SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 22

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 22
22 Þróun fæðuofnæmis í Evrópu (–New and emerging food allergies across Europe = EuroPrevall –) Fjölþjóðleg rannsókn á fæðuofnæmi með þátttöku Íslendinga Samkvæmt rannsóknum eru 11 – 26 milljónir fullorðinna Evrópubúa taldir þjást af fæðuof- næmi (1 – 2% íbúa). Fæðuofnæmi er algengara hjá ungum börnum (5 – 8%) og þar sem oft er um alvarlegt ofnæmi að ræða er það sérstakt áhyggjuefni þegar börnin byrja í leikskóla eða skóla. Ofnæmissjúkdómar eins og astmi, barn- aexem, ofnæmiskvef og fæðuofnæmi hafa aukist víða um heim á undanförnum áratugum. Aukn- ingin hefur verið mest í hinum vestræna heimi. Talið er að samspil erfða og breyttra umhverfis- þátta valdi þessari aukningu. Algengt er að þeir sem hafa einn ofnæmissjúkdóm fái einnig annan. Þetta hefur verið kallað ofnæmismars- inn. Þannig eru þeir sem hafa fæðuofnæmi á unga aldri mun líklegri til að fá seinna exem, astma og ofnæmiskvef en aðrir. Fæðuofnæmi og barnaexem er oft fyrstu ofnæmissjúkdómarnir sem börnin fá, sum hver aðeins fárra mánaða gömul. Eggja- og mjólkurofnæmi er langalgeng- ast hjá yngri börnum en ofnæmi gegn hnetum og sjávarfangi hjá þeim eldri. Hjá fullorðnum er algengast að finna ofnæmi fyrir hnetum, fiski, rækjum og ávöxtum. Fæðuofnæmi veldur umtalsverðri skerðingu á lífsgæðum þeirra sem það hafa. Það veldur röskun á daglegu lífi og einnig auknum kostnaði fyrir þá og samfélagið í heild. Það er mikilvægt að þekkja tíðni fæðuofnæmis, helstu fæðuof- næmisvalda og þannig umfang þessa vandamáls á Íslandi. EUROPREVALL rannsóknin Hafin er viðamikil rannsókn á fæðuofnæmi í Evrópu sem mun taka nokkur ár. Verkefnið í heild sinni á að kanna faraldsfræði fæðutengdra sjúkdóma í Evrópu – að kanna samspil fæðu og efnaskipta, ónæmis, erfða og félagslegra þátta og finna áhættuþætti fyrir fæðutengdum sjúk- dómum. Annar tilgangur með verkefninu er að mynda upplýsingabanka fyrir Evrópu varðandi fæðutengda sjúkdóma. Tilgangur rannsóknarinnar er auk þess að: • Lýsa mynstri og tíðni fæðuofnæmis hjá börnum og fullorðnum í Evrópu. • Nota lífsýni og upplýsingar úr spurn- ingalistum til að finna áhættuþætti (t.d. í umhverfi, sýkingum eða erfðaefni) og þætti sem geta spáð fyrir um tilkomu fæðuof- næmis (t.d. líffræðilega eða erfðafræðilega) og þannig leita leiða til að fyrirbyggja fæðu- ofnæmi, t.d. á meðgöngu. • Bæta greiningu fæðuofnæmis og minnka þannig þörfina á fæðuáreitisprófum. • Rannsaka hvernig grunnmassi (burðarefni) fæðunnar gæti hugsanlega haft áhrif á ofæmisvekjandi eiginleika hennar t.d. með framleiðsluaðferðum. • Meta áhrif fæðuofnæmis á lífsgæði og fjár- hag fólks með fæðuofnæmi og fjölskyldna þeirra. EuroPrevall verkefninu, eins og það er kallað, er skipt upp í 6 svið og hverju sviði í verk- þætti. Það er kostað af 6. rammaáætlun Evrópu- sambandsins og alls koma 54 rannsóknarsetur í Evrópu að verkefninu. Þar er um að ræða spítala, rannsóknarstofur á sviði ónæmisfræði, rannsóknarstofur í matvælarannsóknum, fram- leiðendur matvæla, sjúklingasamtök og opin- bera aðila. Verkefnið er stærsta verkefnið á sviði rannsókna á fæðutengdum sjúkdómum sem ráð- ist hefur verið í. Landspítali-háskólasjúkrahús er þáttakandi í þessum rannsóknum og hlutur hans skiptast í þrjá verkþætti: Verkþáttur 1.1 rannsakar tíðni og þróun fæðu- ofnæmis hjá börnum frá fæðingu og fram að tveggja og hálfs árs aldri. Sigurveig Þ Sigurðard- óttir, barnalæknir er ábyrg fyrir þessum verkþætti. Verkþáttur 1.2 fjallar um faraldsfræði fæðuof- næmis barna á skólaaldri annars vegar og full- orðinna einstaklinga hins vegar. Michael Claus- en, barnalæknir er ábyrgur fyrir þeim verkþætti. Verkþáttur 1.3 kannar til hlítar fæðuofnæmi hjá einstaklingum, sem leita til ofnæmislækna vegna gruns um fæðuofnæmi í þeim tilgangi að meta hvaða fæðuofnæmi hefur mesta þýðingu í samfélaginu og til að bæta greiningaraðferðir við fæðuofnæmi. Einnig verður myndaður evr- ópskur banki með sermi frá sjúklingum með vel skilgreint fæðuofnæmi. Davíð Gíslason ofnæmis- læknir er ábyrgur fyrir þeirri rannsókn. Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir hverj- um verkþætti fyrir sig. Höfundar greinar Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, Michael Clausen og Davíð Gíslason F j ö l þ j ó ð l e g o f n æ m i s r a n n s ó k n

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.