SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 13

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 13
13 marktækur. Þá er mjög góð bæting á styrk þátttakenda í hópnum eða rúmlega 11%. Í stól- upprisu SPPB-prófsins (standa upp úr stól) var árangur styrktarhóps mjög góður, bæting um rúm 17% eða tölfræðilega marktækur munur. Einnig kemur fram tölfræðilega marktækur árangur í bættri andlegri líðan þátttakenda eða heilsutengdum lífsgæðum. Bæting er um 2,34% hjá styrktarhóp á þessum 12 vikum. Viðmiðunarhópur skilar ekki eins góðum árangri þó hann bæti sig í styrk á tímabilinu. Árangur viðmiðunarhóps er sambærilegur við svipaðar rannsóknir annars staðar í heiminum, litlar eða engar framfarir. Rétt er þó að geta þess að samkvæmt dagbók æfði viðmiðunar- hópur að meðaltali um 15 mínútur að jafnaði á dag í hverri viku. Vel má vera að dagbókar- formið og fyrirlestrar hafi verið hvetjandi fyrir þennan hóp ekki síður en hina til að stunda heilsurækt upp á eigin spýtur. Slík þjálfun gæti hafa haft jákvæð áhrif á útkomu í styrktarmæl- ingum eða að um væri að ræða bætta tækni í seinni mælingum á sérhæfðu mælitæki. Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að mis- munandi þjálfunaraðferðir og þjálfunaráætl- anir hafa ólík áhrif á eldri aldurshópa og að magn og ákefð þjálfunar hefur mikla þýðingu fyrir væntanlegan árangur. Niðurstöður á heilsutengdum lífsgæðum, þar sem hlustað er á mat þátttakandans og tilfinningar og honum gefið tækifæri til að tjá sig um líðan sína, er áhugavert að skoða. Þær eru sambærilegar erlendum rannsóknum (Oldridge, 1991). Nið- urstöður sýndu tölfræðilegan marktækan mun hjá styrktarhópi og þolhópi en ekki hjá viðmið- unarhópi. Gönguþjálfun þolþjálfunarhóps þar sem aðhald ríkir skilar mjög góðum árangri, hvort heldur sem er bætingu á þoli, styrk eða heilsutengdum lífsgæðum. Markviss þjálfun þrisvar til fimm sinnum í viku þar sem aðhald ríkir, skilar mjög góðum árangri fyrir andlega líðan þátttakenda. Frekari rannsóknir af þessum toga gætu leitt í ljós að finna mætti þjálfunaráætlun sem inni- heldur ákveðna þjálfunaraðferð eða þjálfunar- blöndu sem hentar best þessum eldri aldurshóp. Niðurstöður úr gönguþjálfun þolþjálfunarhóps eru mjög athyglisverðar, m.a. fyrir þær sakir að hún var stunduð við einfaldar og aðgengilegar aðstæður en skilar í raun einna bestum árangri þegar niðurstöður allra mælinga þessara þriggja hópa eru skoðaðar. Heimildir: Oldridge, N., Guyatt, G., Jones, N., Crowe, J., Singer, J., Feeny, D. O.fl. (1991). Effects on quality of life with comprehensive rehabilitation after acute myocardial Sturlaugur Jónsson 1/4 bls.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.