SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 25

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 25
Augnlæknastöðin Sjónlag hf. er til húsa í Spönginni, Grafarvogi. Þar er sinnt almennum augnlækningum ásamt laseraðgerðum við sjónlagsgöllum sem skipa veigamikinn sess í starfsemi stöðvarinnar. Undanfarna mánuði hafa staðið yfir miklar breytingar. Ólafur Már Björnsson er sérfræðingur í sjónhimnusjúkdómum. Hann er nýkominn úr sérnámi frá Osló og hóf störf hjá Sjónlagi sl. sumar. Hann mun byggja upp augnbotnaeftirlit í Sjónlagi en lögð verður aukin áhersla á greiningu og meðhöndlun sjónhimnusjúkdóma en áður. Ólafur Már hefur í nokkur ár rekið miðstöð fyrir sjónhimnulækningar í Osló og starfar enn þar þótt hann sé kominn heim. Við báðum Ólaf Má að lýsa fyrir okkur hvað sjónhimnusjúkdómar væru og hvað felst í eftirlitinu. „Sjónhimnan þekur augað að innanverðu og má líkja við filmuna í myndavél. Í daglegu tali er oft talað um augnbotninn. Breytingar í augnbotnum hafa mikil áhrif á sjón fólks. Það eru einkum aldraðir og sykursjúkir sem fá augnbotnabreytingar í formi nýæðamyndunar og bjúgs í sjónhimnu. Miklar framfarir hafa orðið á þessu sviði lækninga undanfarin ár, sérstaklega hvað varðar greiningartækni en einnig í þróun nýrra meðferða. Rannsóknir hafa sýnt ótvíræða kosti við reglubundið eftirlit með augnbotnum, sem dæmi má nefna að á Íslandi er lögblinda vegna sykursýki með því lægsta sem gerist í heiminum og er reglubundið eftirlit ein helsta ástæðan fyrir þessum árangri.” „Í augnbotnaeftirliti felst ítarleg skoðun, stafræn augnbotnamyndataka ásamt þykktarmælingu, æðamyndatöku og sjónsviðsmælingu eftir þörfum. Stafræna tæknin gerir okkur kleift að halda utan um gagnagrunninn á auðveldan hátt. Þannig getum við borið saman stafrænar myndir og skoða þannig þróun augnbotnabreytinga og gripið inní á réttum tímapunkti. Hornsteinn góðs eftirlits er fræðsla sjúklinga enda er mikilvægt að sjúklingar þekki einkenni eigin sjúkdóms og viti hvernig bregðast skuli við. Svo kölluð Amsler- kort eru mjög hjálpleg og hægt að fá hjá augnlæknum. Þannig getur fólk sjálft fylgst með framvindu sjúkdómsins og látið vita ef breyting verður á.“ Að sögn Ólafs Más felst meðferðin annars vegar í lasermeðferð og hins vegar í lyfjameðferð þar sem lyfin eru ýmist gefin í æð eða beint í augað. Lasermeðferðirnar getum við framkvæmt í Sjónlagi en sumar lyfjameðferðanna, sem margar eru mjög dýrar, eru gerðar á Augndeild LSH. „Ég setti á fót sjónhimnumiðstöð í Osló þar sem við höfum náð góðum árangri í baráttunni við sjúkdóma í sjónhimnu og er ætlunin að byggja á þeirri reynslu hér heima við uppbyggingu augnbotnaeft i r l i ts . Við erum mjög vel búin tækjum til þessa í Sjónlagi og haldið verður vel utan um alla sem koma í eftirlit og þeir kallaðir inn reglulega eftir þörfum hvers og eins. Sömuleiðis leggjum við mikla áherslu á góða samvinnu við heilsugæsluna.“ Augnbotnaeftirlit í Sjónlagi R æ t t v i ð Ó l a f M á B j ö r n s s o n s é r f r æ ð i n g í s j ó n h i m n u s j ú k d ó m u m Sjónhimnan Amsler-kort: Notað til að fylgjast með ástandi augnbotna, ef l ínurnar fara að bogna er mikilvægt að leita ti l augnlæknis. Eðlilegur augnbotn og skemmd vegna ell ihrörnunar. Lasermeðferð á augnbotni Kynning

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.