmunum þeirra sem ætla bara að græða á því að veikja stöðu matvælavinnsl- unnar og landbúnaðarins. 23.7. | Árni Þormóðsson Verður Ríkisútvarpið eyðilagt? Greiðendur útvarpsgjalds hljóta að eiga rétt á að njóta auglýsinga í dagskrá sinna miðla. Stöð 2 selur dagskrá sína í áskrift og þar eru aug- lýsingar hluti af dagskránni. 25.7. | Elín Hirst Aðgerðir strax á sumarþingi Ég tek undir með Guðna og þakka honum kærlega fyrir þessa þörfu brýningu til Al- þingis um að láta ekki sparka þjóðarflugvellinum burt úr höfuðborginni. 25.7. | Sveinn Rúnar Hauksson Óhugnanleg stefna Ísraelsstjórnar Nauðga má konum á stríðs- tímum, segir nýr yfirrabbíi Ísraelshers, Eyal Karim. Þetta er haft til marks um óhugnað- inn sem einkennir stefnu Net- anyahu. 27.7. | Jens Garðar Helgason Ríkislausn skilgreind sem markaðslausn Ég held að þegar almenningur skilur hismið frá kjarnanum í umræðunni um sjávarútveg á Íslandi þá muni fólk ekki vilja hverfa til fyrri tíma. 28.7. | Erla Bergmann Nú er mælirinn fullur Nú er mælirinn fullur. Ég skora á eldri borgara þessa lands að taka nú á honum stóra sínum og refsa þeim stjórnmálamönnum sem nú eru við völd og á þingi og hafa hundsað okkur. Nú kjósum við nýja flokka á þing því þeir geta ekki orðið verri. 29.7. | Óskar Þór Karlsson Forvalið í Leifsstöð Síðan eru það svo hinir, sem þola illa að heyra gagnrýni og nota oft þau tækifæri sem gefast til þess að klekkja á gagnrýnandanum, jafnvel án þess að sjá það sjálfir né viðurkenna. 2.8. | Ólína Þorvarðardóttir Vandi hugarfarsins stjórnarstefnan Velferðar- og menntakerfi líða fyrir skeytingarleysi stjórn- valda, auðmannadekur og einkavinavæðingu. Vandinn liggur í hugarfarinu stjórn- arstefnunni. 3.8. | Helgi Seljan Ekki skyldi skaðvaldinum gleymt Góðu fregnirnar eru hins veg- ar þær sem gleðja aldinn huga, að færri unglingar koma til SÁÁ með vandamál af völdum áfengisneyzlu nú en áður, blessunarlega vegna þrotlausrar forvarnarvinnu svo margra sem hefur borið þennan árangur. 4.8. | Árni Johnsen Þoli ekki að sjá tækifæri Suður- kjördæmis fara forgörðum En hvað hefur þetta blessað fólk gert síðastliðin þrjú ár í skjóli ríkisstjórnarmeirihluta? Ekki neitt, hreinlega ekki neitt sem hefur komið Suður- kjördæmi til góða. 5.8. | Bjarni Jónsson Að sækja vatnið yfir bæjarlækinn Gott aðgengi að heilbrigð- isþjónustu er ein helsta for- senda fyrir áframhaldandi sterkri byggð um landið allt. 8.8. | Eyjólfur Eysteinsson Mesta þörfin fyrir hjúkrunar- heimili er á Suðurnesjum Halda á íbúafund á Suð- urnesjum í september til þess að fylgja eftir kröfunni um nauðsyn þess að fjölga hjúkr- unarrýmum með byggingu hjúkrunarheimilis. 9.8. | Sigurbjörn Sveinsson Einfalt heilbrigðiskerfi eða tvöfalt? Ráðstafanir stjórnvalda í þá átt að ná fram hagræðingu og mæta sparnaðar- sjónarmiðum með takmarkaðri og ófull- nægjandi heilbrigðisþjónustu er stærsti ein- staki áhrifavaldurinn til að þróa heilbrigðiskerfið í átt til tvöföldunar. 10.8. | Helgi Áss Grétarsson Horfir uppboð á af laheimildum til þjóðarheilla? Þótt sumir vilji umbylta íslenska fiskveiðistjórnkerfinu þá hygg ég að leitin að farsælum umbótum á því kerfi sé ekki að finna í smiðju Færeyinga. 11.8. | Þórir N. Kjartansson Vegamál í Mýrdal Allt frá því að Mýrdalshreppur varð til árið 1984 með samein- ingu Hvamms- og Dyrhóla- hrepps, hefur framsýnt fólk unnið að því að fá láglendisveg um Mýrdalinn með göngum í gegnum Reyn- isfjall. 13.8. | Ragnheiður Elín Árnadóttir Suðurkjördæmi stendur sterkt Þessi mikli árangur í atvinnu- uppbyggingu er grundvöllurinn fyrir þeirri nauðsynlegu upp- byggingu innviða samfélagsins sem ráðast þarf í á komandi ár- um og þeirri velferð sem að við viljum tryggja í samfélagi okkar til framtíðar þar sem allir, jafnt ungir sem aldnir, fá notið bestu lífskjara. 16.8. | Ólafur Helgi Marteinsson Færeyska leiðin? Nei, takk! Ýmsir þeir sem mæla fyrir því að bjóða upp aflaheimildir á Ís- landi hafa áður boðað færeyska leið í fiskveiði(ó)stjórn á Íslandi. 17.8. | Ragnhildur Elín Lárusdóttir og Vigdís Sigurvaldadóttir Nýjar reglur - Skattayfirvöld fá upplýsingar um eignir Íslendinga erlendis Það er ljóst að þessar reglur munu veita ís- lenskum skatta- yfirvöldum víð- tæka yfirsýn yfir eignir íslenskra aðila erlendis en sífellt fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem hafa innleitt reglurnar. 