Morgunblaðið - 31.12.2016, Side 46

Morgunblaðið - 31.12.2016, Side 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 6.9. | Birgir Guðjónsson Háskóli Íslands og plastbarkinn Fróðlegt verður í hvaða sal Háskóli Íslands gerir grein fyrir þátttökunni og hversu lengi eigi að njóta dóm- greindar og forystu íslenskra þátttakenda. 7.9. | Sveinn Óskar Sigurðsson Verndum kristin gildi kærleika og sátt Íslenska þjóðkirkjan hefur orðið fyrir margvíslegum árásum og undirmálum. Hvorki er slíkt maklegt né heillavænlegt. 8.9. | Harpa Njáls Hvert er markmið breytinga á lögum um kjör aldraðra? Ljóst er að eftirlaunafólk verður í verri stöðu ef frum- varpið verður að lögum og skrefið stutt í skort og fá- tækt. 9.9. | Ómar Benediktsson Um Farice og gagnaver Farice sér þessa aukningu í aukinni bandvíddarnotkun á strengjum félagsins og eru gagnaver orðin stærri not- endur en allur íslenski mark- aðurinn. 10.9. | Sverrir Ólafsson Ákæruvaldinu ber að gæta að gögnum sem eru ákærðum manni til hagsbóta Þrátt fyrir útbreidda andúð á bankamönnum er mikilvægt að hún yfirbugi ekki virð- inguna, sem við flest viljum bera, fyrir réttarkerfi lands- ins. 12.9. | Haukur Ingibergsson Uppfærum lífeyriskerfi eldri borgara 1.1. 2017 Enginn þingmaður getur vik- ist undan því að ganga hreint til verks og afgreiða breyt- ingar á lögum um almanna- tryggingar áður en efnt er til kosninga. 13.9. | Friðrik Larsen Reynsla sem skilar sér Rétt eins og verkfræðing- urinn þarf að skilja verklega þætti orkunýtingar þarf markaðsfræðingurinn að skilja þarfir, hugsanir og vilja viðskiptavina orkufyrirtækjanna. 14.9. | Sigurður Friðleifsson Búvöruorkuskiptasamningur Hvernig væri að gera svip- aðan samning um stuðning við innleiðingu innlendrar orku í samgöngum og sjávar- útvegi? 15.9. | Jónas Haraldsson Ítrekuð áskorun til kínverska sendiráðsins Húsið sjálft mun með sama framhaldi halda áfram að grotna niður og ástand garðsins er orðið skelfilegt, eins og menn geta séð með eigin augum. 17.9. | Sigríður Ólafsdóttir Af búvörusamningum Slíkt ákvæði á í fyrsta lagi ekki heima í búvörulögum heldur í lögum um velferð dýra og það er búið að setja þetta ákvæði inn þar. 20.9. | Kristófer Tómasson Landbúnaður allra landsmanna Rekstrareiningar þurfa að ná lágmarksstærð til að hægt sé að horfa til fram- tíðar í búrekstri hér á landi. Vel rekin fjölskyldubú hafa í gegnum árin verið farsælt form bú- rekstrar. 21.9. | Hjálmar Árnason Burt með skólastofurnar Skólastofurnar halda skóla- starfi föstu í viðjum vanans og eiga sinn þátt í að halda hefðbundnum kennsluhátt- um jafn úreltum og raun ber vitni. 22.9. | Sverrir Ólafsson Raunir Landsnets Og svo er ráðherra orkumála, sem ber yfirábyrgð á öllu saman, fokinn úr pólitík út í veður og vind vegna lélegs fylgis. Fleiri mættu fjúka. 23.9. | Guðmundur Oddsson Nú borgum við niður skuldir Gott er að borga niður skuldir, en ef það er á kostnað þess að endurbæta og laga okkar helstu grunnstoðir, þá er það heldur döpur framtíðarsýn. 24.9. | Arnar Þór Jónsson Fulltrúalýðræði Það er holur hljómur í lúðra- blæstri heils þingflokks um upplýsta ákvörðunartöku þegar það slagorð er notað til að réttlæta hjásetu. 27.9. | Björn Theódór Árnason Að vera stoltur af því sem vel er gert Viljum við tónlistarmenn þakka það sem vel er gert og um leið þeim stjórn- málamönnum sem komu að ákvörðun um byggingu henn- ar. 27.9. | Guðrún Kvaran Ég ákvað að vera leiðinleg Blár feldur með hvítum krossi og rauðum krossi inni í hvíta krossinum. Þannig lærði ég að lýsa íslenska fánanum þegar ég var skáti. 