SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 4

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 4
4 Allt frá upphafi SÍBS blaðins í núverandi formi hefur það verið pakkað og merkt til póstsend- ingar í vinnustofunni Ási sem er við Brautar- holt 6 í Reykjavík Ás, sem er verndaður vinnustaður fyrir fatlaða, er rekinn af Styrktarfélagi vangefinna, Reykja- vík. Þar er lögð áhersla að skapa fólki með skerta starfsgetu, vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörf- um þess og getu. Ás vinnustofa tekur að sér alhliða pökkunar- vinnu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Boðið er uppá plastpökkun í vélum en einnig er ýmsu handpakkað t.d tímaritum og geisladiskum. Ritstjóri SÍBS blaðsins hefur frá upphafi annast samskiptin við Ás og kynnst mörgum starfs- SÍBS blaðið og Ás S Í B S f r é t t i r Frá fundi starfsmanna og aðstandenda í desember 2005 Jólakaffi í Ási 2005 mönnum þar, en viðmót þeirra er ávallt jafn glaðlegt og frjálslegt. Fyrir nokkrum árum fékk hann síðan að mæta með harmoniku síðasta vinnudag fyrir jól og taka þannig þátt í „litlu jólunum“ með starfsfólkinu. Það er jafnan hin besta skemmtun fyrir alla sem að því koma og borið er fram súkkulaði og bakkelsi eins og hæfir tilefninu. Hér að ofan eru tvær myndir sem teknar voru fimmtudaginn 22. des. s.l., en þá var síðasti vinnudagur fyrir jól. Jólasveinn ársins 2005

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.