SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 22

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 22
22 störfum 1990. Sú sem hér stendur tók síðan við starfi Þóru hér 1995. Ég ætla ekki að rekja starfsmannaskiptin lengra en eitt er víst að án alls þess hæfa starfs- fólks sem komið hefur að störfum í Hlíðabæ hefðu stjórnendurnir mátt sín lítils. Við höfum verið lánsöm að njóta hæfileikaríkra starfs- krafta. Starfsfólk með margs konar gagnlega sérmenntun og áhugamál sem mikilvægt er að nýta. Viðfangsefni og þjálfunaraðferðir mótast því sífellt af þessu tvennu; annars vegar styrkleika og getu skjólstæðinganna og hins vegar því sem starfsfólk hefur best að bjóða á hverjum tíma. Grunnur sá er lagður var í upphafi að starf- semi Hlíðabæjar, hugmyndafræðin sem lá að baki starfseminni og markmið starfsins eru enn í fullu gildi þó áhersluatriðin séu eilítið breytileg. Áherslurnar miðast alltaf við þann skjólstæðingahóp sem er í Hlíðabæ hverju sinni, þarfir þeirra og fjölskyldna þeirra. Þeim reynum við að mæta eftir bestu getu en fjár- hagur og fjöldi starfsmanna setja okkur auðvit- að ákveðnar skorður. Áður en starfsemin hófst í Hlíðabæ fóru nokkr- ir starfsmenn til Bandaríkjanna og skoðuðu 3 heimili í Bronx fyrir tilstuðlan Peggyjar Helga- son iðjuþjálfa. Það reyndist gott veganesti við mótun starfsins. Starfsemi Hlíðabæjar byggir hugmyndafræði sína á kenningum um að þarfir manneskjunnar séu óbreyttar frá vöggu til grafar. Abraham Maslow setti þessar þarfir upp í pýramída „Þarfapýramídann“ þar sem neðst eru þær fyrirferðamestu, grunnþarfirnar sem oftast er séð vel fyrir, s.s. fæði, klæði og húsaskjól. Ofar á pýramídanum eru þarfirnar fyrir það að koma að notum og láta gott af sér leiða. Í Hlíðabæ hefur verið leitast við að huga vel að þessum efri hluta pýramídans eins og þörfinni fyrir að finna til nytsemdar sinnar, að skipta aðra máli og gera eitthvað gagnlegt. Það er því mikilvægt að finna styrkleikana hjá hverjum og einum. Næra þá með viðeigandi viðfangs- efnum og verkefnum. Horfa ekki um of á það sem er farið (sjúkdómurinn rænir persónuleik- anum) en horfa á það sem eftir er og byggja á því. Það er mikilvægt að allir heyri um það sem gengur vel, jákvætt viðhorf örvar og eflir sjálfstraustið og hæfileikarnir sem eru til staðar nýtast betur. Á þessum 20 árum hafa tæplega 300 einstaklingar og fjölskyldur þeirra notið þjónustunnar í Hlíðabæ. Í upphafi fékkst heim- ild fyrir 20 manns og hefur nánast alltaf hvert pláss verið skipað. Ríkið greiðir daggjöld fyrir hvern einstakling sem þetta árið er 8.104 krónur. S.l. 2 ár hefur reksturinn verið öfugu megin við núllið. Það er okkur vaxandi áhyggjuefni sem við höfum gert heilbrigðisyfirvöldum grein fyrir. Við finnum þörfina fyrir aukna þjónustu við fjölskyldur skjólstæðinga. Aukinn fjöldi yngri skjólstæð- ingar með aðrar þarfir gera aðrar kröfur. Til- finnanlegur skortur er á stuðningsúrræðum eins og heimaþjónustu og heimahjúkrun og skortur á sambýlum og hjúkrunarheimilum við hæfi eru verkefni sem brýnt er að leysa. Virðing, virkni, vellíðan. Það eru þau ein- kunnarorð sem við viljum að sé einkennandi fyrir þjónustuna í Hlíðabæ. Fortíðin er það sem við byggjum á, ræturnar sem eru okkur öllum svo nauðsynlegar. Nútíðin er þar sem við erum nú og getum haft áhrif á og breytt og þá sérstaklega okkkur sjálf- um. Framtíðin er það sem við viljum horfa til. Í draumum mínum um framtíð Hlíðabæjar og umhverfi hans vil ég sjá: 1. Virkari þátttöku heilabilaðra sjálfra í stefnu- mörkun þjónustunnar og aukin stuðning við þá í samskiptum við þá aðila sem þeir þurfa þjónustu frá. 2. Aukna þjónusta við fjölskyldur, bæði í formi stuðnings og fræðslu. 3. Aukna möguleika á fræðslu, stuðningi og handleiðslu fyrir starfsmenn heimilisins. Aukna möguleika á að ráða fleira fagmennt- að fólk til starfa. 4. Úrbætur, sérstaklega í málum yngri skjól- stæðinga bæði hvað varðar skammtímainn- lagnir á sólarhringsstofnanir, sambýli og hjúkrunarheimili. Ég hef hér aðeins stiklað á stóru og ekki farið í fyrirkomulag starfsins, dagskrá á heimilinu eða annað því viðvíkjandi. Það bíður betri tíma. Góð stemning í sundlauginni. Sólardagur í garðinum við Hlíðabæ.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.