28.9. | Ólafur Þ. Jónsson Það er draumur að vera með dáta … Eitthvað hlýtur að vera rotið í lýðræðisríkinu Íslandi þeg- ar einn ráðherra getur upp á sitt eindæmi opnað allar gáttir fyrir bandaríska hern- um og fótum troðið fullveldi landsins. 29.9. | Þórdís Rúnarsdóttir Heilsa óháð þyngd og holdafari? Fjölmargir, sem hafa látið í minni pokann fyrir megr- unaræði nútímans þó að þeir séu ekki með átröskun, hafa brotið vítahringinn með HA- ES. 30.9. | Skarphéðinn Guðmundsson Þið munið hann Derras Á þeim fimmtíu árum sem liðin eru síðan fyrstu sjón- varpsútsendingar hófust hef- ur þjóðin sýnt það æ ofan í æ að hún kýs framar öðru vand- að íslenskt sjónvarpsefni. 1.10. | Össur Skarphéðinsson EES kallar á nýja stjórnarskrá Alþingi samþykkti nýlega innleiðingu á tilskipun ESB sem felur í sér meira framsal á ríkisvaldi en dæmi eru til um frá stofnun EES. 3.10. | Erling Freyr Guðmundsson 1.000 megabita tengingar heimila Þéttbýli Kópavogs verður fulltengt Ljósleiðaranum 2017 og Hafnarfjörður og Garðabær klárast fyrir árslok 2018. 4.10. | Geir Waage Hvaðan kemur mönnum vit? Getur alþýða manna og alþingismenn treyst upplýsingum embættismanna? Getur það verið að ráðu- neytin ljúgi beinlínis og rang- færi upplýsingar? 5.10. | Logi Einarsson Örstutt saga af ungri fjölskyldu Samfylkingin vill hjálpa þess- ari fjölskyldu. Við viljum bjóða þeim fyrirframgreiddar vaxtabætur til fimm ára; alls þrjár milljónir króna. 6.10. | Óttar Guðjónsson Ærandi þögn um innherja- viðskipti formanns Viðreisnar Þá vaknar spurningin hvort hlutafjáraukninguna hafi borið að með svo skyndilegum hætti að formaður stjórnar væri fullkomlega grunlaus um að slíkt stæði til þegar hann og aðilar hon- um tengdir seldu hlutabréf sín. 7.10. | Reynir Eyjólfsson SagaPro dýrt og gagnslaust kukl Samkvæmt nýrri rannsókn er ekki hægt að halda öðru fram um SagaPro-töflurnar en að þær séu verkunarlausar, þ.e. ómerkilegt, gagnslaust kukl. 8.10. | Lilja Alfreðsdóttir Mitt á milli Moskvu og Washington Markmið gestanna voru há- leit, því stefna skyldi að mark- vissri fækkun kjarnavopna í útbólgnum vopnabúrum stór- veldanna og leggja grunn að þíðu í samskiptum ríkjanna eftir hart kulda- kast í köldu stríði. 11.10. | Benedikt Jóhannesson Róandi þögn Mér er ljúft að upplýsa hann um að eftirlitið hefur ekki haft neitt samband við mig út af þessu máli. 11.10. | Jóhanna María Sigmundsdóttir Afkáraleg fyrirspurn? Núna hverfa börn og ungar stúlkur úr þessum búðum nærri því á hverjum degi og það er ekki vegna þess að foreldrar þeirra eða ættingjar hafi komið og sótt þau. 12.10. | Ásgerður Kr. Gylfadóttir Heilbrigðisþjónusta og landsbyggðin Kannski myndi þessi staða breytast ef afsláttur fengist af námslánum við það að starfa og búa úti á landi í ákveðinn tíma eftir útskrift! 13.10. | Bryndís Haraldsdóttir Borgarlína grundvöllur svæðis- skipulags höfuðborgarsvæðisins Niðurstöðurnar sýna að breytingar á ferðavenjum hafa meira vægi en auknar framkvæmdir í því að draga úr umferðarálagi. 14.10. | Kristinn Karl Brynjarsson Lífseig lygi Það afnam enginn auðlegð- arskattinn nema þau lög sem um hann giltu. Lög sem Oddný tók sjálf þátt í að koma í gegnum þingið á síð- asta kjörtímabili og lagði sjálf ríka áherslu á að yrðu ekki framlengd. 