SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 15

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 15
15 að Reykjalundi. Síðar varð að draga úr sundinu vegna vaxandi þarfar Mosfellsbæjar fyrir skóla- sund. Kom þannig fram knýjandi þörf fyrir eigin sundlaug. Ekki má gleyma Hermanni Ragnari Stefánssyni danskennara, sem kom um árabil, nánast frá upphafi, einn dag í viku og kenndi gömlu dansana o.fl. Ekki ætla ég mér þá dul að lýsa starfi heilsu- þjálfanna í heild, en vil nefna helstu greinar nar: Hópganga í fjórum miserfiðum hópum. Leikfimi í tveimur miserfiðum hópum, annar með þol- og þrekhringum, en hinn hópurinn er fyrir fólk sem gerir æfingar sitjandi. Vatnsleikfimi daglega. Spaðatímar, bæði borðtennis og badminton. Sundþjálfun 4 daga vikunnar. Sundkennsla 5 sinnum í viku. Einstaklingssundþjálfun þar sem þjálfar- inn er með sjúklingnum í lauginni. Boccia 4 daga í viku, þjálfar jafnvægi, einbeitingu, bæði líkamleg og félagsleg þjálfun. Boltatími 3 daga í viku. Golf daglega að sumrinu. Reiðhjól í nágrenni Reykjalundar með aðstoð heilsuþjálfanna eða á eigin vegum. Reiðþjálfun hefur verið í höndum verktaka 2 daga í viku. Róður á Hafravatni daglega, á sumrin. Gönguskíði og fjallgöngur þegar veður og aðstæður leyfa. Fyrir utan fyrrnefnda fyrstu heilsuþjálfa hefur margt frábært fólk starfað við Heilsusportið eins og það er líka oft kallað. Bjarki Bjarnason tók við af Lilju og Loga, svo bættist við Sigurjón Elíasson, sem var síðar einyrki í heila 8 mánuði er starfið hafði undið talsvert upp á sig. Síðan bættust við íþróttakennararnir Ingólfur Freys son, Wolfgang Sahr, Lárus Marínusson, Hjörd- ís Magnúsdóttir, Heimir Bergsson og Ágúst Már Jónsson. Fleiri hafa komið að starfinu í sumar- afleysingum. Þann 1. maí 1988 var Heilsusportið viðurkennt sem sérstök starfseining sem Lárus Marínusson hefur stýrt frá upphafi. Fram að þeim tíma var undirritaður talinn stjórnandi þess. Fyrst voru oft 1-2 heilsuþjálfar í starfi í senn en í áratug hafa 3 heilsuþjálfar verið í fullu starfi. Strax í upphafi varð mjög gott samstarf við sjúkraþjálfarana og iðjuþjálfana að nokkru leyti líka og varð ákveðin verkaskipting milli þeirra. Í heildina var mikil aukning á vinnu sjúklinganna sjálfra við eigin endurhæfingu. Áður fyrr var starfsemin oftast aukin á sumrum, en þá voru nokkur námskeið fyrir hópa fatlaðra barna. Einnig voru gerðar tilraunir með þjálfun astmaveikra barna. Starfsemi heilsusportsins hefur breyst mikið á undanförnum árum í takt við breytingu á starfsemi Reykjalundar. Nú heyr- ir það til undantekninga ef einhver innritast ein- göngu til þess að kynnast íþróttum, en tilkoma sviða eins og hjarta-, lungna-, næringar- og verkjasviðs að öllum öðrum sviðum ógleymdum hafa gert það að verkum að sjúklingasamsetn- ingin er allt önnur. Hæfingarsviðið sendir þó alltaf ungt fólk til íþróttahreyfingarinnar þegar við á. Uppbygging heilsusportsins var sniðin að fyrir- mynd Beitostølen Helsesportsenter í Noregi. Fyrstu árin var verið að smá bæta við hug- myndum þaðan, en síðan hefur starfið þróast hér að þörfum stofnunarinnar og síðustu árin hefur það verið í nokkuð föstum skorðum þótt ýmsar nýjungar hafi litið dagsins ljós. Má þar nefna líkamsgreiningu (mælingar á fituhlutfalli líkamans), 6 mínútna og 2 km göngupróf og sjá heilsuþjálfar um fram- kvæmd, skráningu og skil á prófunum til sjúkraþjálfara og sjúklinga. Samstarf tókst við Beitost- ølen varðandi heimsóknir frá Reykjalundi og fóru Birgir Johnson yfirsjúkra- þjálfari og Valgerður Gunn- arsdóttir sjúkraþjálfari þan- gað til mánaðar starfs. Þá fóru heilsuþjálfarnir Bjarki, Ingólfur og Lárus einnig þangað til nokkura vikna starfa. Einn heilsuþjálfi frá Beitostølen dvaldi að Reykjalundi í mánuð og hafði ýmsar góðar hugmyndir fram að færa, en kvaðst einnig sjálfur hafa lært ýmis- legt nytsamlegt hér. Að lokum væri ekki úr vegi að geta frumherj- anna í íþróttum fatlaðra. Í SÍBS bókinni frá 50 ára afmæli SÍBS 1988 sést að Oddur Ólafsson, hinn mikli brautryðjandi í endurhæfingarmálum berklasjúlklinga og baráttumaður í öryrkja- málum, hefur verið einstaklega framsýnn. Þar segir að sumarið 1972 hafi hann haldið erindi á þingi Íþróttasambands Íslands um íþróttir í þágu fatlaðra. Hann sagði m.a. „Íþróttir eru öllum nauðsyn. Íþróttir eru fötluðum meiri nauðsyn en heilbrigðum. Íþróttir fyrir fatlaða hafa skipað sér sess á alþjóðavettvangi. Skipulögð íþróttastarf- Árlegt Reykjalundarhlaup var fastur l iður í starfinu um áraraðir

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.