SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 19

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 19
19 hjá hjartasérfræðingi. Nefnd voru dæmi þessu til stuðnings. Einnig var undirstrikað það aukna óhagræði og sá kostnaður sem hlýst af því að sjúklingurinn þurfi að hitta heimilislækni og óska þar eftir tilvísun til hjartasérfræðings. Engir samningar í sjónmáli Ráðherra var spurður um á hvaða stigi samningaviðræður ráðuneytisins við sjálfstætt starfandi hjartalækna væru. Einnig hvort stæði til að afturkalla reglugerðina þegar/ef samningar nást eða hvort gert væri ráð fyrir að reglugerðin verði áfram í gildi þó svo að samningar náist. Í svörum ráðherra kom fram að mati ráðuneyt- isfólks væri öryggi sjúklinga ekki stefnt í hættu. Hægt væri að fá skjóta þjónustu á heilsugæslu auk bráðaþjónustu á LSH. Ráðherra sagði að mikið bæri á milli samningsaðila. Þá sagði ráð- herra ekki ljóst hvort reglugerðin stæði áfram þó að samningar næðust. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um fund ráðuneytisins með fulltrúum hjartasérfræðinga vegna samningsgerðar og samningar væru því ekki í sjónmáli. Samráðsnefnd verður skipuð Að lokum lagði ráðherra til að skipaður yrði þriggja manna samráðsnefnd til að fylgjast með gangi mála sem í ættu sæti fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Hjartaheilla og hjartasérfræðinga. Þetta var samþykkt. Vonandi felst í þessu samstarfi vettvangur fyrir félögin að vinna málstað skjólstæðinga þeirra fylgi og finna leiðir til að bæta úr þessu ófremdar- ástandi. Það er með öllu óviðunandi að hjarta- sjúklingar geti ekki haft aðgang að hjartalækn- um sínum án milliliða. SÍBS og Hjartaheill skora enn og aftur á heilbrigðisráðherra og hjartalækna að setjast að samningaborðinu og leysa þessa deilu sem allra fyrst. Nýjun g! Léttur ab-drykkur í dós – næstum of góður! Ný tt f rá MS

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.