SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 26

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 26
26 Það sem við látum ofan í okkur er afar fjölbreytilegt, og þegar þær þús- undir fæðutegunda og efna eru höfð í huga, er ekki undarlegt að þær geta haft misgóð áhrif á fólk. Það sem sumir þola vel getur valdið óþægindum og jafnvel alvarlegum veikindum hjá öðrum. Skaðleg áhrif af mat eru flokk- uð eftir því hvort þau orsakast af eitr- unum (eiturefnum í mat) eða af öðrum ástæðum. Þessar aðrar ástæður má svo flokka í ofnæmi annars vegar og óþol hins vegar. Undir óþol flokkast skortur á efnahvötum, t. d. þegar fólki nýtist ekki mjólk vegna skorts á efna hvata, sem brýtur niður mjólkursykurinn, eða viðkvæmni fyrir lyfjaáhrifum í mat, t. d. ef fólk þolir ekki að drekka kaffi vegna hjart- sláttareinkenna eða handatitrings. Einnig má nefna það þegar fólk roðnar óeðlilega eftir að hafa drukkið lítið glas af víni. Enn aðrir hafa óþol fyrir aukefnum í matvælum. Það getur gefið margskonar óþægindi sem stundum líkjast venjulegu ofnæmi. Orsakir óþols fyrir aukefn- um eru ekki þekktar. Þótt almenningur noti orðið ofnæmi holt og bolt yfir flest óþægindi sem það tengir mat er þó rétt að nota það hugtak yfir einkenni, eða Davíð Gíslason: Fæðuofnæmi og fæðuóþol fullorðinna Davíð Gíslason sjúkdómsástand, sem stafar af því að líkaminn hefur myndað ákveðin mótefni gegn prótíns- ameindum í viðkomandi fæðu. Það er þegar þessar prótínsameindir og mótefnin komast í snertingu að ofnæmisviðbrögðin eiga sér stað. Það er því í rauninni ekki hægt að tala um fæðuofnæmi fyrr en ofnæmisrannsókn hefur farið fram. Það er afar algengt að fólk telji sig hafa ofnæmi eða óþol fyrir einhverju í mat. Í könnun sem fram fór hér á landi á ungu full- orðnu fólki svöruðu 22% játandi spurningunni: ,,Hefurðu nokkurn tímann veikst eða þér orðið illt af að borða einhverja sérstaka fæðu?” 15% sögðust næstum alltaf veikjast á sama hátt af að borða þessa sérstöku fæðu. Hvað var það svo sem þetta fólk nefndi sem orsök fyrir óþægindum sínum? Ávextir og kjötvörur voru efst á blaði, hjá 20%, svo kom fita (14%), mjólkurvörur (11%), en fiskur og skelfiskur var aðeins nefndur af 6%, þótt reynsla ofnæmislækna sé sú að ofnæmi fyrir sjávarfangi sé algengt hér á landi. Þegar kannað var hvort eitthvað auðkenndi þessa einstaklinga að öðru leyti, þá kvörtuðu þeir oftar en viðmiðunarhópurinn yfir verk fyrir brjósti, migren, kláðaútbrotum og óþoli fyrir ákveðnum lyfjum. Þeir virðast því almennt vera viðkvæmir.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.