15.10. | Elliði Vignisson Byggð þrífst best ef fyrirtækjum heilsast vel Eyjamenn eru stoltir af sjáv- arútvegsfyrirtækjunum sínum. Við erum stoltir af áherslu þeirra á sjálfbærni, stoltir af vilja þeirra til að efla byggð. 17.10. | Árni Páll Árnason Alvörukjarabætur til eldri borgara Þegar kemur að kjörum eldri borgara veit þjóðin hvar hjarta Samfylkingarinnar slær. 18.10. | Illugi Gunnarsson Endurreisn framhaldsskólans Héðan í frá mun rekstur fram- haldsskólanna batna ár frá ári, þangað til framhaldsskólakerfið á Íslandi verður komið í hóp þeirra sem best eru fjármögnuð. 20.10. | Jónas Egilsson Innlendur landbúnaður, framtíðin og umhverfið Þjóðarsátt verði um að ís- lenskur landbúnaður geti um alla framtíð tryggt fæðu- öryggi landsmanna. 21.10. | Heiðrún Lind Marteinsdóttir Gjaldtaka af nýtingu auðlinda Mikilvægt er að þeir sem bjóða fram krafta sína til starfa á Alþingi þekki grund- vallarforsendur að baki veiði- gjaldi. 22.10. | Sigurður Ingi Jóhannsson Lækkum skatta á meðallaun Við framsóknarmenn viljum nýta tekjuskattskerfið til að draga úr byrðum milli- tekjufólks en í þeim hópi eru flestir launþegar. 24.10. | Jakob F. Magnússon Til betri vegar Sjaldan ef nokkru sinni hefur ein ríkisstjórn sýnt langtíma- baráttumálum tónlistarfólks jafn mikinn áhuga, skilning og velvilja. 25.10. | Ragnar Árnason Launamunur kynjanna: Mælingar og fullyrðingar Sé það raunverulega ætlunin að vinna bug á launamismunun þarf að ráðast skipulega að rótum vandans. Þeir sem snúast gegn því að það sé gert eru í raun að vinna að áframhaldandi launamismunun. 26.10. | Þorkell Sigurlaugsson Lilja Alfreðsdóttir ekki trúverðug í Landspítalamálinu Samkvæmt Framkvæmdasýsl- u ríkisins og Skipulagsstofn- unar er áætlað að afhending Landspítala tefjist um 10-15 ár ef byggt er á öðrum stað. 27.10. | Halldór Halldórsson Vörumst sama meirihluta í landsmálin og er í borginni Með þessu sýna þessir fjórir flokkar sem eru Píratar, Vinstri græn, Björt framtíð og Samfylking kjósendum lítils- virðingu og villa um fyrir þeim. 28.10. | Katrín Jakobsdóttir Nú er kosið um réttlátt samfélag Í velferðinni felast verðmæti fyrir venjulegt fólk og það er sú velferð sem við viljum ein- henda okkur í að byggja upp á næstu árum. 29.10. | Vigdís Hauksdóttir Jóhannesi Karli Sveinssyni svarað – Íslandsbanki Ríkið virðist þannig hafa gefið eftir eiginfjáruppbyggingu bank- ans meðan hann var í eigu þess. Ríkið virðist einnig hafa gefið eft- ir réttinn til að gera upp skuld við gamla bankann á gengi samningsdags. 31.10. | Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Háskólar í hættu Fyrir velferð komandi kynslóða er gríðarlega mikilvægt að efla háskólastarf á landinu svo það standi jafnfætis því sem best gerist í nágrannalöndunum. 1.11. | Óli Þór Ástvaldarson Sjúkraflugið, landlæknir og Reykjavíkurflugvöllur Ég vil skora á landlækni að flytja nú búferlum til Ak- ureyrar um tíma og ráða sig þar sem lækni á sjúkra- flugvélina. 2.11. | Kjartan Jóhannesson Er varasamt að gera samninga við ríkið um lífeyrissjóðsmál? Óréttlátt er að allar skerðingar og kostnaður vegna forsendubrests lendi bara á öðrum aðila samn- ingsins, á lífeyrisþegum en ekki aðildarfyrirtækjum. 4.11. | Þorsteinn Þorkelsson Takk fyrir, ISAVIA Í október varð alvarlegt rútu- slys á Mosfellsheiði. Fumlaus og skjót viðbrögð við- bragðsaðila má þakka sam- starfi á æfingum ISAVIA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.