SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 4

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 4
4 Happdrætti SÍBS, sem áður hét Vöruhappdrætti SÍBS, hefur frá upphafi verið ein styrkasta stoð uppbyggingarstarfs SÍBS á Reykjalundi og Múlalundi og er enn. Það er löngu tímabært að gera sögu þess nokkur skil hér í blaðinu. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Vöruhappdrættisins, tók saman ítarlegt yfirlit um fjáraflanir SÍBS og aðdraganda að stofnun og síðan sögu Vöruhappdrættis SÍBS. Hann leitaði fanga í fundargerðum, ársreikn- ingum og víðar, m.a. á skrifstofu Stjórnartíð- inda og hjá skjalaverði Alþingis. Þessi saman- tekt er mun lengri og ítarlegri en rými þessa blaðs leyfir og því verður stiklað mjög á stóru, en vissulega er mikils virði að eiga þessa fróð- legu sögu tiltæka. Auk þessa ritaði Ólafur grein í SÍBS fréttir 1999 þar sem hann rakti þessa sögu. Hann hefur góðfúslega leyft undirrituðum að gera útdrátt úr samantekt hans sem birtist hér með lítils háttar síðari tíma viðbót. Stofnun SÍBS og fjáröflun fyrsta áratuginn Samband íslenskra berklasjúklinga - SÍBS - var stofnað 24. október 1938, og fljótlega kviknaði hugmyndin um að stofna vinnuheimili eða end- urhæfingarstöð fyrir berklasjúklinga sem voru að útskrifast af berklahælum. Tillaga um þetta var lögð fram á fundi stjórnar SÍBS 19. maí 1940. Þing SÍBS það ár samþykkti að SÍBS skyldi ein- beita kröftum sínum „til fjársöfnunar fyrir vinnu- heimili útskrifaðra berklasjúklinga og vinna að skjótum framgangi þess máls að öðru leyti“. Þegar var hafist handa um fjáröflun og var undravert hversu hugmyndaríkir og duglegir berklasjúklingarnir voru. Fyrst er að geta Berklavarnadagsins, sem var fyrsti sunnudagur í október ár hvert, í fyrsta sinn 1939. Þá voru seld merki dagsins og blað- ið Berklavörn, síðar Reykjalundur. Þegar fram liðu stundir tók þó blaða- og merkjasala mjög að dragast saman, síðasti Berklavarnadagurinn var árið 1984 og voru þá þessir fjáröflunardag- ar orðnir fjörutíu og sex. Áfram er þó fyrsti sunnudagur októbermánaðar helgaður málefn- um SÍBS. Tekjur SÍBS jukust verulega árin 1943 og 1944. Stóran þátt í þeirri tekjuaukningu má rekja til svokallaðra skattfrelsislaga sem sett voru 1943 og kváðu á um skattfrelsi af gjöfum til vinnu- hælis berklasjúklinga og giltu til ársloka 1944. Árið 1945 var hleypt af stokkunum happdrætti sem mikla athygli vakti. Í þessu happdrætti var aðalvinningurinn ný bandarísk flugvél, tveggja sæta, ásamt flugkennslu. Í síðasta tölublaði SÍBS blaðsins er fjallað ítarlega um þetta, en flugvélarhappdrættið færði SÍBS góðan hagnað. Árin 1947 - 1948 var efnt til enn nýstárlegra happdrættis. Þar voru í boði 20 Renault bifreið- ir. Dregið var fjórum sinnum í þessu happ- drætti, um fimm bíla í senn. Í happdrættinu seldust alls 111.561 miði og af því varð 660.000 króna hagnaður. Eigandi eins vinningsmiðans gaf sig aldrei fram og bifreið sú sem ekki gekk út var um mörg ár notuð í þágu SÍBS. Á stjórnarfundi SÍBS hinn 18. janúar 1949 var rætt um enn eitt happdrætti. Á þessum tíma var gífurlega erfitt að fá gjaldeyri til kaupa á bifreið, en nú bar svo vel í veiði að Oddi Ólafssyni, yfirlækni á Reykjalundi, hafði tek- ist að verða sér úti um leyfi fyrir einkabifreið sér til handa af Hudson gerð. Hann bauðst til að afsala sér bifreiðinni ef SÍBS vildi stofna til happdrættis um hana. Þessu höfðinglega boði var tekið, það seldust 49.000 miðar og happ- Saga Happdrættis SÍBS Þessi tvö lukkuhjól voru notuð fyrst aldarfjórðunginn. Númerin voru í því stærra en upphæðin í hinu minna. Oft voru börn eða unglingar fengin ti l að draga. Þessi bíl l sem er á byggðasafninu að Görðum á Akranesi er einn af hinum 20 happdrættisbílum SÍBS árið 1947. H a p p d r æ t t i S ÍB S

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.