SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 19

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 19
19 Flestir fjölmiðlar þess tíma fjölluðu um þetta framtak SÍBS og birtar voru myndir af flugvél- inni í dagblöðum og tímaritum, m.a. Fálkanum, Þjóðviljanum er einnig fjallað um þetta fram- tak SÍBS og birtar myndir af flugunni. Blaðið þakkar SÍBS að greiða fyrir framförum í flug- inu sem mun skipa æ meiri sess í ferðalögum Íslendinga. Síðan segir: ,,Nýlega hefur S.Í.B.S. tekizt að festa kaup á amerískri flugvél sem verða skal aðal vinningur í happdrætti Vinnuheimilissjóðsins. Margra hluta vegna má telja þetta merk og góð tíðindi, þótt menn séu orðnir vanir stórfrétt- um af framkvæmdum þessa ódæma kjarkmikla og duglega félagsskapar, sem hvíldarlaust og þráðbeint sækir að settu marki og gistir hvern áfanga fyrir dagsetur. Frá strönd til afdala er rætt um athafnir S.Í.B.S. og þær dáðar. Hugsjónir þess og stálefldur vilji til að gjöra þær að veruleika hefir knúið alla þjóðina til samtaka um að hrinda í framkvæmd því athyglisverða stórvirki, sem fegurstan vott ber um mannúð og félagslegan þroska Íslendinga. Gestir sem ber að garði í Reykja- lundi verða í senn hrifnir af þeim glæsibrag og hyggindum sem öll híbýli og vinnustofur bera vott um. Undrandi yfir þeim kjarki og viljaþreki þeirra líkamlegu van- heilu manna sem staðið hafa fyrir famkvæmd stórvirkis þess, er við gestunum blasir. Iðjuver, umkringd smáum en fögrum íbúðarhúsum, þar sem lamað vinnuþrek nýtist, betur en annars staðar, allri þjóðinni til hagsbóta. Þar sem létt er af mörgu brjósti martröð ótta og öryggisleysis, en mörgum döprum og vonlausum á ný gefin lífsgleðinnar dýra gjöf.” Flugvélin var látin fljúga yfir bænum í auglýs- ingaskyni daglega í heila viku, m.a. með blaða- menn, og dreift var miðum á fluginu en heppn- ir finnendur á jörðu niðri gátu þannig átt kost á farmiða í hringflug með happdrættisflugunni yfir Reykjavík. En það voru fleiri vinningar í happdrættinu en flugvélin góða. Þar var bátur (skemmtisnekkja) að verðmæti kr. 15.000. Einnig var þarna fjór- hjóladrifsbíll sem kostaði kr. 12.000 og hafði tæpast fengið nafn hér á landi ennþá. Þetta var Willys jeep, sem nefndur var Héppi eða Jepp-bíll á happdrættismiðanum, en seinna átti jeppanafnið eftir að verða samheiti fyrir fjöl- skrúðuga flóru fjórhjóladrifsbíla hér á landi. Þá má nefna Kjarvalsmálverk, sem líklega hefur haldið verðgildi sínu einna best þessara vinn- inga, og svo píanó auk flugferða, radíógramm- ófóns og golfáhalda. Athyglisvert er að radí ó- grammófónninn kostaði á þessum tíma meira en hálft bílverð, eða kr. 7.000. Þessi hlutföll hafa nú mjög breyst. Þetta happdrætti hlaut mjög mikla umfjöllun í fjölmiðlum og þátttaka varð líka afar góð. Öll þjóðin fylgdist með því sem var að gerast hjá SÍBS og á Reykjalundi og þátttaka almennings var mikil í fjáröflun til framkvæmdanna. Þegar dregið var í happdrættinu þann 1, febrú- ar 1946 kom í ljós að flugvélin kom á óseldan miða. Ákveðið var þá að vélin skyldi dregin úr seldum merkjum á SÍBS daginn í október sama ár. Sala merkjanna og blaðsins Berklavörn gekk mjög vel í þetta sinn, eins og jafnan áður, en merkið kostaði 5 krónur. Það voru svo ung systkini úr Sörlaskjólinu sem hrepptu vélina, Björn Björgvinsson og óskírð systir hans á fyrsta ári. Var drengnum afhent vélin við hátíðlega athöfn þar sem stjórn SÍBS raðaði sér upp fyrir framan flugvélina, en Björn Björgvinsson stendur fyrir utan flugvélina sína sem hann vann í happdrættinu

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.