18.8. | Sveinbjörn Dúason Sjúkraflug, Landspítali og mikilvægi Reykjavíkurflugvallar Ekki er að sjá að hags- munaaðilar sem hafa með málið að gera séu að vinna í að finna farsæla lausn heldur fljóta menn sofandi að feigðarósi. 19.8. | Björn Bjarnason EFTA/EES-aðild er hagstæð fyrir Breta Gagnrýni á aðild Breta að EES er m.a. um rétt þeirra til að tak- marka fjölda innflytjenda til Bretlands. Þeir ættu að geta það eins og Liechtensteinar. 20.8. | Júlíus Petersen Guðjónsson Raunasaga ellilífeyrisþega TR Hverjir kusu ykkur, auðvitað eldri borgarar? Haldið þið að eldri borgarar láti blekkjast í næstu kosningum? 22.8. | Leifur Magnússon Hvar er lagaheimildin? Umrætt landsvæði á suðvest- urhluta neyðarflugbraut- arinnar hefur frá upphafi flug- vallarins verið innan flugvallargirðingar, og er svo enn. 23.8. | Helga Ingólfsdóttir Eðlilegt að lækka tryggingagjald með minnkandi atvinnuleysi Nú þegar umskipti hafa orðið á vinnumarkaði og fyrir liggur að vinnuafl skortir í mörgum greinum er sjálfsagt að lækka tryggingagjaldið. 24.8. | Jóna Björg Sætran Í skólanum, í skólanum Skólasamfélagið í Reykjavík vinnur metn- aðarfullt skólastarf en fjársvelti og sífelldur niðurskurður hamlar mörgum brýnum verkefnum. 25.8. | Páll Gunnar Pálsson Samkeppni á dagvörumarkaði - Í tilefni af grein Haraldar Benediktssonar Grein Haraldar er gott tilefni til þess að rifja upp nokkrar aðgerðir Samkeppniseftirlits- ins á dagvörumarkaði. 27.8. | Steinunn Þóra Árnadóttir Vandamálið Tyrkland Fyllsta ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af hlut- skipti tyrkneskra Kúrda við ríkjandi aðstæður og er vert að beina þeirri áskorun til stjórnvalda í Tyrklandi að virða mannrétt- indi og mannhelgi allra tyrkneskra borgara. 27.8. | Hildur Sverrisdóttir Varðstaða um grunngildi Í starfi mínu sem borg- arfulltrúi hef ég oftar en ekki tekið fyrir mál sem snerta grunngildi eins og tjáning- arfrelsi, eignar- og sjálfs- ákvörðunarrétt. 29.8. | Áslaug Valsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir Vegna fyrirhugaðra breytinga á lyfjalögum „Ljósmæður hafa sótt það í mörg ár að fá leyfi til að ávísa ákveðnum lyfjum fyrir skjólstæðinga sína. Málið hefur aldrei komist alla leið í reglugerð eða lög og ekki ljóst hvers vegna svo er.“ 30.8. | Orri Vigfússon Ólafur Haraldsson genginn aftur en hvar er Einar Þveræingur? Ráðuneyti sjávarútvegs- og umhverfismála eru granda- laus og íslenskum skattgreið- endum er ætlað að borga ómældan kostnað við und- irbúning, rannsóknir og allt eftirlit sem framleiðslunni fylgir. 31.8. | Teitur Björn Einarsson Beint frá býli í alvöru Sóknarfærin til framfara og verðmætasköpunar eru víða. Ævintýralegur straumur ferðamanna til landsins skap- ar þannig fjölda tækifæra fyrir bændur til að selja margvíslegar vörur sín- ar og þjónustu. 1.9. | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Selt undan flugvellinum Annað getur því vart talist forsvaranlegt en að rifta hin- um ólögmæta samningi. Sú riftun myndi vonandi marka umskipti í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þarf til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda til að fjar- lægja flugvöllinn sneið fyrir sneið. 2.9. | Rúnar Gíslason Landsbyggðin fyrir alla Fólk heldur áfram að veikjast á landsbyggðinni og sama hversu hátæknilegt hátækni- sjúkrahúsið er þá þarf að vera hægt að veita fólki lág- marks aðhlynningu í hverju byggðarlagi. 3.9. | Gunnar Einarsson Lúpínan er íslensk Þær plöntur sem vaxa á Ís- landi tilheyra flóru Íslands. Það á ekki síður við um lúp- ínuna en aðrar plöntur. 5.9. | Dr. Eric Stubbs Ísland myndi hagnast á öðruvísi vaxtastefnu Þótt það sé þægilegt og rétt- lætanlegt að notast áfram við útbreiddar hefðbundnar að- ferðir þá kann að vera að þær þjóni Íslandi ekki vel nú á tím- um. Morgunblaðið/Eggert Landsliðið snýr heim Evrópumótið í knatt- spyrnu setti stóran svip á sumarið og var landsliðs- mönnunum okkar ákaft fagnað við heimkomuna frá Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.